Leita í fréttum mbl.is

Bráðræði breskra og hollenskra stjórnmálamanna kemur þeim í koll

Nú þegar það blasir við breskum og hollenskum stjórnmálamönnum að íslenskur almenningur ætlar ekki að standa undir skuldbindingum íslensks einkabanka, sem starfaði í löndum þeirra alveg að settum leikreglum, kunna þeir að hugleiða að pólitísk loforð til fólks um fjárútlát því til handa undir þeim formerkjum að senda öðrum reikninginn, getur reynst tvíeggjað sverð.

Breskir og hollenskir sparifjáreigendur áttu samtals um 320.000 Icesave-netreikninga. Um það bil einn reikning á hvern Íslending. Það er ekki lítið. Af ótta við það að allt innlánstryggingakerfi EBS ríkjanna hryndi til grunna, vegna áhlaups almennings á bankana, ruku stjórnmálamennirnir til og tryggðu innlán fólks, í trausti þess að hægt væri að senda íslenskum almenningi reikninginn með því að þjösnast á stjórnvöldum og hóta öllu illu ef ekki yrði greitt upp í topp Manni er næst að halda að breskir og hollenskir stjórnmálamenn hafi ekki gert sér grein fyrir því að á Íslandi býr þjóð sem telur aðeins 320.000 sálir, en ekki margar milljónir. Þeir hefðu getað sagt sér það strax að íslenskur almenningur gæti aldrei risið undir Icesave-skuldbindingum Landsbankans og sá ágæti banki væri ekki á vegum íslenska ríkisins, þrátt fyrir nafnið. 

Íslenskur almenningur hefur með undirskriftarsöfnun sinni sent breskum og hollenskum stjórnvöldum eftirfarandi orðsendingu: Við borgum ekki.

Breskir og hollenskir stjórnmálamenn ættu í framhaldinu að hugleiða hvað gætu talist sanngjarnar og réttmætar kröfur gagnvart Íslendingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband