Leita í fréttum mbl.is

Sviðið opnast.

Formenn stjórnarflokkanna hafa í bili lagt á hilluna áform um að endurvekja stjórnina. Bera þeir fyrir sig ótraustan meirihluta. Að sönnu er hann tæpur. Framsóknarflokkurinn treystir sér greinilega ekki í bili til að endurvekja stjórnina án undangenginna formlegra viðræðna. Þær viðræður gætu þó leitt til nýs samstarfs með styrkingu frá Frjálslyndaflokknum, enda auðvelt að landa þriggja flokka ríkisstjórn til hægri, verði látið á það reyna með formlegum hætti. Slík nálgun auðveldar formanni Framsóknarflokksins að sannfæra eigin flokksmenn um það að réttast sé að taka þátt í ríkisstjórn, enda hefur enginn ágreiningur um málefni verið uppi á borðum. Ég hygg að sá formlegi farvegur sem stjórnarmyndunarviðræður hafa nú farið í, sé biðleikur. Sjálfstæðisflokkurinn heldur Sf upptekinni á meðan formaður Framsóknarflokks sannfærir eigin flokksmenn um réttmæti frekari ríkisstjórnaraðildar, til þess þarf hann tíma, og leiða er leitað til að styrkja stjórnina með aðkomu frjálslyndra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sæll Gustaf og hættu að bora í nefið! Seinustu kynni okkar voru á Útvarpi Sögu. Ég hringdi inn í þáttinn þinn og í frammhaldinu sendi ég þér bréf sem ég síðar eða 14.06.2006 setti á heimasíðu mína. http://mal214.googlepages.com. varðandi sannleikann í Geirfinnsmálinu. Ekki barst mér svar frá þér varðandi bréfið og ég tek viðbrögð þín er varða alvarleg sakamál þess efnis að þér finnist allt í lagi að stjórnvöld líti frammhjá staðreyndum og þegi glæpina í hel. Ég er hérna á blogginu.Guðrún Magnea Helgadóttir

Guðrún Magnea Helgadóttir, 19.5.2007 kl. 15:30

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Mig rekur minni til þessa bréfs, en mig skortir allar forsendur til að setja mig inní efni af þessu tagi og ég er kannski ekki rétti aðilinn til að snúa sér til með svona nokkuð. Mér þykir þú fulldjörf um ályktanir hvað mig varðar, en hvað segja rétt stjórnvöld vegna umkvartana þinna? Ég er ekki að bora í nefið, heldur eftir gulli.

Gústaf Níelsson, 19.5.2007 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband