Leita í fréttum mbl.is

Framsókn reitir trompin úr höndum formanns Sjálfstæðisflokksins.

Athyglisvert var að horfa á varaformann Framsóknarflokksins í Kastljósi sjónvarpsins áðan fokillan út í forustu Sjálfstæðisflokksins. Af orðum hans er ljóst, þykir mér, að flokkarnir hafi verið búnir að ganga frá málefnum að mestu, en strandað hafi á kröfuhörku Framsóknarflokks til ráðherraembætta. Sé alvarleg illska hlaupin í menn má við því búast að framsókn kunni að bjóða minnihlutastjórn Vg og Sf vörn gegn vantrausti, sem gerir stöðu Ingibjargar erfiða, en veitir henni styrk í samningum við Sjálfstæðisflokk. Framsóknarmenn eru nú afartrúir þeirri hugmynd sinni að semja ýmist til vinstri eða hægri, eftir því hvernig kaupin gerast á eyrinni. Skyldi upphlaup framsóknar nú gagnvart Sjálfstæðisflokki hafa áhrif á samstarf í borgarstjórn Reykjavíkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Framsóknarmenn hafa um langt skeið vanist völdum og áhrifum.Nú hefur þingstyrkjur þeirra hrapað og úr vöndu að ráða. Í þessari stöðu sem nú er upp komin þarf formaður Sjálfstæðisflokks að halda vel á spöðunum, svo ekki fái hann yfir sig vinstristjórn, því vafalaust er unnið að því hörðum höndum, á bak við tjöldin, að koma slíkri stjórn á koppinn. Við skulum ekki gleyma að Sf er fjarri því að vera sæmilega einsleitur flokkur. Sviðið er opið.

Gústaf Níelsson, 20.5.2007 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband