Leita í fréttum mbl.is

Sannleiksnefnd Alþingis

Það er vonum seinna að Alþingi skipi með lögum sannleiksnefnd, sem hefur með yfirgripsmiklu erindisbréfi það hlutverk að leita "sannleikans um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða". Að vísu liggur þetta fyrir í aðalatriðum, en engu að síður sjá alþingismenn ástæðu til þess að eyða nokkur hundruð milljónum af skattfé í þessu skyni. Væntanlega til að róa liðið.

Við fengum að sjá formann þingflokks Samfylkingarinnar í sjónvarpinu í kvöld lýsa yfir því að hér væri "brotið í blað"og aldrei hefði neitt af þessu taginu bara gerst í þingsögunni áður. Hinum kappsfulla þingflokksformanni yfirsást í öllum hamagangnum að Alþingi samþykkti á aðfangadag (svo mikið lá við) 1985 lög um rannsóknarnefnd í málefnum Útvegsbankans og Hafskips. Lítið bitastætt kom út úr starfi nefndarinnar og svo óheppilega vildi til að niðurstöður hennar láku til fjölmiðla áður en þær voru afhentar þinginu.

Vonandi hendir ekkert slíkt sannleiksnefndina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband