Leita í fréttum mbl.is

Kúgunarárátta og vanþekking

Aðstoðarforstjóri amrískrar verslunarkeðju AC Gallo að nafni hefur sent Steingrími J. bréf og tilkynnt honum að keðjan hans sé hætt að kynna íslenskar vörur í verslunum sínum í mótmælaskyni við hvalveiðar Íslendinga.

Þessum ágæta aðstoðarforstjóra er auðvitað alveg ókunnugt um það að  hvalveiðar Íslendinga eru sjálfbærar, vistvænar og í sátt við öll heilbrigð umhverfisverndarsjónarmið. Hann er bara einn af þessum grunnhyggnu umhverfispopulistum, sem mega vart vatni halda sé minnst á hvalveiðar. Þeir eru að vísu ekkert ófáir og taka engum rökum. Fínt, ef hann vill ekkert með okkur hafa og vill kúga okkur til undirgefni við rangar og órökstuddar umhverfisverndarskoðanir, þá það. Vart geta allir stjórnendur verslanakeðja í Bandaríkjunum verið flón og einfeldningar alltaf sammála síðasta ræðumanni. Ef það er svona mikilvægt að koma vörum á þennan markað og markaðurinn vil vöruna, þá er að finna aðra verslanakeðju, þær eru víst fjölmargar.


mbl.is Hætta að kynna íslenskar vörur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband