Leita í fréttum mbl.is

Er Kjartan ekki hluti af atburðarásinni?

Kjartan Gunnarssson er trúlega eini prókúruhafi Íslandssögunnar, sem fengið hefur 55 milljónir inn á reikninginn sinn, en ekki vitað af því, og fjarri lagi haft hugmynd um að slíkt væri í bígerð. Gott og vel. Við skulum gera ráð fyrir því að hugarástand hans sé eitthvað svipað því sem gerist hjá Sveini Haraldi hinum norska í Seðlabankanum og Davíð Oddsson lýsti ágætlega í ræðu á síðasta Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Allir vita að Sveinn Haraldur sagði ósatt og allir vita að Kjartan Gunnarsson er líka að segja ósatt. Hann mun auðvitað enga fórn færa og standa á lyginni, eins og hundur á roði, og enginn þingmaður flokksins mun spyrja, hvort hann hafi ekki glatað trausti flokksmanna, hvað þá trausti almennra kjósenda flokksins, þannig að til tjóns horfi.

Bjarni Benediktsson, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, mun auðvitað hugleiða hvort Kjartan muni ekki þurfa að axla ábyrgð og segja lausu sæti sínu í miðstjórn flokksins. Að minni hyggju reynir hér nokkuð á staðfestu og getu hins nýja formanns til að leiða Sjálfstæðisflokkinn til stórra verka.


mbl.is Fráleitt að draga nafn Kjartans inn í atburðarásina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún Birna í bankanum vissi ekki af 200 miljónunum á sínum reikningi.

Trúir þú því virkilega Gústi, að Kjartan sé refur og jafnvel ósannsögull?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 12:37

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þetta á ekkert skylt við refsskap í Kjartani Gísli og ekki býst ég við því að hann sé almennt lygnari en aðrir menn. Hins vegar er alveg með ólíkindum að manninum hafi verið ókunnugt um að upphæðir af því tagi, sem um ræðir, væru um það bil að renna inn á reikning flokksins. Ég bara trúi því ekki. Og hverju breytti það þótt Kjartan hefði viðurkennt að hafa vitað? Alls engu, enda hefur fyrrum formaður flokksins GHH upplýst að hann berði ábyrgð á því að styrkirnir voru þegnir. Atburðarásin sem fór af stað eftir að styrkirnir urðu opinberir laut hins vegar að því að koma banahöggi á Guðlaug Þór Þórðarson, sem var reyndar vitlausara en að skjóta sendiboðann, en sýndi auðvitað innræti sumra þingmanna og þingmannsefna flokksins. Þeir ætla kannski ekki að vinna með Guðlaugi Þór eftir kosningar?

Gústaf Níelsson, 13.4.2009 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband