Leita í fréttum mbl.is

Hvað hefur Eva Joly lagt til?

Er hún nú orðin óhress kerlingarkvölin með lakar undirtektir íslenska réttarríkisins við tillögum hennar? Vill ekki einhver vera svo vænn að segja okkur sem borgum reikninginn frá rannsóknardómaranum, hvaða ráð það eru sem fá svona litlar undirtektir og eftir hverju hefur ekki verið farið? Eru það kannski ráð sem Spænski Rannsóknarrétturinn, Gestapo, eða Stasi, hefðu talið góð og gild? Ekki veit ég, en fróðlegt væri að upplýst yrði um ráð hinnar ráðagóðu Joly.
mbl.is Góð og gagnleg skoðanaskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

"Meðal þess sem Eva hefur lagt til er að ráðnir verði erlendir sérfræðingar og endurskoðendur að rannsókninni en hún hefur bent á að fámennið hér geri það að verkum að ansi margir séu vanhæfir til að fjalla um málið. Hún er enn sem komið er eini erlendi sérfræðingurinn. Þá vill hún að bókhald bankanna verði haldlagt og rannsakað frá grunni en ekki látið nægja að rannsaka einstök mál".

Ofangreint er tekið beint af fréttavef MBL.

Mér finnast þetta mjög eðlilegar kröfur.  Við erum alltof fámenn til að rannsaka málin sjálf og þurfum utanaðkomandi fagmenn.

Réttlæti þarf,  ef ekki á illa að fara á Íslandi.  Og launin hennar eru smámunir hjá þeim hagsmunum sem í húfi eru.

Anna Einarsdóttir, 10.6.2009 kl. 17:58

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Mikið hlýtur sá er sem er knúinn til að uppnefna þá sem hann ræðir um (kerlingarkvölin) vera haldinn mikilli minnimáttarkennd. Þeir sem slá um sig með slíkum nafngjöfum eða eru með einhverjar afbrigðilegar tilfinningar, svo sem kynþáttahatur, ættu annaðhvort að þegja eða leita sér sálrænnar hjálpar. Mig minnir að þú hafir verið þáttastjórnandi á útvarpsstöð og það sem upp úr þér kom hafi verið með endemum.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 10.6.2009 kl. 17:58

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eva Joly hótar að hætta!!

einar_bjorn_bjarnason-1_861133.jpg Verkstjórnin er í Molum

Það er hreint hneiksli hve léleg verkstjórn ríkisstjórnarinnar er. Mikilvæg, og bráðnauðsynleg mál, komast ekki til framvkæmda. Munið, að enn er ekki formlega búið að ganga frá stofnun viðskiptabankanna, vegna þess að ekki er enn búið að fromlega að klára uppgjör þeirra gömlu. Það er fullkomin skýring þess hvers vegna nýju bankarnir eru lamaðir, og geta ekki veitt neina fyrirgreiðslu til heimila og fyrirtækja; einfaldlega vegna þess, að enn er allt á huldu um eiginfjár stöðu þeirra.

Enginn bankastjóri með réttu ráði, veitir lán, meðan hann veit ekki hvers virði eignir bankans eru né hve miklar þær eiga að vera. Á meðan, er atvinnulífið smám saman, að hrynja sama.

Þetta er fullnægilegt, til að skýra af hverju krónan er stöðugt að lækka; því verðgildi gjaldmiðla er einfaldlega byrtingarmynd stöðumats markaðarins á viðkomandi hagkefri, sbr. að hlutabréfaverð er sambæriegt mat á stöðu fyrirtækja.

Seðlabankastjóri hótaði að hætta nýlega

Ekki gleima þessu, sjá: Josefsson hótar að hætta.  En honum fannst stefna ríkisstjórnarinnar gagnvart nýju bönkunum, ekki vera nógu skýr. Síðan var hann óánægður með fyrirkomulag, yfirtöku bankanna á fyrirtækjum, sem komast í þrot. Síðan var einnig mjög áhugaverð yfirlýsing hans, í sænsku blaðaviðtali, að fjárhagsleg endurreisn bankakerfisins, myndi að hans mati, kosta 85% af þjóðarframleiðslu - þ.e. liðlega 1200 milljarða. Sjá: Mats Josefsson.

Eva Joly: hótun hennar um að hætta

Þetta er einungis nýjasta byrtingarmynd, þess hve gölluð verkstjórn ríkisstjórnarinnar er. Frétt MBL.is - Eva Joly íhugar að hætta og síðan næsta frétt MBL.is um málið - Góð og gagnleg skoðanaskipti. Hugsa sér, að enn er ekki búið að afhenda henni skrifstofu. Það hefði, einungis átt að vera eins dags verk. Síðan, virðist ekki enn vera búið að ráða neina aðra af þeim erlendu sérfræðingum, sem hún hefur bent á og lagt til; nema hana sjálfa.

SLÓÐAHÁTTUR RÍKISSTJÓRNARINNAR, ER AÐ VERÐA AÐ STÓRFENGLEGU ÞJÓÐFÉLAGSMEINI!

Einar Björn Bjarnason, 10.6.2009 kl. 18:12

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Já gott fólk. Ég sá ekki betur í Kastljósþætti kvöldsins, en að Madam Joly telji sig þess umkomna að láta heila ríkisstjórn sitja og standa eins og henni þóknast, ausa almannafé af miklum móð í störf saksóknarinnar (les:hennar) í trausti þess að þeir fjármunir skiluðu sér síðar, reka embættismenn, sem henni líkar greinilega ekki við.

Öllum ætti að vera ljóst að Eva Joy er fyrst og femst fígúra sem nærist á kastljósi fjölmiðla og var rétt í þessu að segja þjóðinni að hún væri í reynd á förum, vegna þess að menn hafa efasemdir um að hún eigi að ganga hér um land og þjóð á skítugum skónum. Farið hefur fé betra. 

Gústaf Níelsson, 10.6.2009 kl. 20:52

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ertu hræddur við rannsókn Gústaf ?   Af hverju ?

Anna Einarsdóttir, 10.6.2009 kl. 21:22

6 Smámynd: Gústaf Níelsson

Nei, Anna mín ekki óttast ég rannsókn og rannsókn fer auðvitað fram. En ég óttast fólk sem fer fram í anda Spænska Rannsóknarréttarins og Gestapo. Þessi ágæta frú hefur talið okkur trú um að starfi hennar sé af rótum ráðgjafar runnin; hún vilji miðla okkur af reynslu sinni og þekkingu, samböndum víða og þess háttar. Sannleikurinn er sá að hún er að setja stjórnvöldum skilyrði um menn og málefni, sem er óhugnanleg afskiptasemi einnar manneskju um málefni landsins. Það er ekki nóg með það að hún taki í gíslingu ungan og óreyndan dómsmálaráðherra, heldur er við því að búast að hið sama muni gilda um ríkisstjórn og alþingi.

Af þeim ástæðum vil ég helst vera laus við frú Joly. En kannski verður hún Raspútin ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms J. Hver veit?

Gústaf Níelsson, 10.6.2009 kl. 22:37

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég lít ekki á verk hennar sem afskiptasemi heldur manngæsku.

Svona er nú sýn manna misjöfn.

Anna Einarsdóttir, 10.6.2009 kl. 22:53

8 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ef það er manngæska að taka til handargagns óreyndan dómsmálaráðherra og jafnvel heila ríkisstjórn og þjóðþing í ofanálag, heimta brottrekstur góðra og gegnra embættismanna og krefjast fjárframlaga til eigin starfa, sem eiga sér enga hliðstæðu, þá veit ég trúlega ekkert um manngæsku, kæra Anna.

Gústaf Níelsson, 10.6.2009 kl. 23:18

9 identicon

Heill og sæll; Gústaf, æfinlega - sem þið önnur, hér á síðu hans !

Gústaf !

Láttu ekki, nokkurn mann heyra. Frjálshyggju forarvilpuna þarf, að sótthreinsa og dauðhreinsa, sem allra fyrst. Anskotann varðar; hvort það sé, fyrir ráðagjörðir þeirrar Norsk-Frakknesku, eða annarra. Bara, að það sé drifið í því.

Sjálfstæðisflokkur - Framsóknarflokkur og Samfylking; eru öll, hin verstu átumein, lands okkar - fólks og fénaðar, sem á daginn er komið, og vita skuluð þið; Gústaf og þið önnur, að með hverri brottför ungs fólks - innan míns nánasta frængarðs, eða þá; utan, héðan frá gömlu Ísafoldu, vex gremja mín, að heift einni, sem mikilli, í garð hvítflibba- og blúndukerlinga stjórnarfars þess, hvert er að ganga af öllu dauðu, hér um slóðir, gott fólk.

Svei; þessu helvítis hyski - öllu saman !!!

Með; hinum beztu kveðjum; til ykkar / þrátt fyrir bræði mína alla

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 00:04

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já hérna hér, Gústaf hefur greinilega ekki lesið um fræg málaferli sem Joly rak á hendur, þekktum frönskum aðilum.

Hennar, ráðleggingar, hljómuðu mj-g skynsamlegar í mín eyru.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.6.2009 kl. 01:16

11 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ekki hef ég kynnt mér þessi frægu málaferli í þaula sem þú nefnir Björn, en hitt veit ég að ýmislegt í vinnubrögðunum orkaði tvímælis, svo vægt sé til orða tekið. Ég vil eindregið forðast alla viðleitni til að finna fórnarlömb til að kasta á bálið sem pólitískir galdrabrennustjórar kveikja. En sekum mönnum ber auðvitað að refsa að réttum lögum. Um það er enginn ágreiningur í réttarríkinu.

Gústaf Níelsson, 11.6.2009 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband