Leita í fréttum mbl.is

Hlaupið eftir delluhugmyndum femínistanna

Árni Páll félagsmálaraðherra setur sig í stellingar til þess að hlaupa á eftir kröfum vinstri ofstækisfemínista um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja, líkt og gerst hefur í Noregi. Vandinn er að vísu sá að engin trygging er fyrir betri stjórnun fyrirtækja sé eftir þessu hlaupið, frekar en að hlutföll reyklausra og reykjandi, eða ljóshærðra og dökkhærðra hefði einhver áhrif til góðs væru þau jöfn. Þessi kynjajöfnunaráráttukrafa er orðin eins og trúarbrögð. Hvers vegna þögðu femínistarnir þegar öll forsætisnefnd Alþingis var skipuð konum? Þykir öllum eðlilegt að 70-75% háskólastúdenta á Íslandi eru kvenkyns? Væri ekki nær að reyna að jafna þessi hlutföll, frekar en að þvínga karla til þess að skipa konu sínar, dætur og frænkur í stjórnir fyrirtækja sinna, af stjórnmálaástæðum?
mbl.is Ráðherra boðar kynjakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þess verður þá krafist að það verði jafn fjöldi karla og kvenna með háskólanám hér á landi.

Einnig þarf að krefjast þess að forræðislausir feður fái forræði yfir börnum sínum til jafns við mæðurnar.   Ísland er EINA landið í hinum vestræna heimi sem ekki hefur leitt þetta í lög, og femínstar er að sjálfsögðu ánægðir með þetta.

Ingi Björn Rafnsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 16:31

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þetta er rétt ábending hjá þér Ingi Björn. Ísland er eina ríkið á Vesturlöndum sem lætur það líðast að mæður svipti börn sín þeim sjálfsögðu mannréttindum að umgangast feður sína komi til skilnaðar. Hin femíníska hreyfing hefur látið þetta misrétti sem vind um eyru þjóta, enda er femínistum í nöp við karla og hafa lítinn áhuga á hagsmunum barna, enda nenna þær almennt illa að ala önn fyrir börnum. Hið opinbera getur sinnt uppeldi og félagsmótun, eins og gert var í ríkjum kommúnista.

Gústaf Níelsson, 19.11.2009 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband