Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Þegar efnahagslega valdið verður pólitískt

Nú verða bankastjórar og stærstu eigendur gömlu bankanna að hafa snarar hendur. Létu þeir varnaðarorð Seðlabankastjórans sem vind um eyru þjóta, eða er maðurinn að segja ósatt? Svar óskast.

Fyrir hrunið var gjarnan sagt að völdin hefðu færst frá stjórnmálamönnunum til viðskiptajöfranna og þróun viðskiptalífsins væri á slíkum hraða, að þessi pólitík væri eins og fótakefli fyrir dugmikla bissnessmenn. Menn hristu hausinn yfir kokhreysti saksóknara smáríkis, sem steytti görn framan í viðskiptaveldi, sem velti þreföldum fjárlögum þess. Nú er viðskiptaveldið á brunaútsölu, en smáríkið reynir að vernda þegna sína og innviði, eftir alþjóðlegan áhættuakstur viðskiptamógúlanna.

Héldu viðskiptajöfrarnir, sem nú hafa skriðið í felur, að þeir ættu allskostar við pólitíska valdið í smáríkinu? Það er kannski ekki svo skrítið. Bretar halda það líka, þótt reynslan ætti að kenna þeim annað.


mbl.is Davíð: Varaði ítrekað við að bankar væru í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverð nálgun

Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfræði við HR, er líkast til snjallasti háskólahagfræðingurinn sem gefur almenningi álit í kreppunni. Ólafur hélt erindi á ársfundi ASÍ í dag og nefndi m.a að Íslendingar ættu sem allra fyrst að leita eftir aðild að evrópska myntkerfinu með fyrirheiti um fulla aðild að Evrópusambandinu í kjölfarið.

Þetta er áhugaverð nálgun hjá Ólafi, því hér er lagt til að farin sé öfug leið ef svo má segja. Hvað gerist ef við fáum aðild að myntkerfinu, en þráumst við að sækja um fulla aðild að Evrópusambandinu?


mbl.is Vill óháða erlenda úttekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru sanngjörn bankastjóralaun?

Eftir að nýr bankastjóri Kaupþingsbanka ríkisins upplýsti um launakjör sín hefur allt verið á öðrum endanum og launin sögð allt of há og hreint svínarí og ósvífni í kreppunni. Auðvitað má færa fyrir því rök að laun umfram laun Seðlabankastjóranna eða þá bara forsætisráðherrans, séu umfram það sem eðlilegt getur talist. En menn þurfa auðvitað að spyrja: Hvað kostar nýr bankastjóri? Var einhver fullburða í boði fyrir minna verð? Nú veit ég ekkert um það, en býst við því. Hann hefði kannski bara átt að neita að gefa upp launin, eins og stelpurnar í nýja Glitni og nýja Landsbanka völdu að gera, og losna þannig við allt þetta fjölmiðlafár og vesen.

Er ekki nauðsynlegt að upplýsa um laun kvennanna svo hægt sé að rétta hlut karlsins? Vart viljum við mismuna kynjunum, eða hvað?


Hvað ef ...?

Bretarnir hefðu nú ekki verið búnir að setja hryðjuverkalögin. Til hvaða úrræða hefðu þeir þá gripið? Stjórnmálamenn í vanda eiga það til að grípa til óyndisúrræða, eins og þeir kumpánar Brown og Darling gerðu núna. Almenningur ætti að gæta vandlega að því hvaða tól eru gefin stjórnmálamönnum til að vinna með, til að forðast misnotkun, eins og nú hefur gerst.

Það hlýtur að styttast í það að við slítum stjórnmálasambandi við Breta og segjum okkur úr Nato. Loftrýmiseftirlitið látum við svo sitja á hakanum yfir myrkustu og köldustu mánuðina og biðjum Rússa um að láta okkur vita hyggi þeir á langferðir.


mbl.is Gott dæmi um misnotkun laga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Georgía er ekki vinalaus

Segiði svo að tímar hinna pólitísku lána- og gjafasendinga sé liðinn!! Hér skortir ekki fé og framlög. Vesturveldin hafa fundið miklu sætari stelpu og þróttmeiri til fylgilags, en útslitna fjallkonu veðurbarna og lúna. Menn yngja upp.
mbl.is 4,5 milljarðar dollara til Georgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Faglegur blaðamaður að störfum?

Þessi frétt er ágætt dæmi um hvernig blaðamaður kokkar neikvæða frétt um stjórnmálamann, sem heldur fram sjónarmiðum sem eru honum ógeðfelld. Reynt er að draga upp þá mynd af stjórnmálamanninum, að hann sé nú hálfgert flón, sem óþarft er að taka nokkurt mark á. Hann hafi þráfaldlega vakið undrun og hleykslan með ummælum sínum. Rétt er að sósíalistar og annað lið á vinstri kanti stjórnmálanna hafa iðulega haft svefnlausar nætur yfir manninum og við það er ekkert að athuga og ekki undarlegt eða hneykslanlegt - heldur ofureðlilegt. Segiði svo að fjölmiðlamennirnir séu ekki pólitískir varðhundar og gæslumenn pólitískrar rétthugsunar!!
mbl.is Aznar undrast fjáraustur í barráttu gegn loftslagsbreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að semja með byssuhlaupið í kokinu

Forsætisráðherra stóð sig prýðilega í Kastljósi kvöldsins, en þáttarstjórnandanum Sigmari tókst illa að tjá reiði almennings. Það er engu líkara en að þessir sjálfskipuðu fulltrúar fólksins séu algerlega farnir á taugum.

Í einhverja daga höfum við sitið við samningaborð með breskri sendinefnd til þess að leita lausna á ágreiningsefni þjóðanna. Mikið er í húfi fyrir "litlasta" landið. Samt látum við það yfir okkur ganga, á sama tíma, að bresk stjórnvöld hafi okkur á lista yfir hryðjuverkamenn. Við ættum auðvitað ekki að ræða við þá af alvöru fyrr en þeir væru búnir að fjarlægja okkur af þeim lista og biðjast afsökunar á þeim leiðu mistökum að við skulum vera þar. Við eigum ekki að semja við menn sem stinga ísköldu bygguhlaupinu ofan í kokið á okkur. Samningsstaðan er ekki góð við slíkar kringumstæður.

Aukinheldur kemur ekki til greina að pína þjóðina til að greiða svimandi háar stríðskaðabætur vegna útrásarvíkinganna og stjórnvöld eiga ekki að ljá máls á greiðslum umfram það sem lög og reglur standa til. Allt svínaríið verður að komast upp á yfirborðið í öllum löndum áður en samningar, sem binda þjóðina í langtíma fátæktarfjötra, verða gerðir. Allt annað er tilræði við lífsafkomu þjóðarinnar í bráð og lengd.

Samningamenn okkar hljóta að gera þá kröfu að Singer&Friedlander bankinn, sem var breskur banki, í eigu Íslendinga, liggi ekki óbættur hjá garði. 


mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru bankar Íslands í tröllahöndum eða hvað?

Ég vona að það sé ekki einkum og sér í lagi vegna viðskipta við íslenska banka, sem Bayern LB þarf að leita ásjár þýskra stjórnvalda. Eru vandræði okkar í Bretlandi og Hollandi og Skandinavíu að breiða sig víðar um lönd? Er vandinn ljótari er stjórnvöld hafa þorað að upplýsa um? Ef svo er þurfa stjórnvöldin kannski að fara að huga að alþjóðlegum handtökutilskipunum gagnvart útrásarvíkingunum, sem hafa gufað upp á undanförnum vikum. Við kannski gerum verktakasamning við CIA um fangaflutningana?
mbl.is BayernLB leitar aðstoðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er enn veik von fyrir Westan?

Ingibjörg Sólrún hefur gert Rice utanríkisráðherra grein fyrir stöðu fjármálakerfisins. Það er örugglega betra að gera það svona milliliðalaust, þótt bandaríska sendiráðið á Íslandi sé örugglega búið að senda vestur heilu greinargerðarbunkana um ástand og horfur á Íslandi. Það er bara ekki víst að rétta fólkið lesi stöffið.

Það er ágætt að ungfrú Rice lýsi áhyggjum og ætli að taka málið upp við aðra fulltrúa bandarískra stjórnvalda. Hún ætti kannski að fá Bush í lið með sér og tala við strákana í amríska Seðlabankanum. Vandinn er bara sá að útrásarvíkingarnir eru búnir að koma slíku óorði á land og þjóð, að allir líta á okkur sem efnahagslega holdsveikisjúklinga, sem best sé að halda sér sem lengst frá. Áratuga bandalags- og vináttubönd hafa trosnað eða algerlega slitnað. Hún er mikil ábyrgð þessara snillinga. Ég segi ekki meir


mbl.is Rice og Ingibjörg ræddu saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á dauða mínum átti ég von

En ekki því að vera sammála Ögmundi Jónassyni. Auðvitað er það rétt að engri átt nær að hengja kynslóðir framtíðarinnar á skuldaklafa til þess eins að greiða upp óreiðuslóða fárra fífldjarfra kaupsýslumanna. Maður óttast mjög að eignir bankanna í útlöndum hrapi svo í verði að lítið komi upp í skuldbindingar þeirra. Fréttir benda til að svo sé. Skilaboð þjóðarinnar eiga að vera skýr:"VIÐ BORGUM EKKI".
mbl.is Rangt að skuldbinda ófædd börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband