Leita í fréttum mbl.is

Eiga bankar að vera í ríkiseigu?

Hún ætlar að verða lífsseig þessi sérkennilega umræða um að nauðsynlegt sé að rannsaka svokallaða einkavæðingu bankanna. Rannsókn á þessu er ekkert annað en pólitískur rannsóknarréttur. Það er ekkert náttúrulögmál að bankar skuli vera í höndum ríkisins (les: stjórnmálamanna), frekar en fiskimið, land, vatn eða verslun með vörur og þjónustu. Þetta er hins vegar pólitískt ágreiningsefni, og slíkur ágreiningur varðar ekki við lög.

Þótt illa hafi tekist til um rekstur bankanna eftir að þeir hurfu úr ríkiseigu, réttlætir ekki að horfið verði til fyrra eignarhalds.

Sannleikurinn er sá að rannsókn á einkavæðingu bankanna, úr því sem komið er, ætti að vera rannsóknarefni sagnfræðinga, en ekki pólitískra rétttrúnaðarmanna, fyrir utan þau ósköp að ágæt rannsókn hefur nú þegar farið fram af hálfu ríkisendurskoðunar.

Ef menn vilja rannsaka þessa einkavæðingu eitthvað frekar, væri réttast að Vg eða þá Sf setti sínar eigin rannsóknarnefndir á laggirnar eða bara kalli á "Roy til að róa liðið". Og þá fyrir eigin reikning. 


mbl.is Einkavæðing bankanna verði rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband