Leita í fréttum mbl.is

Var vinstri andstaðan í Samfylkingu ofurliði borin?

Stefnuyfirlýsing hinnar nýju ríkisstjórnar er um margt óljós, nánast eins og óútfylltur tékki. Forsætisráðherra lýsti verklaginu við myndun stjórnarinnar ágætlega í sjónvarpinu í kvöld, þegar hann sagði að menn hefðu ekki verið að reyna að sannfæra hvorn annan um ágæti sjónarmiða sinna. Niðurstaðan varð því óhjákvæmilega bærileg samsuða úr nýlegum landsfundarályktunum Sf og Sjálfstæðisflokks, sem flestir landsmenn geta í reynd samsinnt í aðalatriðum. Báðir flokkar geta því sæmilega unað við sitt, sem og landslýður allur. Engum bátum verður ruggað, en við því má búast að ríkisútgjöld verði umfram gott hóf, eins og gjarnan gerist við þátttöku sósíalista í ríkisstjórnum. Náist hins vegar markmið ríkisstjórnarinnar í efnahags- og atvinnumálum, þurfa vinnufúsar hendur hér á landi engu að kvíða. En sé eitthvað eftir af róttækum vinstrimönnum í Sf geta þeir farið að flýta sér yfir í Vg, ef þeir eru ekki þegar farnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

  hæ bara að kíkja á þig og segja hæ. 

Linda, 26.5.2007 kl. 12:16

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gústaf, Samfylkingin er Alþýðuflokkurinn, VG er Alþýðubandalagið, ekkert breyttist nema nöfnin. Þannig þetta er rétt hjá þér, ef einhverjir rótttækir "kommar" eru eftir í Samfylkingunni þá ættu þeir að drífa sig í Vg.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.5.2007 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband