Leita í fréttum mbl.is

Hvað eru sanngjörn bankastjóralaun?

Eftir að nýr bankastjóri Kaupþingsbanka ríkisins upplýsti um launakjör sín hefur allt verið á öðrum endanum og launin sögð allt of há og hreint svínarí og ósvífni í kreppunni. Auðvitað má færa fyrir því rök að laun umfram laun Seðlabankastjóranna eða þá bara forsætisráðherrans, séu umfram það sem eðlilegt getur talist. En menn þurfa auðvitað að spyrja: Hvað kostar nýr bankastjóri? Var einhver fullburða í boði fyrir minna verð? Nú veit ég ekkert um það, en býst við því. Hann hefði kannski bara átt að neita að gefa upp launin, eins og stelpurnar í nýja Glitni og nýja Landsbanka völdu að gera, og losna þannig við allt þetta fjölmiðlafár og vesen.

Er ekki nauðsynlegt að upplýsa um laun kvennanna svo hægt sé að rétta hlut karlsins? Vart viljum við mismuna kynjunum, eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband