Leita í fréttum mbl.is

Obama, lærifaðir Tyrkja?

Það er nú ekki beinlínis svo að Bandaríkin raði öðrum ríkjum á jötuna hjá Evrópusambandinu. Eiginlega hafa þau ekkert með það að gera. En stórveldið vill hjálpa sínum, sem eðlilegt er og lætur því vita af því að það sé þeim þóknanlegt að Tyrkir eigi aðild.

Nú heyrði ég ekki ræðu Bandaríkjaforseta í tyrkneska þinginu, en skyldi hann hafa bent þeim á það að þeir þurfi að laga ýmislegt í löggjöf sinni, áður en Evrópuríkin svo mikið sem hugleiða að veita þeim inngöngu? Ætli hann hafi bent þeim á sömuleiðis að stjórnmálamenn ráða ekki efni fjölmiðla á Vesturlöndum, en sá misskilningur Tyrkjanna varð augljós, þegar þeir lögðust gegn skipan Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, í stöðu framkvæmdastjóra NATO, vegna þess að ekki vildi hann banna myndbirtingar í dönskum blöðum, sem voru einhverjum trúarofstækismönnum lítt þóknanlegar, eða banna rekstur fjölmiðils í Kaupmannahöfn, sem rekinn var af minnihlutahópi, sem býr innan landamæra Tyrklands og kallast Kúrdar.

Myndi heilvita maður leggja til að ofbeldismaður fengi bústað á kærleiksheimili?


mbl.is Obama: Ítrekar stuðning við inngöngu Tyrklands í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það hefur verið umdeilt hvort veita ætti Tyrkjum inngöngu í ESB en landið virðist hafa komist til móts við ýmis skilyrði ESB t.d. um afnám dauðarefsingar og auknum kvenréttindum. Tyrkland er auðvitað að hluta til í Evrópu og margir telja þá eiga mikla samleið með hinum vestræna heimi. Ég held að við getum ekki haldið landinu utan ESB til lengri tíma og sjálfsagt að bjóða þá velkomna haldi þeir áfram á réttri braut mannréttinda.

Hilmar Gunnlaugsson, 6.4.2009 kl. 21:53

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þér er það nú greinilega ekki ljóst Hilmar minn að Tyrkir eru langt frá því að uppfylla inngönguskilyrði Evrópusambandsins. Þeir munu samt sækja fast á um inngöngu og ýmsar undanþágur. Íbúar landsins eru og fleiri en í nokkru Evrópulandi. En hví skyldum við hafa áhyggjur, að minnsta kosti ætla ég ekki að vera með þeim í Evrópusambandinu. Hvað með þig?

Gústaf Níelsson, 6.4.2009 kl. 22:31

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Vissulega eiga þeir eftir að uppfylla ýmis skilyrði og ég nefndi einungis að ég teldi þá vera á réttri braut.

Það lítur raunar ekki út fyrir að bæði löndin gangi í sambandið á næstunni og sjálfur hef ég enga sérstaka skoðun myndað mér á ESB. Mér þykja bæði margir kostir og gallar við sambandið og tel erfitt að meta hvort innganga okkar í það sé rétt eða ekki. Ert þú sjálfur með eða á móti sambandinu?

Hilmar Gunnlaugsson, 6.4.2009 kl. 22:52

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Vart getur það verið rétt braut hjá Tyrkjunum að halda að stjórnmálamenn ráði efni fjölmiðla? Sýnir aðeins hvað þeir eru aftarlega á merinni. Ég tel það beinlínis hættulegt fyrir smáþjóð í stóru landi og gjöfulu, að gangast Evrópusambandinu á hönd. Yfirgnæfandi líkur á því að þjóðin glataði sjálfstæði sínu á einum mannsaldri. Eða ættum við kannski að bjóða milljón Tyrki velkomna til landsins?

Gústaf Níelsson, 6.4.2009 kl. 23:07

5 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Tyrkneskir stjórnmálamenn hafa engin ítök í Dönskum en fóru réttilega fram á að beðist væri afsökunar á ósmekklegum myndum sem dagblöðin birtu. Sama myndum við Íslendingar ábyggilega gera ef hatursáróður væri birtur um okkur í Danmörku.

Telur þú virkilega líklegt að milljón tyrkir komi til landsins ef við göngum í ESB? Er þetta ekki frekar langsótt hjá þér?

Hilmar Gunnlaugsson, 6.4.2009 kl. 23:20

6 Smámynd: Gústaf Níelsson

Klerkar og stjórnmálamenn í hinum islamska heimi voru einfaldlega látnir vita af því að við ritskoðum ekki fjölmiðla okkar í því skyni að þóknast þeim. Ég held að það væri hollt fyrir þig og upplýsandi að lesa bókina Íslamistar og naívistar eftir Karen Jespersen og Ralf Pittelkow. Þegar lestrinum er lokið skal ég benda þér á frekari litteratúr.

Gústaf Níelsson, 6.4.2009 kl. 23:39

7 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég sá eitt sinn vitnað í setningu úr þeirri bók hér á blogginu, mér fannst þetta óttalega hatursfullt og undarlegt að kalla þá sem vilja múslímum vel "naívista".

Hilmar Gunnlaugsson, 6.4.2009 kl. 23:55

8 identicon

Heill og sæll; Gústaf, líka sem aðrir þeir, hverjir geyma hans síðu og brúka !

Hilmar minn !

Ég hygg; með fullri virðingu, fyrir þínum vísdóm, á fjölfræðanna sviðum, að lítt tjái þig, að þverskallast, við minn forna vin, Gústaf Níelsson - og það; um málefni Litlu- Asíu, hver var jú, um alllangt skeið, hluti míns kæra fornveldis; Miklagarðsríkis (Austur- Rómverska ríkisins og Rétttrúnaðar kirkjunnar).

Hæfir lítt; fá kunnandi mönnum (ég er þó; í stopulum stundum, að lesa mér til, þó slitrótt sé), sem mér og þér; Hilmar minn, að bera nokkrar þær brigður, á kunnáttu Gústafs - jafnt; um þetta viðfangsefni, sem mörg annarra.

Hilmar minn ! Það er engin minnkun að; að viðurkenna fákunnáttu nokkra, þó svo viðkomandi sé allvel að sér, um aðra þætti - í flóru þessa heims okkar.

Með; hinum beztu kveðjum, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 00:39

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna fekkstu að heyra það, Hilmar!

Jón Valur Jensson, 7.4.2009 kl. 01:43

10 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þú ættir að lesa bókina um Biederman og brennuvargana, Hilmar. Vesturlandabúar eru orðnir svo smeykir við múslima í sínum eigin löndum, að þeir tipla á tánum í kringum þá af ótta við hugsanleg viðbrögð þeirra. Við erum eins og kona í ofbeldissambandi, sem þorir hvorki að æmta né spræmta af ótta við að karlófétið lemji hana. Viltu búa í þannig samfélagi Hlmar sæll?

Gústaf Níelsson, 7.4.2009 kl. 10:21

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það var löngu tímabært að þú færir að skrifa hér á Moggabloggið af krafti, minn kæri Gústaf, og pundaðu nú snörpum og mörgum pistlum á þessi óþjóðlegu öfl sem eru að reyna að troða okkur undir klafa evrópska risans á völtu fótunum.

Einhvern tímann var talað um papírstígrisdýr, en EBé er tröll sem haldið er þvílíkri uppdráttarsýki, að það hefur ekki einu sinni getu til að viðhalda sér, og þá liggur beinast við fyrir það að islamíserast með því að bjóða Tyrkjum húsaskjól og jafnvel fleiri múslimaþjóðum, eins og Obama virðist gefa í skyn (vill hann sjálfur Mexíkó í sitt ríkjasamband?), -- enda gæti þessum sósíalistum í EBé ekki verið meira sama um stöðu kristindóms í álfunni, og þeir brjóta daglega gegn honum með sínum massífu fósturvígum, sem eru að kalla bölvun yfir alfuna, sbr. pistil minn í dag.

Og vertu svo kært kvaddur.

PS. Ertu kominn í starf á nýrri úvarpsstöð? Lát heyra, og bloggaðu um það.

Jón Valur Jensson, 7.4.2009 kl. 10:57

12 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það tók aldir að hrekja Tyrki út úr Evrópu og svo kemur Bandaríkjaforseti og vælir í þjóðunum, sem hröktu þá af höndum sér, að bjóða þá velkomna undir merkjum Evrópusambandsins. Þótt ég sé enginn aðdáandi þessa ágæta sambands, get ég alveg ímyndað mér öll vandræðin og vesenið sem yrði samfara aðild Tyrklands. Það væri eiginlega mátulegt á Brussell-valdið að fá Tyrki í heimsókn.

Ekki er ég nú kominn til starfa á nýrri útvarpsstöð Jón Valur,en ég hef heimsótt strákana á Lýðvarpinu fm100,5 og spjallað um fréttir í hádeginu við þá. Það getur stundum verið fjörugt en þar ræður ríkjum hinn kunni "jólasveinn" og baráttumaður Ástþór Magnússon

Gústaf Níelsson, 7.4.2009 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband