Leita í fréttum mbl.is

Pólitískt Stalíngrad Sjálfstæðisflokksins

Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins halda honum í pólitískri herkví, svo hann má sig vart hræra. Úr þessum katli þarf að komast, ef ekki á illa að fara. Nú þarf að taka djarfar ákvarðanir og pólitíska forustu fyrir framtíð lands og þjóðar.

Í nærri tvöhundruð daga hefur þjóðin hlustað á hundrað hagfræðinga greina frá því hvað úrskeiðis hefur farið. En þjóðin er í reynd engu nær, þótt eitt og annað hafi skýrst. Nú þurfa stjórnmálamennirnir að taka af skarið, hætta öllum spegúlasjónum og eyða óvissu hjá þúsundum landsmanna um framtíðina og tala kjark í fólk. Nú duga engin kjaftagangsstjórnmál. Nú þarf framkvæmdastjórnmál með öfluga pólitíska framtíðarsýn. Gæli einhver við þá hugsun að framtíðarsýnin sé í boði Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Jóhanns, er rétt að sá hinn sami ýti henni frá sér og láti ekki glepjast.

Nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins þarf að sýna að hann hafi getu til pólitískrar forustu. Það yrði ekki góð byrjun hjá honum að flokkurinn fengi verstu útreið sögunnar í kosningum. Að minni hyggju þarf hann að hafa forustu um það að Íslendingar taki upp nýjan gjaldmiðil einhliða, hvort sem er evra eða dalur, því það hafa hagfræðingarnir þó kennt okkur að jafnlítið myntsvæði og það íslenska, sem er galopið í þokkabót, rís ekki undir eigin gjaldmiðli við slíkar aðstæður. 

Tími aðgerða er runninn upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband