Leita í fréttum mbl.is

Össur og landsölusamningarnir

Auðvitað var við því að búast að utanríkisráðherra Hollands myndi hringja í íslenskan starfsbróður sinn og þrýsta á um samþykkt alþingis á skuldbindingum, sem þjóðin getur ekki risið undir. Sjálf Evrópusambandsaðildin er undir, og hr. Verhagen veit vel hve Samfylkingin er veik fyrir Brussellvaldinu. Ef einhvern tíman í Íslandssögunni væri hægt að tala um landsölusamninga, þá er það núna. Ætlar Össur að standa fyrir mögnuðustu landsölusamningum Íslandssögunnar? Látum á það reyna.

Mér er sagt að eigendur Icesave reikninga í Hollandi hafi að stofni til verið velsett þotulið, sem hafi pólitísk áhrif í landinu og beiti nú ríkisvaldinu til að fá allt sitt til baka, og sætti sig ekki við þá staðreynd að græðgin hafi í reynd orðið því að falli. 

Er Össur kominn í vinnu fyrir þotulið Hollands og Bretlands á kostnað stritandi íslenskrar alþýðu?


mbl.is Þrýst á Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er dálítið seint í rassinn gripið að lýsa því yfir að við getum ekki borgað þegar íslenskum bankamönnum hefur þegar verið leyft að veðsetja þjóðina. Því er rétt að vísa þessu máli til föðurhúsanna, til þeirra sem áttu að standa vaktina -- en gerðu það ekki -- þegar bankarnir uxu þjóðinni yfir höfuð. Ef einhver stjórnmálamaður seldi landið, þá var það Davíð Oddsson, maðurinn sem var forsætisráðherra þegar bankarnir voru seldir og seðlabankastjóri þegar þeir söfnuðu innlánum í gríð og erg í útlöndum. En við sitjum ekki aðeins uppi með vandann -- Icesafe skuldirnar -- heldur einnig DO sem hefur ekki einu sinni samvisku til að skammast sín.

Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 23:36

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ég deili ekki hatri með þér í garð DO, þótt hann sé ekki fullkominn fremur en aðrir dauðlegir menn. En haldir þú Gunnar að samningur um Icesave sé einhver fortíðarvandi, ferðu villur vegar. Þetta eru ekkert annað er landsölusamningar, sem kúga á okkur til að gera í krafti þess að Íslandi liggi einhver ósköp á inní ESB. Íslandi eru aftur á móti allir vegir færir án ESB.

Ég held að þú gerir þér enga grein fyrir því hvílíkar upphæðir eru á þessum Icesave-reikningi fyrir 160.000 vinnandi hendur.

Gústaf Níelsson, 21.7.2009 kl. 23:50

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það væri almenningi í landinu til nokkurs hagræðis ef ríkisstjórnin gæti komið sér saman um hvort ESB aðildarumsóknin sé háð Icesave samningnum eða ekki. Það er til að æra óstöðugan að átta sig á boðunum sem þaðan berast.

Gott að Össur áttaði sig á því, þótt seint væri, að íslenskir kjósendur kæra sig ekki um láglandahótanir. 

Ragnhildur Kolka, 22.7.2009 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband