Leita í fréttum mbl.is

Lögreglustjórar fara mikinn

Nú um stundir mæðir mikið á lögreglustjórum landsins og þeirra starfsfólki. Sjálfur ríkislögreglustjórinn brýnir þingmenn til hertrar refsilöggjafar, svo koma megi böndum yfir fjárglæframenn. Fíkniefnalöggur fullyrða að ekki verði komist yfir að stöðva alla þá framleiðslu kannabisefna, sem vitað er um í landinu, vegna manneklu, og stjórnendur Vogs segja okkur að fíklum fjölgi. Skipulögð alþjóðleg glæpastarfsemi hefur skyndilega orðið umfangsmeiri en nokkurn óraði fyrir og svona má lengi telja.

Allt hófst þetta eiginlega á því að ung ógæfukona kom með flugi til landsins og vakti á sér athygli flugliða með dólgslegri háttsemi um borð í flugvélinni. Þetta varð til þess að lögreglu var gert viðvart, eins og reglur gera ráð fyrir. Lögregla var ekki í neinum vafa. Hér væri á ferðinni mansalsmál. Nú hefur þetta meinta mansalsmál heldur betur undið upp á sig.  Fjöldi fólks situr í gæsluvarðhaldi og lögregla telur sig væntanlega vera að vinna grundvallarstarf í baráttu við alþjóðlega glæpastarfsemi. Ég ætla rétt að vona að lögreglan uppskeri í samræmi við sáninguna, svo ekki falli á hana sá grunur að aðgerðagleði hennar nú um stundir verði rakin til þess að fjárlög eru nú til meðferðar á alþingi.

Vonandi verður í framhaldi rannsóknar lögreglu á þessum umfangsmiklu málum gefnar út ákærur og einhverjir sakfelldir með dómi. Ef ekki, er rétt að fólk passi sig á löggunni í september og október ár hvert, þegar fjárlögin eru í meðferð alþingis.

Auk þess legg ég til að Ísland hætti þessu Schengensamstarfi í því skyni að forðast frálsa landgöngu glæpalýðs til landsins.


mbl.is Farið fram á gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Við þurfum fleiri fangelsi og ódýrari. Úti um land eru tómar skemmur sem vel mætti hita upp og nota undir fanga. Þetta myndi líka styrkja dreifbýlið.

Baldur Hermannsson, 21.10.2009 kl. 19:03

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Alveg sammála þér um þetta Baldur. Fimmstjörnufangelsi eru óþörf. Hins vegar verður enginn sendur í fangelsi án ákæru og dómsfellingar.

Gústaf Níelsson, 21.10.2009 kl. 19:29

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Refabúin til dæmis, þar mætti nú hýsa margan mansalsgarpinn.

Baldur Hermannsson, 21.10.2009 kl. 19:43

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Vart flokkast mansal undir garpsskap Baldur? En refabú eru ekki slæm.

Gústaf Níelsson, 21.10.2009 kl. 21:10

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

garpsskapur undirheimanna er allur með öfugum formerkjum

Baldur Hermannsson, 21.10.2009 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband