Leita í fréttum mbl.is

Lýðræðið kært til Mannréttindadómstólsins

Það er nú svosem í stíl við annað að múslimi, fæddur í Alsír, mótaður af menningu sem fyrirlítur frelsi og lýðræði Vesturlanda, skuli hafa orðið til þess að krefjast þess að Mannréttindadómstól Evrópu úrskurði hvort lýðræðið í Sviss sé á skjön við Mannréttindasáttmála Evrópu. Fyrir okkur venjulegt fólk sem erum mótuð af lýðræðislegum stjórnarháttum og hugarfari virkar svona háttarlag eins og hver önnur skrípakrafa og það yrði skelfilegt ef Mannréttindadómstóll kæmist að þeirri niðurstöðu að taka svona kæru til efnislegrar meðferðar, hvað þá meira.

Er einhver sem vill halda því fram með gildum rökum að trúfrelsisákvæði sem komust inn í stjórnarskrár Evrópulanda á 19. öldinni hafi yfirleitt gert ráð fyrir því að menn gætu iðkað Íslam? Nei það gerði enginn ráð fyrir því. Þessi ákvæði hafa verið túlkuð langt umfram það sem upphaflega var ætlað. Það er miður.


mbl.is Bænaturnabannið kært til Mannréttindadómstólsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Af hverju ætti að leyfa iðkun nokkura trúarbragða? Stjórnvöld taka trúarbrögð til sinnar valdabaráttu.

Þar eru kristnir ekki skárri en aðrir? Þeir bara koma með einhverja röksemdarfærslu sem allir eiga að gleypa við blindandi og án réttmætrar gagnrýni.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.12.2009 kl. 21:36

2 Smámynd: Jón Magnússon

Það kann að vera spurning um það hvort það sé brot á mannréttindasáttmála Evrópu að banna bænakallsturnana.  Bann við þeim meinar fólki þó ekki á neinn hátt að iðka trú sína.

Það að  ætti að skoða í leiðinni hjá Mannréttindadómstól Evrópu hvort öll fyrirmælin sem múslimum eru gefin standast miðað við mannréttindasáttmála Evrópu. Gæti verið að menn kæmust að þeirri niðurstöðu að það sé ekki bara spurning um trúarbrögð heldur um grundvallarréttindi einstaklinga og algild mannréttindi sem fólk hefur fengið eftir alda baráttu. Kemur til greina að gefa afslátt af mannréttindum?

Jón Magnússon, 16.12.2009 kl. 21:43

3 identicon

Finnst þér þú ekki vera að alhæfa full mikið um þennan mann frá Alsír Gústaf?  Eða þekkir þú hann persónulega?

Og hvernig kemst þú að þeirri niðurstöðu að þar sem þetta er ákvörðun tekin með því beina lýðræði sem er notað í Sviss þá sé hún á einhvern hátt friðhelg frá athugasemdum um brot á lýðræði?

Trú og sannfæringarfrelsi er lögfest í 9. grein Mannréttindasáttmála Evrópu og ákvarðanir lýðræðislegra kjörinna ríkisstjórna hinna ýmsu ríkja hafa í gegnum tíðina verið skoðaðar með hugsanleg brot á þeim í huga. 

Eru þessi svissnesku lög eitthvað rétthærri gagnvart dómstólnum en lög annarra ríkja vegna þess að þau er ákveðið með þjóðaratkvæði.

Svo sýnist mér nú á skrifum þínum að þú hafir ekki mikla þekkingu á dómaframkvæmd MDE vegna þessarar greinar - þannig hefur dómstólinn oft komist að þeirri niðurstöðu að í vissum tilfellum megi hefta trúfrelsi fólks og það er einfaldlega kolrangt hjá þér að þau hafi verið túlkuð umfram það sem ætlað var.

Þessi pistill þinn gerir voðalega lítið annað en að upplýsa okkur hin um þína eigin fordóma.

Hvað ef samþykkt væri í atkvæðagreiðslu í Sviss að rauðhærðir fengu ekki að fara í bíó eða að múslimar mættu ekki eiga fyrirtæki

Væri það líka allt í lagi vegna þess að meirihlutinn ræður?

Og hvernig í ósköpunum færðu það út að það væru skrípalæti ef MDE tæki þetta mál til efnislegrar meðfeðrar

Svo má líka benda þér á að múslimar voru í Evrópu á 19. öld -heldur þú að þegar trúfrelsisákvæði voru sett inn í stjórnarskrár Evrópulandi hafi þeim bara verið ætlað að vernda kristið fólk?

Trúfrelsisákvæði MSE er ekki frá 19. öld og verndar rétt manna til hverrar þeirrar sannfæringar sem þeir kunna að hafa svo lengi sem hún er ekki hreinlega hættulega almannahagsmunum eða brjóti gegn almennu siðgæði.

Cicero (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 22:03

4 identicon

"brot á mannréttindum" á þetta að vera þarna í síðustu línu annarar málsgreinar

Cicero (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 22:04

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Síðuhöfundur er aftarlega á merinni. Hann skilur ekki hugtakið mannréttindi. Hann er í sömu sporum og múslimi sem vill ekki leyfa kristna kirkju með turni á landi þar sem íslam er ráðndi trú. Alltaf eru það afturhaldsseggir allra landa sem standa fyrir óstandinu. Ef það ríkir trúfrelsi í Sviss þá eru það mannrérttindabrot að leyfa trúuðum ekki að byggja sín tilbeiðlsuhús. Jafnvel þótt lýðræðislegur meirihluti vilji banna turninn.

Þessi skrif Gústafs eru óborganleg: „Er einhver sem vill halda því fram með gildum rökum að trúfrelsisákvæði sem komust inn í stjórnarskrár Evrópulanda á 19. öldinni hafi yfirleitt gert ráð fyrir því að menn gætu iðkað Íslam? Nei það gerði enginn ráð fyrir því. Þessi ákvæði hafa verið túlkuð langt umfram það sem upphaflega var ætlað. Það er miður.“

Hann er á því að trúfrelsisákvæði séu ekki trúfrelsisákvæði! Og hann sýnir að turnamálið er ekki ekki „málið“ sem allt snýst um í hans huga. Gústaf er á móti einni tegund trúar í nafni „lýðræðis“ og „trúfrelsis“.

Hjálmtýr V Heiðdal, 16.12.2009 kl. 22:14

6 identicon

Heill og sæll; Gústaf - og þið önnur, hér á síðu hans !

Hjálmtýr !

Eiga það; að vera mannréttindi eins - að brjóta þau hin sömu, á öðrum, í þessu tilviki; margrómaðra gestgjafa sinna, suður í Mið- Evrópu, kvikmynda frömuður snjalli ?

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 22:33

7 identicon

Hvað hefur trúfrelsi með bænaturna að gera? Þið eruð alveg að misskilja. Andstæðan við trúfrelsi er að ef þú trúir ekki á það sem þú átt að trúa á, þá ertu settur í fangelsi, drepinn eða e-ð þessháttar (td. það sem Hitler gerði).

Að meiga ekki byggja bænaturna hefur ekkert með trúfrelsi að gera.

Skapti (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 23:48

8 identicon

Að meina turnana kemur trúarbrögðum ekkert við - þeir eru hljóðmengun allt árið um kring og æra óstöðuga.

Þegar ég læt vekjaraklukkuna hringja kl.6 að morgni, þá er það fyrir mig,en ekki alla borgina.

Múslimar mega góla úr sér vitið í sínum heimalöndum, en þeir eiga að láta aðrar þjóðir í friði.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 23:53

9 identicon

V.Jóhannsson: Enda væri þetta bann réttlætanlegt ef þeir hefðu bannað kirkjuklukkur í leiðinni, en þeir gerðu það ekki.

Þegar þú banna trúarkall hjá einum trúarbrögðum en ekki örðum þá er það augljóslega orðið misrétti.

Geiri (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 00:23

10 Smámynd: Páll Jónsson

Að mega ekki byggja bænaturna hefur neikvæð áhrif á frelsi fólks til að iðka trú sína, sem MDE hefur margviðurkennt að sé hluti af trúfrelsinu. 

Hvort að þetta sé takmörkun sem MDE telur óásættanlega er annað mál en það er tómur barnaskapur að láta eins og þetta komi trúfrelsi ekki við.

Páll Jónsson, 17.12.2009 kl. 01:07

11 identicon

Skapti.... nei, þessi túlkun þín á trúfrelsi er alröng

Í trúfrelsi felst réttur mann til að iðka trú sína, í henni felst reyndar lika réttur til að trúa ekki..

Cicero (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 01:39

12 identicon

Það vita allir það sem vilja vita að Múslimamenningu fylgja bara hörmungar. þessu verður að setja skorður. Viljum við bann á svínakjöt?konur í búrkur? eða miðaldahugsun og siði þessara villimanna sem vilja girfta börn og jafnvel drepa dætur sínar gefi þær röngum manni auga?? Nei. Þetta þarf að stoppa!

óli (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 07:25

13 Smámynd: Muddur

"Trúfrelsi" ofar lýðræði er afar vafasamt. Ég segi trúfrelsi innan sviga, því ég get ekki séð að það sé nauðsynlegt íslamstrúarfólki til sinnar trúariðkunar að hafa bænaturn á hverju horni. Það eru jú til handhægar klukkur sem hægt er að bera á sér, og hægt er að stilla til að hringja á tilteknum tímum sólarhrings, svo menn viti nú hvenær þeir eigi að tilbiðja guðinn sinn. Svisslendingum þykir hávaðamengun fylgja þessum bænaturnum og vilja þá þ.a.l. ekki í sínu nágrenni, enda hefur þessi þjóðaratkvæðagreiðsla sýnt að meirihluti þeirra er á móti þessum turnum. Ef meirihluti Svisslendinga er á móti kirkjuklukkum, jóðli á almannafæri eða einhverju álíka, þá er alveg sjálfsagt að þeir hafni slíku í þjóðaratkvæði líka.

Ef ekki má hrófla við neinu, vegna brots á trúfrelsi, er þá ekki alveg jafn sjálfsögð krafa að múslimar fái í krafti trúar sinnar að krefjast þess að konur þeirra og dætur fái að hylja sig frá toppi til táar á almannafæri og vinnustöðum, óviðkomandi karlmönnum verði bannað að tala við þær, stúlkubörnum verði ekki gert skylt að ganga í skóla nema sérstaka íslamska skóla, svínakjöt verði tekið af matseðli opinberra stofnanna, vínveitingastaðir verði bannaðir, refsiviðurlög verði sett gegn kynlífi utan hjónabands og framhjáhaldi og öll trúarbragðafræðsla verði felld niður í skólum, þar sem hún er móðgun við þeirra guð og þar með þeirra trú. Þetta er jú allt eitthvað sem mörgum múslimum þykir mikilvægt trúariðkun sinni og því eintómir fordómar og tillitsleysi að verða ekki við svo léttvægum kröfum.

Muddur, 17.12.2009 kl. 09:19

14 identicon

Þetta er áhugaverð umræða, og blogghöfundur hefur alveg rétt fyrir sér.

Við íslendingar höfum nú möguleika á að gera ekki sömu mistökin og nágrannalönd okkar hafa gert í samskiptum við íslam og múslima. Íslam er stjórnmálalegt heimsvaldaafl sem boðar að allir skuli lúta íslam og sharía að fyrirmynd spámannsins Múhameðs, sem var ekkert annað en villimaður, sadisti, morðingi og nauðgari. Trúarhlið íslams er einungis lítill hluti þessa fyrirbæris. Múslimskur karlmaður vill frekar biðjast fyrir í hópi karla með látum og köllum, helst svo fréttamenn fylgist með, þannig fáum við pólitísk ógnandi skilaboð: við erum sterkir, spámaður okkar er sterkur, hann drap alla sem höfnuðu íslam.

Klerkar múslima predika reglulega árásir á annað fólk og eyðingu vestrænnar menningar. Ímamar múslima á vesturlöndum kveða upp dauðadóma yfir stúlkum sem taka kristna trú eða eru í ástarsambandi við kristna menn. Böðlarnir eru feður og bræður sem fá loforð ímamsins um vist í paradís. Allt er þetta stutt boðskapi úr Kóraninum og trúartextum múslima; bókmenntum skrifuðum af einhverjum mestu fjöldamorðingjum síns tíma.

Stjórnarskrá okkar er í raun okkar vörn en þar segir um trúfrelsi: "3. gr. [Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.]1)". Samkvæmt þessu er íslam í andstöðu við stjórnarskrá okkar, þar sem kennd er kúgun kvenna, gyðingahatur, réttlæting morða, allt sem Múhameð gerði er gott, kynferðislegt ofbeldi gegn börnum o.fl. o.fl. Sorry, ef íslam á að uppfylla stjórnarskrá okkar þarf að eyða heilu köflunum úr Kóraninum og brenna alla Ævisögu spámannsins, eftir það er íslam ekki íslam, heldur eitthvað annað.

Þið ykkar sem verjið íslam verðið bara að átta ykkur á að þetta fyrirbæri er arfleið villimanna og morðinga og verður aldrei neitt annað. Þið viljið í raun verja fólkið, múslimana, sem er góðra gjalda vert, en hjálpið þá þessu fólki með því að bjarga því frá íslam. Margir múslimar lifa í ótta við íslam og eiga yfir höfði sér dauða ef þeir hafna íslam. Múslimar þurfa frelsun frá íslam.

Brynjar (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 09:27

15 identicon

Ég byð flesta hérna sem taka þátt í þessari umræðu að skoða aðeins þá fordóma sem þeir eru með, hvort þeir séu á rökum reistir og hvort þeir séu mannskemmandi og hvort að samskonar fordómar séu ekki kveikjan af ofbeldi og kúgun út í heimi (eða hugsanlega hjá sjálfum ykkur líka).

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 10:04

16 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Augljóslega er fullt af fólki sem skilur ekki hvað felst í trúfrelsi og hvað mannréttindi og jöfnuður þýða. Þar á meðal er síðuhaldarinn Gústaf.

Og þessir sömu aðilar eiga meira sameiginlegt með þeim sem þeir þykjast andæfa en venjulegu fólki sem þekkir lýðræði og vill vernda mannréttindi.

Hjálmtýr V Heiðdal, 17.12.2009 kl. 10:10

17 identicon

Það er alveg ljóst að hér skrifa nánast allir af vanþekkingu.... eins og ég benti á hér ofar þá hefur MDE Evrópu í dómaframkvæmd samþykkt ýmsar skorður á trúfrelsi... þannig komst hann t.d. að þeirri niðurstöðu að það að banna slæður í skólum í Tyrklandi væri ekki brot á trúfrelsisákvæði MSE

En að mótmæla því að dómstóllinn fái þetta mál til umsagnar er firra

Cicero (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 12:16

18 identicon

Stjórnarskrá okkar er í raun okkar vörn en þar segir um trúfrelsi: "3. gr. [Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.]1)". Samkvæmt þessu er íslam í andstöðu við stjórnarskrá okkar, þar sem kennd er kúgun kvenna, gyðingahatur, réttlæting morða, allt sem Múhameð gerði er gott, kynferðislegt ofbeldi gegn börnum o.fl. o.fl. Sorry, ef íslam á að uppfylla stjórnarskrá okkar þarf að eyða heilu köflunum úr Kóraninum og brenna alla Ævisögu spámannsins, eftir það er íslam ekki íslam, heldur eitthvað annað.

Guð minn góður Brynjar.... frá hvaða plánetu ert þú eiginlega?

Með nákvæmlega sömu rökum væri hægt að halda því fram að kristni væri brot sömu stjórnarskrá, þú þyrftir bara að finna einhverja kristna öfgamenn og yfirfæra þeirra hegðun á alla kristna söfnuði

Þar fyrir utan ert þú augljóslega ekki á nokkurn hátt fær um að skilja inntak þessa ákvæðis

Cicero (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 12:20

19 identicon

Þetta er fyrst og fremst "pólitík". Því frekari og meira uppáþrengjandi, því lengra kemst viðkomandi. Þegar mótherjinn gefur eftir endalaust eins og t.d. í Svíþjóð, þá er ekkert framundan annað en harmleikur.

Gústaf N. hefur fullkomlega rétt fyrir sér, að undanteknu, að þetta er engin skrípakrafa heldur fúlasta alvara og vonandi standa Svisslendingar harðir á sínu.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 17:51

20 Smámynd: Gústaf Níelsson

Já hér fer fram fjörug umræða, svo ekki sé nú meira sagt. Hér mæla sumir af ágætri skynsemi og benda á að íslam rekst illa í sambýli við önnur trúarbrögð. Það eru gömul og ný sannindi. Auðvitað kemur ekki á óvart að gyðingahatarar, múslimasleikjur og kommúnistar, skuli leggja sín "mannréttindasjónarmið" á vogarskálarnar. Þeir eru flinkari öðru fólki í því að verja vondan og rangan málstað, sé slíkt í boði.

Sá sem þetta ritar er ekki í nöp við múslima og gerir sér grein fyrir því að flestir eru þeir hæglætisfólk að freista gæfunnar í ríkum lýðræðisríkjum, þar sem þeir mega frelsis njóta og skárri lífskjara en í boði eru í heimalandinu. En ég frábið mér að bókstarftrúarmenn í þeirra hópi (og þeir eru ekki fáir) fái í skóli vestræns frelsis alið á óvild og hatri gegn siðum, menningu og trú kristinna manna. Rétt og skynsamlegt kann að vera að múslimum á Vesturlöndum (þeim sem þess óska) verði gert kleift að kasta trúnni án ótta við afleiðingarnar. 

Auk þess væri nú ekki illa til fundið að þeir múslimar, sem lengi hafa dvalið á Vesturlöndum og kynnst frelsi og opinni samfélagsumræðu, kynntu þessar hugmyndir í ættlöndum sínum. Ætli því yrði ekki tekið fagnandi?

Gústaf Níelsson, 17.12.2009 kl. 18:08

21 identicon

En Gústaf, hvað með bókstafstrúarmenn frjálshyggjunnar? búddismans? frjálsu hugbúnaðarbyltingarinnar? eða lagskiptingu samfélagsins? Eru þeir eitthvað minna hættulegir vestrænni samfélagsskipan en bókstafstrúarmenn Íslam?

Ég sjálfur er t.d. ógjarn á að ala á hatri mínu á blindri trú (hvort sem það sé frjálshyggjunar, kristinnar eða menntakerfisins) og nýti mér óspart vestræna frelsið mitt til að gagnrýna ríkjandi samfélagskipulag og reyni markvisst að fá aðra með mér í þessari gagnrýni í þeirri von að vestrænt samfélag missi einhverntíman það forskot sem það hefur á fátæku löndin.

Má ég spyrja: Gerir húðliturinn minn, sú staðreynd að ég trúi á Guð, Jesús og fyrirgefningu syndanna og vestrænn hugsannahátturinn minn mig minna hættulegan samfélaginu heldur en húðlitaðir bræður mínir sem segja Allah í staðin fyrir Guð?

En þess fyrir utan þá held ég að bann við byggingu bænaturna geri ekkert nema að láta bókstafstrúarmenn fá réttmæta ástæðu til að finnast kúgaðir. Eða allavega þangað til samskonar bann verður sett við kirkjuturnum, viðskiptaturnum og turnum í formi listaverka.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 20:11

22 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ágæti Rúnar Berg. Þú grautar hér saman ólíkum hlutum og hugmyndum, hnýtir rembihnúta á hvert hugmyndasnæri sem um hendur þínar rennur, í stað þess að leysa hnútana. En þessi samanburðarfræði þín eru þekkt, en gagnslaus til skilnings. Ef þú kemur ekki auga á vandann sem hlýst af íslömskum bókstarfstrúarmönnum, sem búsettir eru í löndum kristinna manna, af þeirri ástæðu einni að til kunni að vera kristnir bókstafstrúarmenn líka, ertu einfaldlega að ganga inn í blíndgötu. Óþarft er þó fyrir þig að ganga þá götu til enda.

Íslam er auðvitað fóðrið sem nærir ógeðfellda siði eins og ærumorð, umskurð og kúgun kvenna. Auðvitað eru margir til þess að mótmæla þessu viðhorfi, en það breytir ekki því að við þurfum ekki að taka þessa ósiði upp á okkar arma. Liður í því er m.a að banna byggingu bænakallsturna.

Gústaf Níelsson, 17.12.2009 kl. 21:09

23 identicon

Það  fara  ekki  neinar  trúarlegar  athafnir  fram  í  mínarettum  moskanna.  Auk  þess  þá  er  íslam  ekki  trúarbrögð   að  skilningi  vestrænna  manna  heldur  pólitísk  hreyfing.

 Á  þessari  slóð  er  athyglisverð  grein    eftir  frambjóðanda  í  5.  svæði  MN  í Bandaríkjunum  til  Bandaríkjaþings: 

http://hrydjuverk.wordpress.com/2009/12/16/islam-%c3%a6tti-ekki-a%c3%b0-njota-sto%c3%b0u-til-rettinda-a-notkun-fyrstu-lagabreytingarinnar/

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 21:22

24 identicon

Auðvitað kemur ekki á óvart að gyðingahatarar, múslimasleikjur og kommúnistar, skuli leggja sín "mannréttindasjónarmið" á vogarskálarnar. Þeir eru flinkari öðru fólki í því að verja vondan og rangan málstað, sé slíkt í boði.

Þú ert hér með orðinn ómarktækur í öllu sem getur kallast málefnaleg umræða

 En ég frábið mér að bókstarftrúarmenn í þeirra hópi (og þeir eru ekki fáir) fái í skóli vestræns frelsis alið á óvild og hatri gegn siðum, menningu og trú kristinna manna.

Hvernig kemur þetta því við að byggja bænaturna? vil benda þér á það að í ÖLLUM múslimskum ríkjum að Sádi Arabíu undanskyldu fá kristnir menn að byggja allar þær kirkjur sem þeir kjósa

 Rétt og skynsamlegt kann að vera að múslimum á Vesturlöndum (þeim sem þess óska) verði gert kleift að kasta trúnni án ótta við afleiðingarnar. 

Þú segist ekki vera með fordóma... hér sést afhverju - fáfræði þín er orsökin

Auk þess væri nú ekki illa til fundið að þeir múslimar, sem lengi hafa dvalið á Vesturlöndum og kynnst frelsi og opinni samfélagsumræðu, kynntu þessar hugmyndir í ættlöndum sínum. Ætli því yrði ekki tekið fagnandi?

Vissir þú.. að í Tyrklandi þar sem stærstur hluti íbúa er íslamskrar trúar er bannað að ganga með slæður á opinberum stöðum eins og t.d. skólum... bann sem mannréttindadómstólinn sem þú veist svo lítið um samþykkti að væri í lagi

Að ætla að dæma miljarða manna af verkum þess brots þeirra sem eru öfgatrúar er ekkert annað en fordómar byggðir á fáfræði

Cicero (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 23:46

25 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ágæti Cicero. Ef einhver er ómarktækur í umræðunni sem fer fram hér ert það þú sem velur að fela þig á bak við sögufræga persónu, sem trúlega var þér miklu fremri. Þykir þér málefnalegt að dulbúast? Látast annar en þú ert? Og segja aðra fáfróða, ofstækisfulla og fordómafulla? Þér væri auðvitað sæmast að kynna þig, sem er góður mannasiður í stað þess að kasta skít í aðra í krafti nafnleyndar.

Cicero var stór í sniðinu, þú ert smár!!

Gústaf Níelsson, 18.12.2009 kl. 00:03

26 identicon

Nokkur dæmi um hvernig Sænska Utanríkisráðuneytið lítur múslimsk lönd.

Qatar: Ef maður yfirgefur Islam (konverterar) , er það dauðadómur samkv. Kóraninum.

Saudiarabien: Gegnumsýrt af Islam. Jóla og Páska skraut bannað, biblía og krossar, viss tímarit,viss matur og alkahol er stranglega bannað. Engin kvikmyndhús,leikhús og bannað að dansa og spila músik. Konur fá ekki að aka bíl og mega ekki ferðast nema með eiginmanni, bróðir eða föður.

Íran: Piltar eru kynþroska 15 ára og stúlkur 9 ára og þess vegna löglegt að gifta þær þá. (ógeð). Dauðadómur að yfirgefa Islam.

Túnis: Engin önnur trúarbrögð eru leyfð.

Malaysia: Múslimar mega troða Islam upp á aðra trúandi, en hinir mega ekki troða sinni trú upp á múslima.

Bangladesh: Minnihluta trúarhópar eru endalaust ofsóttir.

Pakkistan og Afglapanistan þarf ekki að nefna.

Mér er ógjörningur að skilja hvernig vinstri sinnar og aðrir heimskingjar geta sleikt afturendan á boðberum frá þessum löndum.

Ég nenni ekki að útskýra ÓGEÐIÐ sem fylgir þessari trú í Afríku. Fólk er nokkuð vel að sér í þeim efnum. 

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 14:42

27 identicon

Nafnið mitt eins og það kemur fyrir í þjóðskrá er aðgengilegt með því að vinstri smella á nafnið mitt á minni eigin bloggsíðu Gústaf... ég er ekki í neinum feluleik

V. Jóhannesson - er það ekki rétt hjá mér að í sumum ríkjum afríku eru konur grýttar af kristnum söfnuðum fyrir hórdóm?

Annars kemur þessi upptalning þín málinu nákvæmlega ekkert við... trúfrelsisákvæði MSE verndar aðeins trúfrelsi upp að því marki að það skaði ekki almannahagsmuni eða brjóti gegn almennu siðgæði

Svona skítapóstar er ekkert annað en tilraun til æsingar á fölskum forsendum - það að tryggja heiðvirðum borguðum sem aðhyllast íslam grundvallarmannréttindi hefur nákvæmlega ekkert með það að leggja blessun sína yfir verknaði af því dagi sem þú telur hér upp

Cicero (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 19:23

28 identicon

Gústaf... telur þú það upphefja þinn eigin málstað að gera lítið úr þeim sem eru þér ósammála?

Cicero (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 19:24

29 identicon

V. Jóhannesson - ætla að leyfa mér að leiðrétta nokkrar rangfærslur hjá þér

Í Túnis er trúfrelsi, Islam er þar þó ríkistrú og forsetinn verður að vera múslimi... slæður eru hinsvegar bannaðar í opinberum stofunum og konum er ráðlagt frá því að klæðast Hijab klæðnaðnum á mörgum öðrum opinberum og almenningsstöðum  -  þessi fullyrðing þín er því lygi

Það sem þú segir um Quatar er einnig rangt - sjá http://www.jewishvirtuallibrary.org/jsource/anti-semitism/relqatar05.html

Iran eru slæmir, það er rétt - kristnir geta þó byggt þar kirkjur ef þeim sýnist svo

Afganistan? Hér grunar mig að þú sért að yfirfæra kenningar talibana (minnihluta) á alla þjóðina

Sádi Arabar eru svo sannarlega slæmir

Í Pakistan er trúfrelsi.. þó því séu settar ákveðnar skorður, einkum þó með ritskoðun

Cicero (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 19:34

30 Smámynd: Páll Jónsson

Eru það ekki einmitt kristnir í Úganda sem eru nú að reyna að gera samkynhneigð að dauðasök? 

Páll Jónsson, 18.12.2009 kl. 20:09

31 identicon

Cicero: - Ég vitna aðeins í Sænska utanríkisráðuneytið .

http://thoralfsson,webblogg.se/   Farðu þarna inn og þá færð þú allar upplýsingar og meira til. 

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 20:45

32 identicon

Cicero, ég gleydi að segja þér að fara inn á bloggið - NEJ TACK TIL ISLAM - ef þú hefur áhuga á turninum í Sviss. Þar kemur þetta fram sem ég skrifaði um.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 22:03

33 Smámynd: Gústaf Níelsson

Flónið er alltaf flón, hvort sem það kallar sig Cicero eða Jón Bjarna Steinsson, en þú kannt kannski betur við dulargervið. Háttsemi íslamista bæði skaðar almannahagsmuni og misbýður almennu siðgæði fólks, að minnsta kosti á Vesturlöndum (siðgæðisþröskuldar fólks eru þó misháir, þinn virðist lár). Þú mátt mín vegna velja þér þá stöðu að styðja rangan og vondan málstað og halda að sjónarmiðum þínum sé hald í Mannréttindasáttmála Evrópu og dómstólnum. Við skulum spyrja að leikslokum um þetta efni.

Í Afríku geturðu fundið fullt af skrítnu fólki sem jafnvel heldur að það sé kristilegt athæfi að grýta konur fyrir hórdóm, en sannarlega er það íslamskt athæfi, iðkað öldum saman og enn í dag. Reyndar eru múslimar þekktir fyrir grimmilegar refsingar. Refsilöggjöf margra múslimaríkja tekur vægilega á heiðursmorðum og dómar nánast til málamynda. Þannig er það til dæmis í Jórdaníu og víðar.

Sannleikurinn er auðvitað sá að Vesturlönd þurfa ekkert að stunda frekari tilraunir með mannkynssöguna, það er löngu vitað að kristnir og múslimar deila ekki trúarbrögðum og veraldlegu valdi innan sama ríkis. Að halda annað er blekking. Þess vegna er ágætt að hafa garð á milli granna, þótt ekki sé stofnað til ófriðar. Þess vegna skiptir í reynd engu hvað Mannréttindadómstóll Evrópu heldur um þetta efni í upphafi 21. aldar eða þá handbók sænska utanríkisráðuneytisins. Það er hreint gervifrjálslyndi að halda að múslimar og kristnir vinni saman í sátt og samlyndi í veraldlegu ríki. Eins gætum við reynt að hrista saman olíu og vatn!!

Gústaf Níelsson, 18.12.2009 kl. 23:58

34 identicon

Hvernig á maður að fara að því að vera málefnalegur gagnvart manni sem telur það eðlilegan hluta rökræðu að svívirða þann sem hann er að tala við - nú sýnist mér þú vera komin eitthvað framyfir fermingu Gústaf.. er þetta hegðun sem þú hefur lært og fylgt alla þína ævi?

Ef svo er þá vorkenni ég þér og þeim sem hafa þurft að umgangast þig...

En að efni málsins, tilefni þess að ég reit hér fyrst var sú að mér fannst það firra að telja það árás á lýðræði að fá úr því skorið fyrir dómstóli hvort þetta bann samræmist ákvæði samnings sem viðkomandi land, í þessu tilviki Sviss hefur undirritað.

Og hvernig geta það verið rök gegn því að benda á ríki sem ekki eru aðilar þess samnings?

Röksemdarfærsla þín Gústaf gengur eingöngu upp ef gengið sé út frá því að allir múslimar séu hluti þeirrar staðalímyndar sem þú hefur hér búið til... svo er hinsvegar ekki - og því falla þessi rök um sjálf sig

V. Jóhannesson - þessar sænsku upplýsingar eru úreltar, ég nýtti mér heimildir frá árinu 2007

Svo vil ég benda á aftur að MDE hefur oftar en einusinni og oftar en tvisvar samþykkt ákveðnar hömlur á trúfrelsi - og það má vel vera að þeir samþykki þessar, þó ég efist reyndar um það.

Vil svo benda þér á það að lokum að fara varlega í að kalla fólk flón Gústaf

Cicero (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 15:15

35 identicon

Að fullorðnu fólki skuli finnast það fullkomlega eðlileg röksemdarfærsla að benda á aðra og segja að fyrst þeir megi brjóta á öðrum þá sé það fullkomlega eðlilegt að þeir geri það líka finnst mér bæði sorglegt og hlægilegt.

Cicero (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 15:20

36 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þú sannar það enn og aftur væni minn að þú ert hálfgert flón að minnsta kosti og vonandi ertu ekki bæði blindur og heyrarnarlaus, því engin rökræða virðist bíta á þig, eða þá að þú skilur ekki hvað er verið að segja.

Gústaf Níelsson, 19.12.2009 kl. 15:38

37 identicon

Ég skil þig fullkomlega Gústaf

Þú ert hér að mótmæla rétti fólks til að fá lausn sinna mála fyrir löggildum dómstól á grundvelli samnings sem leiddur er í landslög í viðkomandi landi.

Rök þín fyrir því eru síðan þau að þar sem meirihluti íbúa sviss, þar sem nota bene mikill meirihluti íbúa tilheyrir ekki þeim minnihlutahópi sem hugsanlega er brotið á, hafi samþykkt gjörninginn sé hann friðhelgur gagnvart alþjóðlegum samningi sem leiddur er í lög landsins

Ég er reyndar heyrnarlaus, en hvað kemur það málinu við?

Cicero (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 15:54

38 identicon

Þú gerir þér vonandi grein fyrir því Gústaf að ég er engan veginn að taka afstöðu til þess hvort þessir turnar eigi að rétt á sér eða ekki....

Heldur eingöngu að verja rétt fólks til að fá lausn sinna mála fyrir dómstólum, einn heilgasti réttur fólks í lýðræðisríki

Cicero (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 16:07

39 identicon

Cicero -  Ég tek það þannig, að Gustaf þyki það absurd, að maður sem alinn er upp í allt annari menningu í Afríku og sem gefur skít í vestrænt lýðræði, skuli svo nýta sér réttinn, af því að hann hefur tök á því.

Hefur viðkomandi talað við sinn imman og fengið samþykki hans fyrir þessari málsókn.  Múslimar hafa klofna tungu og því verður ekki breytt. Því miður.

Múslimar hafa sinn Mannréttindadómstól sem byggist á allt öðru en lýðræði og það veist þú, eða hvað?

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 17:24

40 identicon

Þú ert semsagt að meina að ef þú nýtur ekki grundvallarmannréttinda í þínu heimalandi þá flytur þú þann skort á mannréttindum með þér ef þú flytur annað?

Hvernig geta það verið rök fyrir því að meina manni að nýta sér lögvarinn rétt sinn að hann hefði ekki þann rétt væri hann annarsstaðar?

Þú fyrirgefur þó á spyrji.. en ertu greindarskertur?

Svo má benda þér á það að það eru ríki hvers meirihluti íbúa eru Íslamskrar trúar sem eru aðilar að Mannréttindasáttmála Evrópu

Cicero (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 17:52

41 identicon

Cicero - Þú veist það sjálfur, að grundvallarmannréttindi í múslimskum löndum eru ekki þau sömu og í vestrænum ríkjum .

Múslimar nýta grundvallarmannréttindi á vesturlöndum út í ystu æsar, enda telja þeir vesturlandabúa idiot, sem hægt er að spila með að vild. Þeir munu aldrai samþykkja þessi mannréttindi í sínu heimalandi. Þín síðasta málsgrein segir mér, að þú fellur akkurat inn í hugsunarhátt muslima gagnvar vesturlandabúum.

Ég mæli með að þú flytjir til Svíþjóðar, því þá getur þú fylgst með þessu fólki í návígi.

Það er hægt að vera aðili, þótt ekkert sé farið eftir þeim reglum sem gilda.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 19:28

42 identicon

Cicero - Þú veist það sjálfur, að grundvallarmannréttindi í múslimskum löndum eru ekki þau sömu og í vestrænum ríkjum .

Og hvað kemur það þessu máli við? Fyrir utan það að þetta er alhæfing sem stenst ekki - því eins og ég benti á hér ofar eru múslömsk ríki aðilar að þessum sama sáttmála

En ef ég skil þig rétt, þá vilt þú semsagt að múslimar njóti ekki sömu mannréttinda og við hin?  Eða er ég eitthvað að misskilja

Ég þekki marga múslima og þeir eru nánast undantekningarlaust yndislegt fólk, að ætla að fara yfirfæra það versta hjá smáum hópi þeirra yfir á þá alla eins og þú gerir hér - er ekkert annað en fordómar

Cicero (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 19:44

43 identicon

Cicero - Ertu búinn að gleyma að utanríkisráðherra Írans var með hótanir gagnvart Sviss, ef turninum yrði hafnað????? Hver er að tala um fordóma !!!!!

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 21:00

44 identicon

Aftur... hvað kemur það málinu við?

Og þú svaraðir ekki spurningunni minni

Cicero (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 21:08

45 identicon

Þú réttlætir ekki eigin fordóma með fordómum annarra

Cicero (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 21:10

46 Smámynd: Páll Jónsson

Cicero er með þetta á hreinu.

Páll Jónsson, 19.12.2009 kl. 23:25

47 identicon

Múslimar njóta nákvæmlega sömu mannréttinda, ef ekki meiri réttinda og við hér á vesturlöndum . Alla vega í Svíþjóð. En þessi mannréttindi koma þeir aldrei með að meðtaka í sínum heimalöndum.

Þú segir að ég yfirfæri það versta hjá smáum hópi upp á þá alla. það geri ég alls ekki, en ég benti þér á fulltrúa frá Írak, sem á að vera andlit þjóðarinnar út á við og það er kannski rétt hjá þér , að hann er fulltrúi minnihlutahópsins, sem stýrir og stjórnar þessu lýðfrjálsa landi. Múslimar líta allt öðrum augum á mannréttindi en við og ég er nánast sannfærður um að þeir skilja ekki tilgang og undirstöðu Mannréttindadómstólsins í Evrópu.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 00:04

48 Smámynd: Gústaf Níelsson

Kannski er eitthvað farið að rofa til hjá þér Cicero góður. Hér hefur enginn talað gegn því að fólk leiti réttar síns, sé á því brotið, en skoðanir hafa ekki lagavernd. Að verja vondan málstað, þegar góður er í boði er slæmt. Að segja ósatt, þegar í boði er að segja satt, er líka slæmt. Og að hafa rangar skoðanir, þegar réttar eru í boði er líka frekar slæmt og alvitlausast af öllu er að ætlast til þess að dómstólar dæmi rangar skoðanir réttar. Skoðanir eru bara á markaðstorgi hugmyndanna þar sem tekist er á um þær. Og sú skoðun að múslimar geti farið öllu sínu fram í kristnum löndum í krafti réttlætis og umburðarlyndis og einhverra ímyndaðra mannréttinda er bara röng skoðun að mati íbúanna í Sviss. Enginn mannréttindadómstóll getur breytt því, frekar en að ég verði dæmdur til þess að bjóða heim til mín fólki sem ég vil ekki hafa heima hjá mér. Það er alveg óþarfi að gera lögfræðina flóknari en hún er í einföldum málum. Nóg er nú til af hinum flóknari málum, ekki satt?

Gústaf Níelsson, 20.12.2009 kl. 00:32

49 identicon

Góðir  skrifarar.  Hér  eru  smá  upplýsingar  upp   úr  íslömskum  fræðum  og  skilgreiningar. 

 HVER SÁ SEM EKKI STYÐST VIР OPINBERANIR  ALLAH  ER ÓRÉTTLÁTUR. Kóran:  005:045. 

 

,,Hin eina sanna trú í ásýnd Allah  er  Íslam." (Qura'an 003:019).

 

Allah gerir kunnugt að Íslam sé sett yfir alla aðra trú...048:028

 Kóran: 003:085.  Ekki  verður  önnur  trú  viðurkennd  hjá  neinum  sem  kýs  sér  aðra  ,,trú“  heldur  en   íslam.  Hann  verður  glataður  í  næsta  heimi.  

Mannréttindi:  Í hugarheimi Múslíma merkir  orðið ,,mannréttindi“  það að geta lifað undir Sharíalögum, það er að segja að maðurinn sé æðri konunum, karl Múslímar sé æðsta mannveran á jörðinni, sem allir eigi að knékrjúpa fyrir, þrælahald, kynþáttamismunun, stéttamismunun, að framfylgja málstað Allah (Jihad), ráða yfir eigum annarra karlmanna, undiroka þá og konur þeirra og börn osfrv og drepa þá sem segja sig frá Íslam og reka hart trúboð til Íslamsvæðingar alls staðar í heiminum.

  

Trúfrelsi:  Undirokun Ekki-Múslíma til trúarlegrar aðskilnaðarstefnu og annars flokks borgararéttinda í eigin landi undir íslamskri stjórn. Þessi kostur er eingöngu boðinn Kristnum og Gyðingum, ekki Hindúum, Búddistum eða öðrum, sem eingöngu býðst að velja það að játast Íslam og dauða. Múslímar ættu að ástunda Sharíalög.  Þar sem þessi lög krefjast undirokunar Ekki-Múslíma,  ,,trúfrelsi”  að skilningi Múslíma merkir frelsi til að svipta aðra frelsinu.

 

 

Það  er  svo  mikið  af  ranghugmyndum  hjá  Cisero  og  Páli  Jónssyni  að  það  þýðir  ekki  að  eyða  tíma  í  þann  sparðatíningu.  En  barnaskapur  Cisero  er  yfirþyrmandi.

 

Að  lokum  vil  ég  benda  á  að  ,,hófsamir  og  öfga múslímar"  hafa  nákvæmlega  sömu  endamarkmið.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 15:11

50 identicon

Verð að leiðrétta: Utanríkisráðherrann, sem sagði að Sviss myndi hafa verra af, með því að hafna  " minaretuni",  er fyrir IRAN ekki Írak.

sem sagt shiamúslimi.

Kveðja.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 16:00

51 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hvað sem öllu þessu líður. Sendi ykkur Beggu gleðilegar jólakveðjur, Gústi minn.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 26.12.2009 kl. 21:04

52 Smámynd: Gústaf Níelsson

Takk sömuleiðis Hildur Helga.

Gústaf Níelsson, 27.12.2009 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband