Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2010

Stóra samhengisbulliđ

Fjármálaráđherrann ţreytist aldrei á ţví ađ tala um stóra samhengiđ, sem ađ hans mati snýst um ţađ ađ Íslendingar borgi til Breta og Hollendinga um langa framtíđ mörg hundruđ milljarđa króna og skerđi lífskjör sín samsvarandi. Ríkisstjórninni er aftur á móti ađ verđa ţađ ljóst ađ kúgunarkjörin sem hún hefur samiđ um fyrir hönd ţjóđarinnar í Icesave-deilunni orka tvímćlis, ekki bara ađ mati góđgjarnra Íslendinga, heldur líka ađ mati réttsýnna útlendinga. Íslendingar munu ţví hafna hinum íţyngjandi Icesave-lögum í ţjóđaratkvćđagreiđslu og í kjölfariđ er ríkisstjórninni bara einn kosturinn fćr; ađ segja af sér. Skömm ţessarar ríkisstjórnar felst í ţví ađ meta ađstćđur svo ađ ađ leggja bćri ok á ţjóđina í trausti ţess ađ hćgt vćri ađ kenna Sjálfstćđisflokknum um allt saman. Sannleikurinn  er sá ađ Sjálfstćđisflokkurinn á enga ađild ađ ţessum nauđungarsamningum og ţađ er engri ríkisstjórn sćmandi ađ semja helsi yfir ţjóđina í trausti ţess ađ hćgt sé ađ kenna Sjálfstćđisflokknum um.

Eiga hatursmenn Sjálfstćđisflokksins sér engin prinsipp?


mbl.is „Ekki einhliđa innanríkismál“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bráđrćđi breskra og hollenskra stjórnmálamanna kemur ţeim í koll

Nú ţegar ţađ blasir viđ breskum og hollenskum stjórnmálamönnum ađ íslenskur almenningur ćtlar ekki ađ standa undir skuldbindingum íslensks einkabanka, sem starfađi í löndum ţeirra alveg ađ settum leikreglum, kunna ţeir ađ hugleiđa ađ pólitísk loforđ til fólks um fjárútlát ţví til handa undir ţeim formerkjum ađ senda öđrum reikninginn, getur reynst tvíeggjađ sverđ.

Breskir og hollenskir sparifjáreigendur áttu samtals um 320.000 Icesave-netreikninga. Um ţađ bil einn reikning á hvern Íslending. Ţađ er ekki lítiđ. Af ótta viđ ţađ ađ allt innlánstryggingakerfi EBS ríkjanna hryndi til grunna, vegna áhlaups almennings á bankana, ruku stjórnmálamennirnir til og tryggđu innlán fólks, í trausti ţess ađ hćgt vćri ađ senda íslenskum almenningi reikninginn međ ţví ađ ţjösnast á stjórnvöldum og hóta öllu illu ef ekki yrđi greitt upp í topp Manni er nćst ađ halda ađ breskir og hollenskir stjórnmálamenn hafi ekki gert sér grein fyrir ţví ađ á Íslandi býr ţjóđ sem telur ađeins 320.000 sálir, en ekki margar milljónir. Ţeir hefđu getađ sagt sér ţađ strax ađ íslenskur almenningur gćti aldrei risiđ undir Icesave-skuldbindingum Landsbankans og sá ágćti banki vćri ekki á vegum íslenska ríkisins, ţrátt fyrir nafniđ. 

Íslenskur almenningur hefur međ undirskriftarsöfnun sinni sent breskum og hollenskum stjórnvöldum eftirfarandi orđsendingu: Viđ borgum ekki.

Breskir og hollenskir stjórnmálamenn ćttu í framhaldinu ađ hugleiđa hvađ gćtu talist sanngjarnar og réttmćtar kröfur gagnvart Íslendingum.


Er dellan góđ ef hún er rökrétt?

Ögmundur Jónasson er ánćgđur međ sinn rökrétta forseta og bođar ađ ríkisstjórnin geti setiđ áfram eftir ţetta áfall. Auđvitađ ber henni ađ víkja, ţađ er hiđ eina rökrétta í stöđunni. Ţótt Ólafur Ragnar hafi gert mistök 2004 međ ţví ađ hafna Fjölmiđlalögunum svokölluđu (sem menn hafa séđ eftir á ađ var röng ákvörđun forseta), er engan veginn rökrétt ađ endurtaka mistök, ţótt í öđru máli sé. Mistök Ólafs Ragnars felast í ţví ađ reyna ađ búa til eitthvert Bessastađavald, sem er eins og krabbamein á íslenska stjórnkerfinu og ţarf ađ skera burt. Kannski myndast nú um ţađ ţverpólitísk samstađa.

Ólafur Ragnar átti bara vonda kosti í stöđunni, en hann kom sér einn og hjálparlaust í ţá stöđu, međ ţví ađ draga ţá hégómlegu ályktun ađ hann vćri eitthvađ öđru vísi forseti en forverar hans. Ţeir voru ástsćlir - hann er fyrirlitinn.


mbl.is Rökrétt ákvörđun forsetans
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vanhćf ríkisstjórn víki

Ólafi Ragnari hefur tekist ađ setja allan vinstrivćng stjórnmálanna í uppnám og á nú enga vini lengur. Ţeir sem skrifuđu undir áskorun Indefencehópsins til forsetans um ađ hafna Icesave-lögunum voru ađ stofni til stjórnarandstćđingar og engir ađdáendur Ólafs Ragnars. Ţeir hlćgja sig nú máttlausa yfir einfeldningshćtti forsetans, ađ undirrita ekki lögin, vegna ţess ađ ríkisstjórnin, sem hann sjálfur var aldeilis ekki óhress međ ađ skyldi takast ađ mynda, verđur nú ađ segja af sér fyrir vikiđ. Ţađ má vera til marks um mikla valdafíkn Jóhönnu og Steingríms J, ađ leggja í ţriđja sinn leiđ sína gegnum Icesave svipugöng Breta og Hollendinga. Ţessi ríkisstjórn mun ekki koma neinum Icesave-samningi í gegnum ţingiđ.

Ákvörđun forsetans kann ţó ađ verđa til ţess ađ breiđ pólitísk samstađa myndist í landinu um ţađ ađ breyta ţessu óljósa vandrćđaákvćđi 26. greinar stjórnarskrárinnar. Hvađa ríkisstjórn framtíđarinnar vill eiga yfir höfđi sér annan eins einleikara á Bessastöđum?

Ţá er bara ađ hafa snör handtök, rjúfa ţing og bođa til kosninga viđ fyrsta tćkifćri, helst á međan snillingur Bessastađavaldsins situr á hljóđskrafi viđ vini sína, sem stjórna landi sem á sér fleiri fátćklinga en nokkurt annađ ríki. Ella gćti önnur óbćrileg leiksýning hafist.


mbl.is Endurreisnaráćtlun í uppnám
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband