Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2011

Hvernig á ađ orđa spurninguna?

Hin heimskunna íslenska auđkona, Björk Guđmundsdóttir, fékk Norrćna húsiđ lánađ undir hugđarefni sitt, sem er ađ koma auđlindum landsins undir ráđstöfunarvald stjórnmálamanna. Í ţví ágćta húsi fékk fólk tćkifćri til ţess ađ syngja uppáhöldslögin sín ásamt ţví ađ skrá sig á vefsíđu, sem bođar ríkiseign á auđlindum í ţeirri trú ađ ţar međ vćru ţćr í almannaeign, eđa ţjóđareign, eins og gjarnan er um talađ.

Eins og eđlilegt er má Jóhanna Sigurđardóttir, verkstjóri ríkisstjórarinnar, vart vatni halda af hrifningu yfir framtakinu, enda fćrir ţađ stjórnmálmönnum áđur óţekkt völd í ţessu landi, ef svo illa tćkist til ađ fólk yrđi platađ til ţess ađ afhenda stjórnmálamönnum á silfurfati eignir sem ćttu ađ vera í dreifđri eignarađild almennings. Sumir stjórnmálamenn svífast einskis til ţess ađ auka vald sitt og miđstjórnarvald ríkisins. En hvernig gćti ţjóđaratkvćđagreiđala um eignarhald á orkuauđlindum og nýtingu ţeirra fariđ fram? Hver ćtti spurningin ađ vera, sem lögđ yrđi fyrir almenning? Ćtti hún ađ hljóđa svona: Vilt ţú ađ auđlindir Íslands verđi í almannaeigu, eđa ţjóđareign? Eđa ćtti hún ađ hljóđa svona: Vilt ţú ađ stjórnmálamenn í umbođi ríkisins hafi algert ráđstöfunarvald á auđlindum Íslands, hvort sem ţćr eru á sjó eđa landi? Eđa ćtti spurningin ađ hljóđa einhvern veginn öđru vísi?

Eru stjórnmálmenn ekki orđnir svolítiđ frekir til valdsins í ţessu landi? Og hćttulegastir eru ţeir sem bćđi bera fyrir sig ţjóđina og almenning og telja sig vera í sérstöku umbođi hans. Ţađ umbođ á sér eđlilega takmörk, ţótt sumir stjórnmálamenn vilji hafa ţađ takmarkalaust.


mbl.is Jóhanna fagnar undirskriftum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband