Leita í fréttum mbl.is

Sigmundur Davíð hittir naglann á höfuðið

Undanfarið hafa reiknimeistarar ríkisstjórnarinnar lagt nótt við dag í útreikningum sínum svo finna megi út hversu þungar klyfjar íslenskur almenningur getur borið vegna húsnæðislána sinna. Það er ekki ónýtt að geta reiknað fólk á besta starfsaldri til áratuga þrælkunar fyrir okrara á peningamarkaði. Þetta er ekki ólíkt aðferðum þrælahaldara fyrri alda, sem samviskusamlega reiknuðu matinn ofan í þrælana, svo ekki brysti þá vinnuaflið. Á endanum gerðu menn sér grein fyrir því að þrælahald var óhagkvæmt, en íslenskir stjórnmálamenn gerir sér enga grein fyrir því að verðtrygging og okurvextir eru að sliga vinnandi fólk í þessu landi. Verðtrygging og okurvextir eru þrælahald nútímans!!

Bandalag sósíalista og stórkapítalista er ekki nýtt af nálinni. Það hefur tíðkast áratugum saman innan Evrópusambandsins, sem sósíalistarnir í Samfylkingunni vilja koma Íslendingum inní, ásamt mönnum sem sigla undir flærðarflaggi, bæði í Vg og Sjálfstæðisflokki. Bandalagið felst í því að færa stórkapítalistunum fjórfrelsið á silfurfati, á sama tíma og sósíalistarnir geta að öðru leyti ráðskast með hagi almennings í þjóðfélagi sem smátt og smátt hættir að draga andann, meðan fjórfrelsið blívur.

Í eina tíð sungu Íslendingar: "Við gefumst aldrei upp þótt móti blási." Nú þarf ekki annað en létt andkul frá útlöndum og stjórnmálamennirnir gefast upp.

Á sama tíma og Bandaríkjamenn eru búnir að dæma sína fjárglæframenn í áratuga fangavist og selja meira að segja inniskóna þeirra á uppboði, eru íslensku stjórnvöldin að láta pína sig til að borga skuldir óreiðumanna í útlöndum. Og íslensk alþýða mun blæða. Hún er ríkisstjórn mikilla afreka þessi "norræna velferðarstjórn", sem nú situr, eða hitt þó heldur.


mbl.is Sósíalistar og stórkapítalistar ná saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta myndi nú hún amma mín heitin hafa kallað að kunna ekki að skammast sín. Höfundar hrunsins og stærstu þjófar sögunnar eru akkúrat framsóknarmenn. Eigum við að nefna snilldarverk Halldórs Ásgrímssonar, Finns Ingólfssonar og Valgerðar Sverrisdóttur? Ja, sveiattan!

Sauradraugur (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 16:59

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það gagnar lítið Sauradraugur að ganga í gegnum lífið með krepptan hnefann í vösunum. Er ekki batnandi (framsóknar) mönnum best að lifa? Þau eru öll horfin af pólitíska sviðinu, Halldór, Finnur og Valgerður, en lífið heldur áfram - verðtryggingin, okurvextirnir og óhæfa velferðarstjórnin að norræna sniðinu.

Spurningin er sú hvort að rekja megi þrælahald nútímans á Íslandi til kröfugerðar Vilmundar heitins Gylfasonar og pólitískra áhrifa hans á verkalýðshreyfinguna?

Gústaf Níelsson, 17.11.2010 kl. 17:21

3 identicon

Var á fundi í dag og komst ég að því að nú er það staðfest að skuldirnar sem bankarnir eru að rukka okkur um að fullu, fóru frá gömlu bönkunum á miklum afföllum. Síðan gráta þessir nýju bankar um það að þeir geti ekki afskrifað og á sama tíma er verið að afskrifa hjá Ólafi Ólafs í Samskipum, Þorsteini í Kók og fleirum. Hvar er þessi norræna velferðarstjórn spyr ég um.

Jón Ellert Tryggvason (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband