Leita í fréttum mbl.is

Mikilvćg ţingmál?

Á međan almenningur ţessa lands og atvinnurekendur róa lífróđur til ţess ađ bjarga ţví sem bjargađ verđur um lífskjör í ţessu landi, sitja stjórnarţingmenn á Alţingi og fjalla um dćgurmál og ýmis hjartansmál sín, sem koma engum til bjargar í núverandi ađstćđum. Bann viđ nektarsýningum getur vart talist til mikilvćgra forgangsmála í störfum Alţingis og engri vestrćnni ţjóđ hefur dottiđ í hug ađ lögleiđa slíkt bann, nema íslenskum ţingmönnum, sem lćtur betur ađ fást viđ hin léttvćgari mál, fremur en ţau sem skipta einhverju um lífsafkomu heillar ţjóđar.

Alveg er ţađ furđulegt ađ ţingmenn skuli leggja stétt nektardansmeyja í einelti međ ţessum hćtti, en vandinn er kannski sá ađ ţćr eiga sér ekki stéttarfélag og eru ekki í BSRB eđa ASÍ og flestar af erlendu bergi brotnar.  Hér leggja ţingmenn freklega til atlögu viđ atvinnufrelsi kvenna og frelsi ţeirra til ađ fletta sig klćđum í atvinnuskyni. Ég hélt ađ konur réđu líkama sínum ađ öllu leyti og ţađ vćri ekki á vegum löggjafans ađ ákvarđa almennt um klćđaburđ og skemmtanir fólks. Ţađ hefur veriđ grunnstef í frelsisbaráttu kvenna á undanförnum áratugum, t.d. um frjálsar fóstureyđingar, ađ ţćr réđu líkama sínum. En ţegar kemur ađ ţví ađ fćkka fötum á ţessum sama líkama, ţá ráđa stjórnmálamenn för.

Hvađa vitleysa er ţetta eiginlega? Og ekki bjóđa uppá nauđungarrökin. Ţau halda ekki.


mbl.is Fortakslaust bann lagt viđ ađ bjóđa upp á nektarsýningar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband