Leita í fréttum mbl.is

Misskilningur prófessorsins

Eitthvað er nú Guðmundi Hálfdánarsyni prófessor farið að skjöplast í fræðunum. Að vísu má halda því fram með rökum að ríki sem ekki getur risið undir réttmætum og sanngjörnum skuldbindingum sínum við aðrar þjóðir, búi við skert fullveldi. En engu slíku er til að dreifa varðandi Ísland. Svo maður nú láti pólitíska ágreininginn til hliðar að sinni, er fullkominn lögfræðileg óvissa um réttmæti þess að íslenskir skattgreiðendur greiði fyrir mistök í störfum íslenskra manna í útlöndum. Öllum leikendum í þessum Icesave-sirkus ætti að vera það ljóst, bæði innlendum og útlendum, að alþingi er ekki afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið, sem gerir vondan samning við útlendinga er gæti að sönnu ógnað fullveldi þjóðarinnar. Nær væri að þingið, sem ber ríka ábyrgð á því að vernda tilveru íslenska ríkisins, reki framkvæmdavaldið til baka með Icesave-samninginn með þeim orðum að samningurinn eins og hann liggi fyrir, ógni tilverugrundvelli íslenska ríkisins. Telur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttru að henni beri engin skylda til þess að vernda íslenska ríkið? Telur hún sig hafa heimildir til þess að gera samninga við útlendinga sem gætu hæglega fellt ríkið?

Í sexhundruð ár stóðu íslendingar álútir með húfuna í hendinni, tvístígandi af óöryggi fyrir fram höfuðbólið, sáttir við það sem að þeim var rétt. Nú á að kenna þeim siðinn að nýju.


mbl.is Tekist á um fullveldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í fyrsta lagi virðast Íslendingar einir um það að finnast Icesave-samningarnir fullkomlega ósanngjarnir og því miður -- fyrir Íslendinga -- höfum við ekki sjálfdæmi í því máli. Í öðru lagi stæði ríkissjóður ekkert alltof vel þótt við slyppum algerlega við Icesave. Svo kannski að prófessorinn misskilji ekki málið algerlega ...

Sigurður Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 12:27

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þú misskilur málið líka kæri Sigurður. Við eigum ekki að taka þátt í því með íslenskum vinstrimönnum að fella íslenska ríkið. Hvorki ríkisstjórn né alþingi hafa heimildir til slíks. Muni það gerast eru það landráð.

Gústaf Níelsson, 6.12.2009 kl. 12:36

3 identicon

Sælir eru hinir sannfærðu. Það voru semsagt vinstrimenn sem komu bankakerfinu á hausinn, ákváðu að fara samningaleiðina út af Icesave í október 2008, söfnuðu Icesave-reikningum í Bretlandi og Hollandi, leyfðu bönkunum að vaxa ríkinu yfir höfuð, afhentu þá kunningjum sínum, o.s.frv. Já nú skulum við fylkja liði um íhaldið sem stjórnaði landinu af slíkri snilld hér á árum áður, þ.e. áður en Jóhanna og Steingrímur settu allt á hausinn!

Sigurður Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 12:50

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Fyrirgefðu Sigurður minn. Ég vissi ekki að þú værir kjáni. Málið snýst ekki um það hver kom bankakerfi á hausinn eða kunni ekki fótum sínum forráð í alþjóðlegu viðskiptalífi, eða laug íslenska stjórnmálamenn fulla. Það var aldrei á vegum skattgreiðenda hér á landi að greiða skuldir óreiðumanna í útlöndum. Og ríkisstjórnin hefur engar heimildir til þess að fella íslenska ríkið, jafnvel þótt atbeini alþingis komi til.

Gústaf Níelsson, 6.12.2009 kl. 13:03

5 identicon

Æi fyrirgefðu Gústaf minn kjánaskapinn í mér. Auðvitað skiptir engu máli lengur hver setti landið á hausinn, það er bara smáneðanmálsgrein í sögunni (og eins og hann Hannes sagði hér um árið, þá skipta þær engu máli). Og auðvitað er alveg rétt hjá þér að ef  Icesave verður ekki samþykkt þá mun ríkið blómstra og hér mun smér drjúpa af hverju strái. Og auðvitað eru það landráð að greiða skuldir óreiðumanna í útlöndum en þjóðráð að greiða þær á Íslandi. Verst að allir þessir útlendingar eru jafnmiklir kjánar og ég og eiga eitthvað erfitt með að skilja orðaflauminn í þeim Knold og Tott -- ég meina Bjarna og Sigmundi (bara svona smá grín).

Sigurður Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 13:34

6 Smámynd: Gústaf Níelsson

Sigurður minn, reiði og hefndarhugur eru vondir förunautar. Mín vegna máttu taka þátt í aðförinni að íslenska ríkinu og falli þess. Ég ætla ekki að gera það. Þetta mál er dauðans alvara og allir þjóðhollir Íslendingar verða að snúa bökum saman, óháð flokkum og afstöðu til grunngilda stjórnmálanna. Oft var þörf en nú er nauðsyn.

Gústaf Níelsson, 6.12.2009 kl. 13:39

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sigurður, þú gleymir því auðvitað eins og fleiri að Samfylkingin var í ríksstjórn með Sjálfstæðisflokknum frá 2007 og fram að bankahruni. Það er einmitt sá tíma sem Icesave verður til og verður að vandamáli. Hver vegna gerði bankamálaráðherra Samfylkingarinnar ekkert í málinu?

Það var Samfylkingin sem vildi fara samningaleiðina vegna Icesave málsins, það var líka Samfylkingin sem vildu ólm leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Það var sömuleiðis Samfylkingin sem var flokka mest í vasanum á útrásarvíkingunum.

Þetta er ekki svart og hvítt, Samfylkingin á mikla sök í þessu máli öllu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.12.2009 kl. 13:41

8 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Mikið er ég sammála ykkur Níels og Hjörtur, en skaðin er skeður eins og þú bendir á Níels, og hverjir gerð þetta og hitt á að koma fram svo þjóðin fá að vita réttu myndina á þessu öllu sama Hjörtur, þar er ég sammála þér, það er leiðinlegt að sjá hvernig einn er gerður ábyrgur fyrir annann. Hvernig við tökum á þessu sem fullorðið fólk, það er aöalmálið.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.12.2009 kl. 13:59

9 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Fyrirgefðu mér Gústaf Níelsson, fyrir að vilja nefna þig að föðurnafni. En vonandi ekki leiðum að líkjast þar.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.12.2009 kl. 14:02

10 Smámynd: Gústaf Níelsson

Sæl Ingibjörg Guðrún. Ég heiti að vísu Gústaf, en það er nú ekki aðalatriðið. Hitt er vitaskuld mikilvægara að það tjóar lítt að taka að sér landsstjórnina og réttlæta alla vitleysu sem gerð er með vísan til þeirra sem áður stjórnuðu. Þessi ríkisstjórn er ekki að moka neinn flór, þess í stað rennir hún sér fótskriðu og dreifir skítnum út um allt fjósið.

Gústaf Níelsson, 6.12.2009 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband