Leita í fréttum mbl.is

Á dauða mínum átti ég von

En ekki því að vera sammála Ögmundi Jónassyni. Auðvitað er það rétt að engri átt nær að hengja kynslóðir framtíðarinnar á skuldaklafa til þess eins að greiða upp óreiðuslóða fárra fífldjarfra kaupsýslumanna. Maður óttast mjög að eignir bankanna í útlöndum hrapi svo í verði að lítið komi upp í skuldbindingar þeirra. Fréttir benda til að svo sé. Skilaboð þjóðarinnar eiga að vera skýr:"VIÐ BORGUM EKKI".
mbl.is Rangt að skuldbinda ófædd börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þá verðum við einfaldlega gjaldþrota og fáum engin lán...þar með verður lífskjörum hér skotið aftur til fyrri hluta 20. aldar.... það er kannski bara best þannig

Jón Ingi Cæsarsson, 20.10.2008 kl. 23:22

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hvernig getur íslenskur almenningur orðið skuldari eða ábyrgðarmaður á ógætni fífldjarfra útrásarvíkinga? Eigum við að taka út timburmennina vegna veislunnar, sem okkur var ekki einu sinni boðið í? Nei látum hljóma hátt og skýrt: VIÐ BORGUM EKKI.

Gústaf Níelsson, 20.10.2008 kl. 23:32

3 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Nú fýkur í mig út í Bretann. Helv**** baunarnir setja Landsbankann okkar á lista yfir hryðjuverkahópa. Og af hverju?? Davíð sagði ALDREY að íslenska ríkið myndi ekki standa við skuldbindingar sínar. Þvert á móti talar hann um að ríkið muni einmitt standa við sitt, en óreiðumennirnir, það er að segja útrásastrumparnir komi ekki til með að standa undir skulbindingum sínum.

Þetta fræga Davíðs viðtal virðist alveg hafa farið frammhjá landanum en í staðinn fyrir að kynna sér réttu orð Davíðs, leggja menn hann í einelti út af fáránlegum og heimskulegum lögum í Baunalandi.

Siggi Lee Lewis, 21.10.2008 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband