Leita í fréttum mbl.is

Sjómenn og hvítflibbar

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans hefur klófest sjómenn sem stunda peningaþvætti í reglulegum siglingum sínum til landsins. Þessu ber auðvitað að fagna. En er enginn möguleiki að ná í skottið á þessum velklæddu, sem fljúga á milli landa á sagaklass, og lepja kampavín og kavíar. Mennina sem hafa stundað milljarða viðskipti heimshorna á milli, en hafa nú einhvern veginn á sérkennilegan hátt "týnt" öllum viðskiptagróðanum. Ég geri ráð fyrir því að sjómennirnir séu ekkert annað en sígarettu- og sælgætisþjófar í samanburði við stórséníin, sem ganga um í teinóttum, ýmist með hálstau af fínustu sort eða þá flegið í hálsinn. Þetta er nánast eins og "ekkifrétt" í samanburði við það sem mann langar til að fá að frétt.
mbl.is Komið upp um peningaþvætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Skemmtilega kjarnyrt og beinskeytt athugasemd. Þó það megi fagna því að þessir hafi ekki komist upp með ólöglega iðju þá býður maður eftir fréttum af því að glæpamennirnir sem settu landið á hausinn verði stöðvaðir.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.3.2009 kl. 18:22

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Glæpamennirnir sem þú kallar svo hafa stöðvast. Vandinn er að koma lögum yfir þá og sanna á þá sök, sé hún fyrir hendi. Það sem fipar okkur í úrvinnslunni er lítil reynsla af svokölluðum hvítflibbaglæpum. Samfélagið er agnarsmátt og nálægð mikil. Auk þess er efnahagsvandi landsins ekki glæpamönnum að kenna, heldur óvarfærni heillar þjóðar og veraldarvanda. Hlutverkin sem hver og einn lék voru bara misstór. Stórleikararnir hafa þunga krossa að bera og óþarft að þeir komi þeim byrðum yfir á smælingjana. Sannleikurinn mun koma í ljós, en hefndarhugur og refsigleði eru vondir förunautar.

Gústaf Níelsson, 21.3.2009 kl. 21:48

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hmm, nú hef ég eitthvað misst þráðinn eða misskilið upphafleg skrif þín

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.3.2009 kl. 22:10

4 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Efnahagsbrotadeildin stóð sig vel. Af hverju heldurðu að Björn Bjarnason hafi beitt niðurskurðarhnífnum á þá? Of duglegir kannski? hmm

Margrét Sigurðardóttir, 21.3.2009 kl. 22:45

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þú misstir engan þráð, en það er vandi að spinn´ann, og þú getur ekki hafa misskilið neitt. Ég er bara að benda á, að það kann að vera erfitt að ganga um með sveðju og pístólu og kunna að beita. Treystir þú þér til að sitja í dómarasæti og kannski taka saksóknarasætið að auki svona sem aukanúmer? Þú kemur lögum yfir menn með lögum, en ekki hefndarhug eða refsigleði. Eigum við kannski að setja upp spænskan rannsóknarrétt?

Gústaf Níelsson, 21.3.2009 kl. 22:49

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mér sýnist þú a.m.k. hafa bætt við einhverjum þræði í svari þínu við athugasemdinni minni. Má vera að þú teljir þig hafa mátt skilja athugasemd mína þannig að einhver slíkur lægi þar. Það er misskilningur.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.3.2009 kl. 23:09

7 Smámynd: Gústaf Níelsson

Í stuttu máli sagt Rakel þá er ég að reyna að segja þér að það er dauðans alvara að fara með saksóknarvald og ekki hægt að beita því eftir smag og behag. Grunnreglan er þessi: Betra er að sekur maður gangi laus, en saklaus maður sitji inni.

Margrét, ég held að Björn Bjarnason sé alveg jafnáhugasamur og aðrir landsmenn um það að sekir menn fái markleg málagjöld. Heldurðu það ekki? Var hann ekki sakaður um að elta Baugsmenn á röndum?

Gústaf Níelsson, 22.3.2009 kl. 10:37

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er búin að ná því að þú hefur einhverra hluta vegna álitið ástæðu til að upplýsa mig um það.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.3.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband