Leita í fréttum mbl.is

Fornöldin er mætt til starfa.

Þess var ekki langt að bíða að þjóðin fengi að upplifa orsakasamhengi hlutanna eins og það blasir við kommúnistunum í ríkisstjórninni. Tannskemmdir barna stafa af ónógri skattheimtu gosdrykkja samkvæmt kokkabókum Ögmundar heilbrigðisráðherra. Hann gerir sér enga grein fyrir því að tannskemmdirnar stafa af ónógri tannhirðu barna. Af því að foreldrarnir sinna ekki tannhirðu barna sinna nægilega vel og leiðbeina þeim ekki nægilega þegar þau stálpast. Með öðrum öðrum orðum: Foreldrar vanrækja tannhirðuna, sem þátt í heilsu afkvæma sinna.

Nú er það alls ekki svo að öll eða flest börn hirði ekki um tennur sínar, en þau eru of mörg og það verður algerlega að skrifast á vanrækslu foreldranna, en ekki of lágan sykurskatt. Væri ekki ráð að koma af stað viðamiklu tannhirðuprógrammi í öllum leikskólum landsins? Þangað fara flest öll börn og láta þau bursta tennurnar eftir allar máltíðir í leikskólanum. Er slík aðgerð kannski of lítilfjörleg og léttvæg fyrir allt velmenntaða fagfólkið sem vinnur á þeim stofnunum?


mbl.is Tillaga um sykurskatt ótrúleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Mikið afskaplega er ég sammála þér í einu og öllu.

Sigurður Sigurðsson, 14.5.2009 kl. 21:32

2 identicon

Ég veit ekki... jú jú líklega er slæm tannhirða bróðurparturinn af þessu. En ég hætti að drekka gos fyrir um ári síðan og fór til tannlæknis eftir árs pásu hjá honum. Þetta var í fyrsta skipti í svona 9 ár eða eitthvað að það þurfti ekki að laga svona 3-4 tennur í mér... ég kenni gosinu um. Ég held líka að það sé ekkert vafamál að gosdrykkir skemma tennur mun hraðar en sælgæti og annað sem er varasamt. En mér finnst samt líklegt að þó að gosverð hækki þá skilar það sér líklega ekki í minnkandi ásókn í gos.. eða ég held það ekki.  En ég meina slaka samt á að vera hækka verð á vörum það er nú nógu andskoti dýrt að lifa hérna nú þegar :/

Fannar (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 22:05

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Fannar. Að bursta tennur kvölds og morgna er lágmarks umhirða. Best er að bursta eftir allar máltíðir. Þú getur drukkið allt það gos sem þig lystir og étið allt það sælgæti sem þig langar í, bara ef þú passar að bursta tennurnar oft. Það sem fer illa með tennur fullorðinna eru reykingar. Hættu því ef þannig stendur á og farður aftur að drekka gos. Illt að hækka verðið á blandinu, nógu dýrt er brennivínið, ekki satt?

Gústaf Níelsson, 14.5.2009 kl. 22:25

4 identicon

Þið eruð í fornöld.Gos skemmir tennurnar og ef það er dýrara þá er verslað minna af því.Af hverju helduru að Jón Steindór Valdimarsson sé að væla? Svo er hægt að nota aukna skattheimtu á sykri til forvarna og fría tannhirðu fyrir 16 og undir.

siggi (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 22:59

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Jæja Siggi minn. Vertu bara duglegur að bursta.

Gústaf Níelsson, 14.5.2009 kl. 23:50

6 identicon

Væri ekki nær að banna þá bara sölu gosdrykkja til einstaklinga yngri en 18 ára? Þá verður ábirgðin vissulega foreldranna að passa upp á hvað börnin sín eru að leggja sér til munns..

Davíð (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 00:01

7 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Forsjárhyggja er orðið sem nær best yfir þess ríkisstjórn.  Þau mega skammast sín og ég hef enga trú á því að íslensk alþýða láti þetta bara ganga yfir sig.  Eigum við ekki frekar að burst vel tennurnar í börnunum okkar. 

Hvernig væri að lækka frekar skatta á tannbursta og tannkrem?

Helgi Kr. Sigmundsson, 15.5.2009 kl. 01:07

8 identicon

Algerlega sammála þér Gústaf.

Mamma mín var mjög passasöm með tannhirðu okkar systranna.  Enda erum við með topptennur :)  Og jafnvel eftir að við fluttum að heiman og gosneyslan jókst héldu tennurnar áfram að vera flottar og fínar!  Tel að móðir mín og aðhald hennar í tannhirðu hafi komið þar til góða.

Ég tel þessa hugmynd ráðherra um skattlagningu algerlega út úr kortinu!  Bara verið að sópa raunverulega vandamálinu út í horn.  Það er LÖNGU komin tími á að upfæra ráðherragjaldskránna eða setjast að samningarborðinu með tannlæknum!  Við þurfum ekki að finna upp hjólið í hvert skipti sem eitthvað kemur okkur í opna skjöldu ... (hvernig væri að leita t.d. til nágrannaþjóða okkar og sjá hvernig málin standa hjá þeim?)

kv. Ásta

Ásta (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband