Leita í fréttum mbl.is

Er ógnarstjórn Steingríms J. og Ögmundar í vændum?

Auðvitað þarf Ögmundur Jónasson ráðherra dóms- og mannréttindamála ekki að undrast það að sveitarstjórnarmenn skuli hafa gengið út undir ræðu hans á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem hann fjallaði um landsdóm og ákæruna á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. Öllum er ljóst að ákæra á hendur Geir er af pólitískum toga og hefur ekkert að gera með afglöp eða vanrækslu í störfum hans. Pólitískir andstæðingar hans og Sjálfstæðisflokksins sáu sér leik á borði þar sem hann lá vel við höggi og gátu ekki látið tækifærið sér úr greip ganga. Úr því að búið var að kynda bálið varð að henda einhverjum á það. Og sannarlega var feitt á stykkinu, þegar fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins gat orðið eldsmaturinn.

Nú heimtar Ögmundur að sveitarstjórnarmenn kveiki elda og finni einhverja til að varpa á bálköstinn. Hvað gengur manninum til? Er hann að boða ógnarstjórn og eilíf réttarhöld gegn pólitískum andstæðingum sínum?

Það eru furðulegir kraftar sem hafa leysts úr læðingi við myndun hinnar tæru og hreinu vinstristjórnar á Íslandi, svo ekki sé meira sagt.


mbl.is „Ekki með neina sleggjudóma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband