Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2008

Ţegar efnahagslega valdiđ verđur pólitískt

Nú verđa bankastjórar og stćrstu eigendur gömlu bankanna ađ hafa snarar hendur. Létu ţeir varnađarorđ Seđlabankastjórans sem vind um eyru ţjóta, eđa er mađurinn ađ segja ósatt? Svar óskast.

Fyrir hruniđ var gjarnan sagt ađ völdin hefđu fćrst frá stjórnmálamönnunum til viđskiptajöfranna og ţróun viđskiptalífsins vćri á slíkum hrađa, ađ ţessi pólitík vćri eins og fótakefli fyrir dugmikla bissnessmenn. Menn hristu hausinn yfir kokhreysti saksóknara smáríkis, sem steytti görn framan í viđskiptaveldi, sem velti ţreföldum fjárlögum ţess. Nú er viđskiptaveldiđ á brunaútsölu, en smáríkiđ reynir ađ vernda ţegna sína og innviđi, eftir alţjóđlegan áhćttuakstur viđskiptamógúlanna.

Héldu viđskiptajöfrarnir, sem nú hafa skriđiđ í felur, ađ ţeir ćttu allskostar viđ pólitíska valdiđ í smáríkinu? Ţađ er kannski ekki svo skrítiđ. Bretar halda ţađ líka, ţótt reynslan ćtti ađ kenna ţeim annađ.


mbl.is Davíđ: Varađi ítrekađ viđ ađ bankar vćru í hćttu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Áhugaverđ nálgun

Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfrćđi viđ HR, er líkast til snjallasti háskólahagfrćđingurinn sem gefur almenningi álit í kreppunni. Ólafur hélt erindi á ársfundi ASÍ í dag og nefndi m.a ađ Íslendingar ćttu sem allra fyrst ađ leita eftir ađild ađ evrópska myntkerfinu međ fyrirheiti um fulla ađild ađ Evrópusambandinu í kjölfariđ.

Ţetta er áhugaverđ nálgun hjá Ólafi, ţví hér er lagt til ađ farin sé öfug leiđ ef svo má segja. Hvađ gerist ef viđ fáum ađild ađ myntkerfinu, en ţráumst viđ ađ sćkja um fulla ađild ađ Evrópusambandinu?


mbl.is Vill óháđa erlenda úttekt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvađ eru sanngjörn bankastjóralaun?

Eftir ađ nýr bankastjóri Kaupţingsbanka ríkisins upplýsti um launakjör sín hefur allt veriđ á öđrum endanum og launin sögđ allt of há og hreint svínarí og ósvífni í kreppunni. Auđvitađ má fćra fyrir ţví rök ađ laun umfram laun Seđlabankastjóranna eđa ţá bara forsćtisráđherrans, séu umfram ţađ sem eđlilegt getur talist. En menn ţurfa auđvitađ ađ spyrja: Hvađ kostar nýr bankastjóri? Var einhver fullburđa í bođi fyrir minna verđ? Nú veit ég ekkert um ţađ, en býst viđ ţví. Hann hefđi kannski bara átt ađ neita ađ gefa upp launin, eins og stelpurnar í nýja Glitni og nýja Landsbanka völdu ađ gera, og losna ţannig viđ allt ţetta fjölmiđlafár og vesen.

Er ekki nauđsynlegt ađ upplýsa um laun kvennanna svo hćgt sé ađ rétta hlut karlsins? Vart viljum viđ mismuna kynjunum, eđa hvađ?


Hvađ ef ...?

Bretarnir hefđu nú ekki veriđ búnir ađ setja hryđjuverkalögin. Til hvađa úrrćđa hefđu ţeir ţá gripiđ? Stjórnmálamenn í vanda eiga ţađ til ađ grípa til óyndisúrrćđa, eins og ţeir kumpánar Brown og Darling gerđu núna. Almenningur ćtti ađ gćta vandlega ađ ţví hvađa tól eru gefin stjórnmálamönnum til ađ vinna međ, til ađ forđast misnotkun, eins og nú hefur gerst.

Ţađ hlýtur ađ styttast í ţađ ađ viđ slítum stjórnmálasambandi viđ Breta og segjum okkur úr Nato. Loftrýmiseftirlitiđ látum viđ svo sitja á hakanum yfir myrkustu og köldustu mánuđina og biđjum Rússa um ađ láta okkur vita hyggi ţeir á langferđir.


mbl.is Gott dćmi um misnotkun laga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Georgía er ekki vinalaus

Segiđi svo ađ tímar hinna pólitísku lána- og gjafasendinga sé liđinn!! Hér skortir ekki fé og framlög. Vesturveldin hafa fundiđ miklu sćtari stelpu og ţróttmeiri til fylgilags, en útslitna fjallkonu veđurbarna og lúna. Menn yngja upp.
mbl.is 4,5 milljarđar dollara til Georgíu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Faglegur blađamađur ađ störfum?

Ţessi frétt er ágćtt dćmi um hvernig blađamađur kokkar neikvćđa frétt um stjórnmálamann, sem heldur fram sjónarmiđum sem eru honum ógeđfelld. Reynt er ađ draga upp ţá mynd af stjórnmálamanninum, ađ hann sé nú hálfgert flón, sem óţarft er ađ taka nokkurt mark á. Hann hafi ţráfaldlega vakiđ undrun og hleykslan međ ummćlum sínum. Rétt er ađ sósíalistar og annađ liđ á vinstri kanti stjórnmálanna hafa iđulega haft svefnlausar nćtur yfir manninum og viđ ţađ er ekkert ađ athuga og ekki undarlegt eđa hneykslanlegt - heldur ofuređlilegt. Segiđi svo ađ fjölmiđlamennirnir séu ekki pólitískir varđhundar og gćslumenn pólitískrar rétthugsunar!!
mbl.is Aznar undrast fjáraustur í barráttu gegn loftslagsbreytingum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ađ semja međ byssuhlaupiđ í kokinu

Forsćtisráđherra stóđ sig prýđilega í Kastljósi kvöldsins, en ţáttarstjórnandanum Sigmari tókst illa ađ tjá reiđi almennings. Ţađ er engu líkara en ađ ţessir sjálfskipuđu fulltrúar fólksins séu algerlega farnir á taugum.

Í einhverja daga höfum viđ sitiđ viđ samningaborđ međ breskri sendinefnd til ţess ađ leita lausna á ágreiningsefni ţjóđanna. Mikiđ er í húfi fyrir "litlasta" landiđ. Samt látum viđ ţađ yfir okkur ganga, á sama tíma, ađ bresk stjórnvöld hafi okkur á lista yfir hryđjuverkamenn. Viđ ćttum auđvitađ ekki ađ rćđa viđ ţá af alvöru fyrr en ţeir vćru búnir ađ fjarlćgja okkur af ţeim lista og biđjast afsökunar á ţeim leiđu mistökum ađ viđ skulum vera ţar. Viđ eigum ekki ađ semja viđ menn sem stinga ísköldu bygguhlaupinu ofan í kokiđ á okkur. Samningsstađan er ekki góđ viđ slíkar kringumstćđur.

Aukinheldur kemur ekki til greina ađ pína ţjóđina til ađ greiđa svimandi háar stríđskađabćtur vegna útrásarvíkinganna og stjórnvöld eiga ekki ađ ljá máls á greiđslum umfram ţađ sem lög og reglur standa til. Allt svínaríiđ verđur ađ komast upp á yfirborđiđ í öllum löndum áđur en samningar, sem binda ţjóđina í langtíma fátćktarfjötra, verđa gerđir. Allt annađ er tilrćđi viđ lífsafkomu ţjóđarinnar í bráđ og lengd.

Samningamenn okkar hljóta ađ gera ţá kröfu ađ Singer&Friedlander bankinn, sem var breskur banki, í eigu Íslendinga, liggi ekki óbćttur hjá garđi. 


mbl.is Viđ munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Voru bankar Íslands í tröllahöndum eđa hvađ?

Ég vona ađ ţađ sé ekki einkum og sér í lagi vegna viđskipta viđ íslenska banka, sem Bayern LB ţarf ađ leita ásjár ţýskra stjórnvalda. Eru vandrćđi okkar í Bretlandi og Hollandi og Skandinavíu ađ breiđa sig víđar um lönd? Er vandinn ljótari er stjórnvöld hafa ţorađ ađ upplýsa um? Ef svo er ţurfa stjórnvöldin kannski ađ fara ađ huga ađ alţjóđlegum handtökutilskipunum gagnvart útrásarvíkingunum, sem hafa gufađ upp á undanförnum vikum. Viđ kannski gerum verktakasamning viđ CIA um fangaflutningana?
mbl.is BayernLB leitar ađstođar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er enn veik von fyrir Westan?

Ingibjörg Sólrún hefur gert Rice utanríkisráđherra grein fyrir stöđu fjármálakerfisins. Ţađ er örugglega betra ađ gera ţađ svona milliliđalaust, ţótt bandaríska sendiráđiđ á Íslandi sé örugglega búiđ ađ senda vestur heilu greinargerđarbunkana um ástand og horfur á Íslandi. Ţađ er bara ekki víst ađ rétta fólkiđ lesi stöffiđ.

Ţađ er ágćtt ađ ungfrú Rice lýsi áhyggjum og ćtli ađ taka máliđ upp viđ ađra fulltrúa bandarískra stjórnvalda. Hún ćtti kannski ađ fá Bush í liđ međ sér og tala viđ strákana í amríska Seđlabankanum. Vandinn er bara sá ađ útrásarvíkingarnir eru búnir ađ koma slíku óorđi á land og ţjóđ, ađ allir líta á okkur sem efnahagslega holdsveikisjúklinga, sem best sé ađ halda sér sem lengst frá. Áratuga bandalags- og vináttubönd hafa trosnađ eđa algerlega slitnađ. Hún er mikil ábyrgđ ţessara snillinga. Ég segi ekki meir


mbl.is Rice og Ingibjörg rćddu saman
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Á dauđa mínum átti ég von

En ekki ţví ađ vera sammála Ögmundi Jónassyni. Auđvitađ er ţađ rétt ađ engri átt nćr ađ hengja kynslóđir framtíđarinnar á skuldaklafa til ţess eins ađ greiđa upp óreiđuslóđa fárra fífldjarfra kaupsýslumanna. Mađur óttast mjög ađ eignir bankanna í útlöndum hrapi svo í verđi ađ lítiđ komi upp í skuldbindingar ţeirra. Fréttir benda til ađ svo sé. Skilabođ ţjóđarinnar eiga ađ vera skýr:"VIĐ BORGUM EKKI".
mbl.is Rangt ađ skuldbinda ófćdd börn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband