Leita í fréttum mbl.is

Hver hefur áhyggjur af skuldurum?

Sérkennilegt er hvað vonir hinna skuldugu lifa lengi í samfélagi, sem er sérsniðið að þörfum kröfuhafa. Nýfallinn hæstaréttardómur segir allt sem segja þarf um stöðuna. Krafa er eign og stjórnarskrárvarin. Það væri ágætt ef almenningur, skuldum vafinn eins og skrattinn skömmunum, færi nú loksins að átta sig á því, að skuldari, sem ekki getur staðið við skuldbindingar sínar, er fyrirlitinn og forsmáður. Einskis nýtur og getur bara sjálfum sér um kennt, hvernig staða hans er. Bankar, lífeyrissjóðir og reiknimeistarar ríkisstjórnarinnar, hafa engan áhuga á stöðu illra staddra einstaklinga (þeir hafa kennitölu, en ekki heimili), heldur sitja þeir eins og þrælahaldari, sem reiknar kalóríurnar ofaní þrælana, svo þeir hætti ekki að vinna. Þjóðfélag kröfuhafanna gefur aldrei neitt eftir nema fyrir útvalda.

Satt best að segja þykir mér sem kjaftur hæfi skel, að Jóhann Sigurðardóttir skuli veita ríkisstjórn á Íslandi forstöðu, á sama tíma og stritandi alþýða sér aðeins dimma daga, vegna yfirgangs kröfuhafanna, sem eru hægt, en örugglega, að koma óorði á eignarréttinn.

Svo er stjórnarandstaðan steinhissa að hún skuli ekki njóta trausts almennings. Hvað eru þeir að stússa í stjórnmálum sem ekkert eiga erindið?


mbl.is Mikil óvissa í Stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er það gæfulegt lið sem nú situr og þingar með lífeyrissjóðunum.

Nágrímur rollubóndi sem ekki kann að telja uppað 10, nema með vöxtum.

Grána gamla sem ekki kann að tala við almenning, hvað þá fólk með skoðanir.

Ömmi blanki sem sagði af sér útaf Icesave en kom aftur inn á þing þó ekki hafi verið haldið svo mikið sem einn fundur í málinu á meðan.

Og að síðustu sá eini í ríkisstjórninnni sem hefur sýnt framá að hann kunni að reikna.... og það svo vel að hann kom sér og öðrum í hrikalegt klandur....

Þetta eru aðilarnir sem að eiga að bera hag okkar fyrir brjósti...... ég held því að það borgi sig að ath hvað kostar með fyrstu vél af landi brott í fyrramálið, á'ur en "Stóri Lygasúpupakkinn" verður opnaður á laugardag og útrás fólks bönnuð!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 17:48

2 identicon

Það breytir víst litlu þó kröfuhafarnir hafi sjálfir fengið afskriftir á sínum skuldum - sumir 100%.  Það virðist ekkert breyta viðhorfunum. Sýnir siðleysið og sjálfhverfuna -  krimmaeðlið.

Linda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband