Leita í fréttum mbl.is

Snúið uppá hendur lífeyrissjóðanna

Ríkisstjórnin áttar sig á því að ekki er hægt að láta lífeyrissjóðina slá hana kalda varðandi úrlausn á skuldavanda heimila. Það lítur illa út séð af sjónarhóli spunameistaranna, enda trúir almenningur því að hann eigi sjóðina. Það er rangt, hann aðeins borgar í þá, aðrir ráða. Ríkisstjórin rær nú lífróður og kastar eins miklu ryki í augu almennings og nokkur kostur er.

Þegar upp verður staðið hefur ekkert breyst - fjötrar þrælahalds verða lagðir á herðar fjölda Íslendinga, sem þeir munu ekki geta risið undir. Engin almannasamtök, eins og stjórnmálaflokkar og verkalýðsfélög munu æmta eða skræmta, því samtakamátturinn, í bili að minnsta kosti, ristir ekki dýpra en til þess eins að bjarga eigin skinni.

Maður eiginlega skammast sín fyrir þroskaleysi þessarar þjóðar.


mbl.is Meginatriði samkomulags að nást
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hræddur um að þú hafir rétt fyrir þér hvað þetta varðar . Annars er þarna athyglisverður púntur varðandi eignarhald lífeyrisjóðanna en þar virðast stjórnendur ekki hugsa um hag eigenda sinna sem eru sumir hverjir að missa húsnæði sitt og í sumum tilvikum hefur vinnan farið líka , en þeir eru auðvitað launafólkið !

 kv  valgarð

Valgarð (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 18:29

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Nú getur ríkis ó-stjórnin etv ekki lengur falið sig á bakvið lífeyrissjóðina....?

Það var nefnilega allt þeim að kenna og nú á allt að vera ríkisstjórninni að þakka???  Það þarf skratti góðan spunameistara til að ná að tengja þetta tvennt saman.... jú eða autrúa almennin, t.d. vitleysinga sem stara í augu gamalla komma og trúa stefnu þeirra til "umbóta"...

Óskar Guðmundsson, 2.12.2010 kl. 18:37

3 Smámynd: Óskar

Voðalega eruð þið blá hægri menn sárir núna.  En það komur líka nákvæmlega ekkert á óvart.  Lífeyrissjóðirnir spurðu hvorki kóng eða prest þegar þeir spreðuðu fé sjóðfélaga í hlutabréf sem reyndust svo minna virði en rúlluskeinipappír.  Lífeyrissjóðirnir hafa líka stórgrætt á stökkbreyttum höfuðstól útlána.  Bara einfaldlega sjálfsagt að skila einhverju af þessu til baka.

Óskar, 2.12.2010 kl. 19:25

4 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

mega stjórnendur Lífeyrisjóða nota peninga landsmanna og ellilifeyri í póker ????

Erla Magna

Erla Magna Alexandersdóttir, 2.12.2010 kl. 20:59

5 identicon

Ekki spurðu þessir háu herrar í stjórnum lífeyrissjóðana eigendurna um þegar þeir töpuðu þvílíkum upphæðum að annað eins hefur aldrei heyrst. Þessir sömu tóku þátt í veislunni með útrásarvíkingingunum, en þegar á að hjálpa eigendunum þá er ekkert hægt að gera. Seta bara lög á þessa fugla sem stjórnaþessu og senda þá fyrir landsdóm.

Jón Ellert (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband