4.12.2010 | 22:21
Afbrotafólk krefst réttarfars eins og í Þriðja ríkinu
Óvenju treglega hefur gengið að koma lögum yfir ógæfusöm ungmenni, sem ákærð voru fyrir árás á alþingi. Slík árás varðar við lög og refsiramminn gefur dómara vart svigrúm til annars en að dæma til fangelsisvistar. Satt best að segja vekur nokkra undrun að eigi skuli vera búið að ljúka málsmeðferðinni, þar sem tvö ár eru nú liðin frá atburðunum. Dómarinn er augljóslega skítsmeykur við pólitíska andrúmsloftið, sem umlykur alla umgjörð málsins, þótt að sönnu sé málið lögfræðilega einfalt í eðli sínu. Brotamennirnir níu leita nú eftir stuðningi almennings við hið ólöglega athæfi sitt og boða auk þess til samstöðuaðgerða á þingpöllum 8. desember næst komandi. Þetta ágæta fólk hegðar sér eins og harðsvíraður nauðgari, sem hótar endurkomu sinni til fórnarlambsins verði ekki látið að kröfum hans, sjálfsagt í því skyni að vekja ótta hjá bæði starfsfólki alþingis og dómara málsins.
Öll þessi framganga minnir mig á lýsingu dr. Gunnars Thoroddsens, sem Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur dregur fram í nýútkominni ævisögu Gunnars, þar sem hann lýsir þróun refsiréttarfarsins í Þriðja ríki nazistanna: Hér er ekki aðeins dæmt eftir lögum heldur líka samkvæmt gesundes Volksempfinden [heilbrigðri tilfinningu fólksins] og ef þetta tvennt rekst á ræður hið síðarnefnda. (bls. 99)
Og það er ekki bara í þessu furðumáli níumenninganna, sem réttarkerfið í landinu á í vök að verjast. En skyldi Ögmundur vita af þessu?
Stuðningsmenn níumenninganna boða aðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Athugasemdir
Góðir punktar sem eiga fyllilega rétt á sér. Það er eftir öðru að réttarkerfið skuli ekki vera búið að afgreiða þetta mál. En þeim þingmönnum sem hamast við að fá málið niðurfellt eða dregið til baka og þem sem hamast til stuðnings þessu fólki yfirsést að það er dómstóla að afgreiða málið og sé það svo sem stuðningsmenn níumenninganna halda fram að þau séu saklaus, nú þá hafa þau ekkert að óttast. Það er eingöngu ef þau eru sek sem þau hafa eitthvað að óttast.
Jón Magnússon, 4.12.2010 kl. 23:10
Dómstólar eru hlutlaust vald og munu dæma eftir röksemdum. Að sjálfsögðu á réttvísin að hafa sinn gang og dæma í þessu máli. Annað væri algjört rugl.
Sigurjon (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 10:29
Það er hálfvitaskapur að sóa tíma og fé dómstóla í mál sem gera ekkert annað en að lýsa greindarskorti þeirra sem að því standa.
Það er ólíðandi að vera kvaddur í dómssal að verja mál sitt, þegar maður ætti ekki að vera þar, og það vita það allir.
Það eru hálvitaleg rök hjá þér Jón Magnússon að halda því fram að það sé bara eðlilegt að láta dómstóla fjalla um málið. Reyndu nú að tala eins og þú hefur vit til.
Baldvin Björgvinsson, 5.12.2010 kl. 10:37
Þú verður að fyrirgefa Baldvin Björgvinsson, en mér hefur algerlega yfirsést afburðagreind þín, sem ráða má af skrifum þínum. Ertu kannski einn af sakborningunum í málinu, sem auðvitað telur óþarft að koma lögum yfir afbrotafólk?
Gústaf Níelsson, 5.12.2010 kl. 11:21
Merkilegt hvað allir eru hálfvitar sem eru á annarri skoðun en framhaldsskólakennarinn Baldvin Björgvinsson. Ætli hann reyni að troða anarkista skoðunum sínum uppá nemendur sína?
Að sjálfsögðu eiga dómstólar að skera úr um málið.
Kristinn (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 11:40
Heill og sæll Gústaf; sem og aðrir gestir þínir !
Löngu er orðið tímabært; að við setjumst niður, yfir kaffibollanum, eins og við ráðgerðum, um árið, Gústaf.
En; í þessu máli, ferð þú villur vegar; hvar,, þjóðskipulagið, frá Lýðveldisstofnuninni 1944, hrundi ALLT, Haustið 2008.
Því; teljast svokallaðir dómstólar - sem annað innvols, hérlendis ógildir vera, þar sem Byltingarástand skapaðist, í Septemberlok / Októberbyrjun 2008 - og ríkir enn.
Því; dreg ég þær ályktanir ?
Jú; þannig, hefðu bræður mínir, Rússneskir Hvítliðar, svo og hin ágæta Kuomingtang hreyfing, austur í Kína - sem og EOKA; þeirra Nikosar Sampson, á Kýpur, túlkað hlutina - sem aðrir þjóðfrelsis sinnar, um víða veröldina.
Gerfi- lýðræði Alþingis; er marklaust - og hér á að sitja, 3 - 18 manna Byltingarráð harðlínumanna, en ekki þessi gauf, sem nú sitja á þingi - í dómstóla kerfinu, né annars staðar, Gústaf minn.
Það er; kjarni þessarra mála allra.
Níu menningarnir; voru einungis, að vinna þjóðþrifaverk, með aðför sinni, að liðleskjunum 63 - og áttu að hafa mun meiri, og einbeittari stuðning, án tillits, til litrófs stjórnmálanna.
Takið eftir; Gústaf - og aðrir gestir hér, að Hlynur nokkur Halls son, Eyfirzk lista spíra, er að gjamma, á sinni síðu, í fulkominni hræsni sinni - og þykist styðja niðurfellingu mála, gagnvart níu menningunum. Hlynur er; einn þeirra vinstri dindla, sem Stein grímur J. Sigfússon getur ætíð reitt sig á, að opni ginið, þegar hagsmunum flokks ræksnis þeirra - sem hinna 3 (B - D og S) er ógnað, á einhvern máta.
Með kveðjum góðum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 14:23
Já sjaldan bregst þú vondum málsstað Óskar Helgi, sé það í boði. Kaffi skal ég drekka með þér hvenær sem þú villt, en þjóðskipulagið hrundi ekki. Níumenningarnir fylgdu bara í kjölfar erfiðleika samfélagsins eins og alltaf gerist í þröng; þeir eru auðvitað hýenur samfélagsins, sem er þeim efirlátið vegna umburðarlyndis lýðræðisins. Hafðu það í huga. Liðleskjunum 63 komum við frá í frjálsum kosningum hins frjálsa þjóðfélags og dómstólana eigum við að láta í friði, vegna þess að við fólum þeim að annast dóma, í sátt við lýðræðið. Eigum við kannski að breyta lýðræðinu eittthvað?
Gústaf Níelsson, 5.12.2010 kl. 20:25
Jah ég ætla rétt að vona að landslög séu ekki náttúrulögmál. Þið virðist halda það. Í þessu máli eru þau túlkuð eftir hentisemi, það er stórhættulegur farvegur.
Sigrún (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 20:32
Sigrún mín. Landslög hafa ekkert með lögmál náttúrunnar að gera. Þau eru sett af alþingi og dómarar fella dóma, samkvæmt stjórnarskránni. Þú veist þetta, er það ekki?
Gústaf Níelsson, 5.12.2010 kl. 21:00
Gústaf „minn,“ eru þessi lög þá ekki eins breytanleg og hvað annað manngert í þessu lífi? Er ekki hægt að endurskoða þau þegar nauðsyn krefur; skrifuð af mönnum breytanleg af mönnum? Eða hefur mannalögum aldrei verið breytt í gegn um tíðina. Ástæðan fyrir samanburði mínum er sú að margir virðast líta á mannalög sem óvéfengjanleg, heilög, en á meðan eru þau túlkuð eftir geðþótta eða hentisemi.
Ég fól hvorki alþingi né dómstólum þetta vald sem þú talar um og hef sirka ekkert um það að segja, en þeir virðast hafa það samt yfir mér?
Ekki tala um okkur, talaðu um sjálfan þig.
Sigrún (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 00:35
Komið þið sæl; að nýju !
Gústaf !
Þakka þér fyrir; góð viðbrögð, við mögulegu kaffispjalli, síðar meir.
En; í Guðanna bænum, viðurkenndu þá staðreynd, að Lýðveldið Ísland, hrundir í rústir einar, Haustið 2008.
Og; að við eigi að taka, sé þess nokkur kostur, Byltingarráð þjóðfrelsissinna, á spánýjum grunni - og hvítflibba- og blúndu kerlinga stjórnarfarinu, kastað ENDANLEGA, fyrir róða, ágæti drengur.
Með; sízt lakari kveðjum - en öðrum fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 00:54
Það er rangt hjá þér Óskar Helgi að Lýðveldið Ísland hafi hrunið í rústir einar haustið 2008, eins og þú orðar það. Að sönnu varð það fyrir alvarlegu áfalli, og þegnarnir voru svo ógæfusamir að velja til forustu og handleiðslu lakasta liðið sem í boði var til slíks, þau Jóhönnu og Steingrím J. Almenningur hefur ekki enn bitið úr nálinni vegna þeirra mistaka. Og það er dauðans alvara að leggja þrælaklyfjar á fólk á besta starfsaldri. Það er Norræna velferðarstjórnin að gera og afleiðingarnar vera skelfilegar fyrir fólk og heimili þess. Ég spái vaxandi landflótta, eins konar "færeysku ástandi" og 20% fylgi Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum og stuðningi við alls konar pólitíska upphlaupsmenn.
Þetta lítur ekki vel út Óskar Helgi, eða hvað?
Gústaf Níelsson, 6.12.2010 kl. 16:03
Komið þið sæl; sem fyrr !
Gústaf !
O; jú. Ég sit fastur; við minn keip, hvað örlög Lýðveldisins varðar, fornvinur góður.
Hins vegar; er ég algjörlega sammála þér, um óheilla þróun þá, sem yfir okkur hefir gengið - og gengur enn, að óbreyttu.
Miðju moðs; sem vinstri flokka skriflin, hafa verið okkur dýrkeypt, til þessa.
Með; þeim sömu kveðjum, sem áður - og fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.