Leita í fréttum mbl.is

Er Sjálfstæðisflokkurinn að bresta?

Ef spádómar Ásgerðar Flosadóttur ganga eftir þarf Sjálfstæðisflokkurinn  ekki að kemba hærurnar. En hvers vegna er millistéttin á Íslandi að tapa aleigunni? Er það vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafði brugðist?

Ekki var hann við völd þegar verðtrygging var leidd í lög, og ekki var hann heldur við völd þegar frjálst framsal á kvóta var heimilað.

Og furðulegt er að  Fjölskylduhjálp Ísland skuli ná hæstu hæðum einmitt þegar norræna velferðarstjórnin situr að völdum á Islandi


mbl.is Telur millistéttina enda í fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er dæmigert fyrir fyrir vinstristjórn allt í kaldakoli, atvinnuleysi. svört atvinnustarfsemi og alsherjar volæði.

Arnar Ívar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 22:53

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ertu alveg viss Arnar Ívar? Skiptir nokkru máli hver situr að stjórninni? Það er ekki einleikið að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki njóta meira en 34% fylgis í skoðanakönnunum í íslenska volæðinu, sem nú gengur yfir.

Gústaf Níelsson, 5.12.2010 kl. 23:08

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Hrunflokkurinn þinn var við völd fyrir og eftir hrun. Segir það þér eitthvað Gústaf ?

hilmar jónsson, 6.12.2010 kl. 01:13

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Millistéttin hefur verið sá stofn sem hefur kosið Sjálfstæðisflokkinn. Ef flokkurinn ætlar ekki að vernda eignarrétt hennar mun hann þurrkast út með mililstéttinni.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 6.12.2010 kl. 07:49

5 identicon

Gustaf segir: ,,Ekki var hann við völd þegar verðtrygging var leidd í lög, og ekki var hann heldur við völd þegar frjálst framsal á kvóta var heimilað.#

Nei Sjálfstæðisflokkurinn var ekki við völd þegar þessi umdeildu lög voru sett, en Sjálfstæðisflokkurinn er mesti varðhundur þessara laga á þingi. Þeir gera allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir að þessum lögum verði breytt. Hvers vegna er það?

Valsól (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 08:31

6 identicon

Einkennilegt, Gustaf talar um flokkinn sem ,,Hann" eins og um guð væri að ræða.

Valsól (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 08:33

7 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Valsól ástæða þess að Sjálfstæðisflokkur ver kvótaeigendur er sú einfalda staðreind að mestur hluti kvótaeigenda núna eru fólk sem skuldsetti sig til þess að kaupa kvóta og með honum réttinn til að veiða. Það voru þínir flokkar sem settu á kvótakerfið, frjálsa framsalið og verðtrygginguna. Það voru líka þínir flokkar sem tóku verðtrygginguna af launum. Því miður virðist loða við vinstri flokkana að gera alla hluti illa og sjá ekki fyrir endann á því sem þeir framkvæma. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt barist fyrir eignarrétti einstaklinga og því líkar mér miður nú er hann virðist ætla að horfa framhjá eignaupptöku hjá millistéttinni.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 6.12.2010 kl. 12:50

8 Smámynd: Gústaf Níelsson

Jæja Valsól góður, nú er hún Adda Þorbjörg bæði búin að snýta þér og skeina. Þótt þú hatist út í Sjálfstæðisflokkinn gæturðu nú látið hann njóta sannmælis og leyft staðreyndunum að tala sínu máli. Hann var ekki við völd þegar verðtryggingin var tekin upp, ekki heldur þegar frjálsa framsalið á kvótanum komst á og ekki nú, þegar þúsundir Íslendinga á besta starfsaldri verða gerðir að öreigum.

En haltu samt áfram að kjósa þína flokka.

Gústaf Níelsson, 6.12.2010 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband