14.12.2010 | 21:27
Vinir lýðræðisins að störfum?
Andstæðingar Silvios Berlusconis geta ekki sætt sig við það að hann skuli hafa staðið af sér vantrauststillögu í ítalska þinginu. Viðbrögðin eru þekkt meðal uppþotsmanna á vinstri væng stjórnmálanna - óeirðir og eignaspjöll, skemmdarverk og ofbeldi. Lögum verður væntanlega ekki komið yfir þennan skríl, frekar en þá, sem réðust með ofbeldi á alþingi Íslendinga fyrir tveimur árum síðan. Maður spyr sig hvort réttarríkið og lýðræðið sé að bresta og láta undan ofbeldisfólki, sem engu eirir, en hefur stöðugt í hótunum við alla þá sem veita viðnám.
Það væri áhugavert lokaprófsverkefni fyrir ungt fólk í fjölmiðlafræðinámi að draga saman hvað íslenskir prentmiðlar hafa sagt um Berlusconi og ítölsk stjórnmál síðast liðin tvö ár, eða svo. Það myndi auðvitað sýna hve fjölmiðlarnir, eða öllu heldur fjölmiðlungarnir, hér á landi eru lélegir.
Gæti umsögnin hljómað svona: "Hann er mjög upptekinn af óeðlilegu sambandi við konur?"
Mikil harka í mótmælum í Róm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Athugasemdir
ríkisvald er ofbeldi.
F.V. (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 22:02
Berlusconi er ekki bara gjörspilltur og með tengsl við glæpasamtök heldur er hann líka mikill aðdáandi Benito Mussolini og reynir gjarnar að líkjast eftir honum.
Borgarstjóri Rómar var meðlimur í Fasista samtökum áður en hann fór út í stjórnmál og stuðningsmenn kalla hann gjarnan "Il Duce".
Aðgerðaleysi er mun verra en allar heimsins óeirðir tilsamans og það sama og samþykki.
"Óeirðir eru tungumál þeirra sem ekki er hlustað á"
- Martin Luther King
Óeirðir eru líka mun lýðræðislegri en kosningar.
F.V. (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 22:07
Hvað með það að þeir séu miklir aðdáendur fasismans.. Verra er að eiga seðlabankastjóra sem er kommúnisti!!!
http://www.youtube.com/watch?v=Q56dc163QhE
Aron (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 22:33
Já ég sé að framtíð lýðræðisins er alveg í toppmálum, eins og sagt er!!
Gústaf Níelsson, 14.12.2010 kl. 22:36
Lýðræði er ekki bara lýðræði. Það eru eflaust til jafn mörg form af lýðræði og öll þjóðríkin samtals, plús allar borgir og bæir, plús önnur form af samfélögum, fyrirtækjum og fjölskyldum og öllum öðrum hópaformum sinnum öll þau ár síðan maðurinn skreið niður úr trjánum.
Að segja að risa hópur sem hefur eflaust jafn margar skoðanir og einstaklingur í honum sé á móti lýðræðinu er í besta falli einföldun.
Það þing sem tók ákvörðun um að reka ekki Berlusconi er eitt form lýðræðis sem er aðskilið fjöldanum sem mótmælin samanstóðu af. Lýðræði mótmælanna var stjórnlaust en inni á þingi háð yfirvaldi fárra. Það sem er verra er að völd lýðræðisins á þinginu nær yfir fjöldan án þess að fjöldi hafi nokkuð að segja nema merkingalausar blaðaútfyllingar á fjögurra ára fresti. Óeyrðir og uppþot er eðlileg hegðun þess sem hefur það markmið að kollvarpa þessu kerfi, þessu formi af lýðræði, en ekki lýðræðinu per se.
Þannig að þegar þú talar um að fólk sé á móti lýðræni, að framtíð lýðræðisins sé í hættu. Þá er það röng leið til að tala um hlutina, svona svipað og að segja að lífi á jörð stafi hætta af loftslagsbreytingunum þegar hið rétta er að segja að afmarkaðar tegundir lífvera (eins og mönnum og furutrjám) stafi hætta af loftslagsbreytingunum.
Svo í þínu tilfelli Gústaf þá er réttara að segja að vinir núverandi forms lýðræðis hafi verið að störfum, og að framtíð þess forms af lýðræði sem nú er í gangi sé í toppmálum.
R (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 23:24
Hann er nú frekar slappur kommi ef hann telur að bankar séu eitthvað sem á að vera til og ekki eitthvað viðbjóðslegt kapítalískt afl sem bera að eyða algerlega.
F.V. (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 00:27
Jamm. Ég hef eiginlega engu við að bæta, því hér hefur slíkt mannvit mælt af vörum fram að manni vefst tunga um tönn. Hin duldu nöfn Íslands eru engu lík og framlag þeirra til alvarlegrar þjóðmálaumræðu einstæð að gæðum og framsýni.
Heimskan ríður sjaldan við einteyming, svo ekki sé nú meira sagt.
Gústaf Níelsson, 15.12.2010 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.