11.1.2011 | 22:13
Hvernig á að orða spurninguna?
Hin heimskunna íslenska auðkona, Björk Guðmundsdóttir, fékk Norræna húsið lánað undir hugðarefni sitt, sem er að koma auðlindum landsins undir ráðstöfunarvald stjórnmálamanna. Í því ágæta húsi fékk fólk tækifæri til þess að syngja uppáhöldslögin sín ásamt því að skrá sig á vefsíðu, sem boðar ríkiseign á auðlindum í þeirri trú að þar með væru þær í almannaeign, eða þjóðareign, eins og gjarnan er um talað.
Eins og eðlilegt er má Jóhanna Sigurðardóttir, verkstjóri ríkisstjórarinnar, vart vatni halda af hrifningu yfir framtakinu, enda færir það stjórnmálmönnum áður óþekkt völd í þessu landi, ef svo illa tækist til að fólk yrði platað til þess að afhenda stjórnmálamönnum á silfurfati eignir sem ættu að vera í dreifðri eignaraðild almennings. Sumir stjórnmálamenn svífast einskis til þess að auka vald sitt og miðstjórnarvald ríkisins. En hvernig gæti þjóðaratkvæðagreiðala um eignarhald á orkuauðlindum og nýtingu þeirra farið fram? Hver ætti spurningin að vera, sem lögð yrði fyrir almenning? Ætti hún að hljóða svona: Vilt þú að auðlindir Íslands verði í almannaeigu, eða þjóðareign? Eða ætti hún að hljóða svona: Vilt þú að stjórnmálamenn í umboði ríkisins hafi algert ráðstöfunarvald á auðlindum Íslands, hvort sem þær eru á sjó eða landi? Eða ætti spurningin að hljóða einhvern veginn öðru vísi?
Eru stjórnmálmenn ekki orðnir svolítið frekir til valdsins í þessu landi? Og hættulegastir eru þeir sem bæði bera fyrir sig þjóðina og almenning og telja sig vera í sérstöku umboði hans. Það umboð á sér eðlilega takmörk, þótt sumir stjórnmálamenn vilji hafa það takmarkalaust.
Jóhanna fagnar undirskriftum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Athugasemdir
Riftun Magmasamningsins yrði ríkinu svo dýr að maður mætti óttast um auðlindir.
Eins gæti bann við nýtingu útlendinga á auðlindum reynst þjóð á blábrúninni, efnahagslega, slík óhagkvæmni að það setti pressu á auðlindir.
Mér er minna annt um álit fólks á mér heldur en um íslenskar auðindir: að þær verði hvorki ofnýttar (td af algerri neyð), seldar né að þær verði teknar uppí skuldir og bendi því á að Björk og hennar kór gætu reynst ógn við auðlindir.
Vilji Íslendingar virkilega gæta að sínum auðlindum, þá hafa þeir
ekki efni á bjánaskap/skrílmennskupólitík.
Skrílmennskupólitík er nefnilega kostnaðarsöm. Og allt sem er kostnaðarsamt fyrir blanka þjóð er vitaskuld bein ógn við auðlindir.
Undirskriftalisti Bjarkar er því, ef eitthvað er, ógn við íslenskar auðlindir.
asdis o. (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 22:39
Sæll og blessaður. Magma Energy er eitt alræmdasta fyrirtæki heims og þekkt fyrir að sölsa undir sig auðlindir fátækra þjóða, oft hjálpar AGS þeim. Þeir eiga nú nánast allt gullið í Perú, og hafa með því komið í veg fyrir að sú þjóð rísi upp úr fátækt næstu árhundruðin nema allt í heiminum fari á hvolf.......Orkuauðlindir í einkaeign eru almennt heimskuleg hugmynd. Í Argentínu, sem á sínum tíma hlýddi tillögum AGS eins og jafn hlýðnir hundar og Jóhanna og Steingrímur dillandi rófunni fyrir þeim alla daga og geltandi allt til fjöldans sem þeir segja þeim að segja...er nú jafnvel kranavatn einkavætt. Síðan það varð einkavætt er það svo, að ef þú borgar ekki reikninginn á réttum tíma, sem allir gætu lent í ef til dæmis fjölskyldumeðlimur veikist alvarlega og lendir í dýrum aðgerðum.....kemur fyrir fína og duglega menn með háar prófgráður.......þá er vatnið tekið af húsinu og það getur tekið mánuði að fá það aftur. Svona er AGS og vinir þeirra miklir vinir mannkynsins. Þú óskar börnunum þínum ekki sama réttar og dýranna í skóginum að fá að drekka sitt vatn frítt. Þú um það, en mundu þá að með sleikjuskap þínum við Samspillinguna, AGS og multi nationals sem arðræna fátækt fólk, þá varst það þú sjálfur, sem með heimsku þinni seldir þín eigin barnabörn í þrældóm, sem sannur hundur, fái þínir líkar nokkurn tíman aftur yfirhöndina.....
Íhaldsmaður (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 04:16
Ertu ættleiddur? Þú ættir að skammast þín fyrir að reyna að innleiða hér sama ástand og ríkir í löndum forfeðra þinna, þar sem blóðsugur og arðræningjar ráða öllu. Þvílíkt vanþakklæti!!! Þér hefði greinilega liðið betur í þrældóminum, fyrst þú ert að reyna að koma börnunum þínum í hann.....Þú ert vanþakklátur forsjóninni.
Victor. (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 04:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.