24.10.2011 | 21:23
Brandarakallinn Jalil.
Eftir að evrópskir skattgreiðendur hafa tekið að sér að koma hryðjuverka- og ógnarstjórnarmanninum Gaddafi frá völdum með ærnum tilkostnaði, sprettur fram á sjónarsviðið leiðtogi þjóðarráðs Líbíu, Mustafa Abdel Jalil (sem er að vísu gamall bandamaður fyrri stjórnvalda) og segir okkur að nýtt hófsamt múslimaríki muni rísa á rústum Líbíu, byggt á sharíalögum. Fljótt á litið gæti maður haldið að maðurinn væri að spauga, en svo er alls ekki.
Þekkir einhver hófsamt múslimaríki byggt á sharíalögum? Sjálfum þykir mér hófsemi Tyrkjaveldis nútímans alveg á mörkunum, er það þó veraldlegt ríki í meginatriðum.
Skattgreiðendur Vesturlanda eiga ekki að taka í mál annað en að á rústum Líbíu Gaddafis, rísi veraldlegt ríki múslima, sem sækir fyrirmyndir að minnsta kosti til Tyrklands og hið sama þarf að gerast um svæðið frá Marokkó til Egyptalands.
Er við því að búast að stjórnmálaleiðtogar hins vestræna heims standist þá freistingu að vinna frekar fyrir hugsjónir frelsisins, en hagsmuni olíuauðjöfra? Reynslan kennir okkur að frelsishugsjónin er iðiulega borin ofurliði af sérhagsmunum.
Segir Líbíu verða hófsamt múslimaríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Athugasemdir
Heill og sæll Gústaf; æfinlega !
Þakka má fyrir; reyndar, að Tyrkland skuli ekki vera komið lengra, til baka, til tíma Soldána- og Kalífa veldisins, fornvinur góður.
Hvar; þeir Erdogan og Gul, stefna leynt og ljóst, að upptöku Sharía óskapnaðarins - svo og náin tengsl þeirra, og aukin, við Saudi- Arabísku Konungsstjórnina, jafnframt - og Wahhabisma hennar.
Þó; er ég ekki úrkula vonar, að sterka menn megi enn finna, innan Hersins, þar eystra - sem gætu staðið Kenan Evren, og öðrum fylgismönnum, stefnu Kemals heitins Ataturk, nokkuð jafnfætis.
En; Norður- Afríka, mun verða okkur sama ráðgátan, sem hingað til, Gústaf, nema Berbneskum frumbyggjum vaxi svo ásmegin, að geta dregið úr Mekku stílbrigðum, hinna Arabísku landnáms manna, þar; um grundir - frá Máretaníu austur að Egyptalandi, að minnsta kosti.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 21:51
Skattgreiðendur vesturlanda áttu aldrei að taka þátt i þessari vitleysu-- en það er ástæða fyrir öllu og hún er sú að Gaddafi vildi hætta olíuviðskiptum i dollurum. Saddam hafði á sínum tíma reifað svipaða hugmynd. Ætli það sé tilviljun að báðar þjóðirnar máttu þola hernaðaríhlutun vesturlanda í kjölfarið ? Skattborgarar vesturlanda fá þetta til baka ef plönin ganga eftir því aðalplanið var að sjálfsögðu að ræna olíuauðlindum Líbýu eða allavega koma þeim í hendur manna sem væru þægir í taumi.
Óskar, 24.10.2011 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.