23.4.2007 | 18:11
Dekrað við delluhugmyndir
Hrafn Gunnlaugsson, leikstjóri og kvikmyndagerðamaður, hefur um margt stórsnjalla sýn á skipulagsmál Reykjavíkur. Hefur hann opinberlega viðrað ýmsar áhugaverðar hugmyndir sem vert er að skoða. Kjarninn í skoðunum hans er sá að hyggilegra sé að byggja hátt í stað þess að fletja byggðina út. Þannig mætti skapa nokkurn borgarbrag í henni Reykjavík. Hann hefur talað fyrir því að flytja Árbæjarsafn í Hjómskálagarðinn og jafnvel víðar. Háreist íbúðabyggð á því svæði tel ég koma vel til greina. Hrafn hefur ennfremur talað fyrir flugvelli á Lönguskerjum, sem ég sem leikmaður tel hyggilegra að gera, í stað þess að slengja honum á Hólmsheiði. Best væri auðvitað að flytja innanlandsflug til Keflavíkur, en um þetta verða menn sjálfsagt seint sammála. Hrafn viðraði þá hugmynd að byggja háhýsi á rústum Lækjargötu 2 og Austurstrætis 22, sem urðu eldi að bráð fyrir skömmu. Nær það nokkurri átt að endurbyggja "fornminjar" á vegum skattgreiðenda? Þessi föllnu hús hafa í reynd enga sögulega eða menningarlega skírskotun, það sést auðvitað best á því hvernig húsin voru nýtt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
-
jonvalurjensson
-
axelaxelsson
-
baldher
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
gattin
-
baenamaer
-
carlgranz
-
egill
-
frjalshyggjufelagid
-
gesturgudjonsson
-
gudni-is
-
duna54
-
zeriaph
-
halldorjonsson
-
hannesgi
-
blekpenni
-
hildurhelgas
-
astromix
-
enoch
-
johannst
-
jonmagnusson
-
kolbrunerin
-
credo
-
krist
-
magnusthor
-
martagudjonsdottir
-
ragnhildurkolka
-
fullvalda
-
fullveldi
-
siggileelewis
-
valdimarjohannesson
-
vey
-
thjodarheidur
Athugasemdir
Sammála. Get gert "Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum." að mínum. Velkominn á bloggið.
Benedikt Halldórsson, 23.4.2007 kl. 18:21
Takk Benedikt. Gervilýðræði og lýðskrum, svo maður tali nú ekki um allt þetta uppgerðar- og gervifrjálslyndi, sem plagar margan góðan drenginn, er orðið að hálfgerðu meini.
Gústaf Níelsson, 23.4.2007 kl. 23:04
Velkominn í Moggablogheima, vinur og félagi.
Jón Valur Jensson, 24.4.2007 kl. 01:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.