Leita í fréttum mbl.is

"Fræðikona" fer á taugum.

Ung “fræðikona” við Háskólann á Akureyri, Andrea Hjálmarsdóttir, virðist hafa fengið nett taugaáfall, þegar niðurstöður rannsóknar hennar voru henni ekki að skapi. Ein niðurstaðan var sú, að unglingsstúlkur nú telja í ríkara mæli en árið 1992, að konur ættu að sjá um þvotta á heimilum sínum, fremur en karlar. “Samanburðurinn á því sem var og því sem nú gerist er sjokkerandi”, hefur Fréttablaðið eftir hinni niðurbrotnu Andreu, sem dregur þá ályktun að nú hafi aldeilis verið sofið á verðinum í jafnréttisbaráttunni. Ég sá ekki betur en að talsmaður Jafnréttisstofu, hefði sömuleiðis farið á límingunum af sama tilefni í sjónvarpsfréttunum. Það hefur kannski alveg farið framhjá “jafnréttisdömunum” að heimilisstörf almennt í samtímanum fara eftir samkomulagi hjóna og sambýlinga. Þær geta þó huggað sig við það að Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrum borgarstjóri og nú frambjóðandi fyrir Sf í Reykjavík, eldar ekki matinn heima hjá sér. Skyldi hún þvo þvotta og skúra gólf?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband