5.5.2007 | 15:57
Velferð og kosningaspár.
Í aðdragana komandi kosninga hafa bæði stjórnmálamenn og fjölmiðlar verið of uppteknir af því að ræða niðurstöður skoðanakannanna. Fyrir vikið hafa málefnin nokkuð þurft að þoka. Hin svokölluðu velferðarmál eru þó að verða sífellt fyrirferðarmeiri, eftir því sem nær dregur kosningum í málatilbúnaði allra flokka. Enginn stjórnmálaflokkur vill gera nokkrar athugasemdir við sífellt aukna velferð, einkum og sér í lagi til þeirra sem minna mega sín, eins og það er alltaf kallað. En fjármokstur velferðarinnar er að taka á sig nýja mynd. Nú skal þeim, sem ágætlega eru staddir, úthlutað skattfé í nafni jafnréttis. Jafnan hefur hraustu fólki, sem hefur atvinnu og er iðjusamt, tekist að komast ágætlega af í þessu þjóðfélagi hingað til. Jafnvel þótt það hafi orðið þeirrar hamingju aðnjóandi að eignast börn. Allir stjórnmálaflokkar keppast við að lofa ungu fólki og öldruðu gulli og grænum skógum, en hinum miðaldra, sem hvort sem draga vagninn í þjóðfélaginu er engu lofað. Þeir geta séð um sig sjálfir, og gera það. Þessi staðreynd leiðir eðlilega hugann að því að efnahags- og atvinnulífið og sá aðbúnaður sem því er skapaður skiptir höfuðmáli. Sé einskis aflað, geta stjórnmálamenn engu úthlutað. Þetta er ágætt að hafa í huga. Og svo er það spáin mín. Vg 15%, Sf 25%, Sjálfstæðisflokkur 38%, Framsóknarflokkur 12% (stjórnin rétt lafir), Frjálslyndir 8%, Íslandshreyfingin 2%. Er þetta eitthvað verra en hvað annað?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:08 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.