7.5.2007 | 15:08
Þegar öllu er á botninn hvolft
Núna streyma kosningabæklingarnir inn um bréfalúgur landsmanna. Þeim er ætlað það hlutverk að upplýsa háttvirtan kjósanda um stefnumál flokkanna, sem í boði eru. Einhverra hluta vegna er ég litlu nær um tilgang og markmið í öllum loforðaflauminum. Einn bæklingur finnst mér þó skera sig úr, því hann byggir á raunsæi. Forsíðu hans prýða foringjar Sjálfstæðisflokksins, þau Geir og Þorgerður Kartín, og hin skynsamlegu orð:Þegar öllu er á botninn hvolft er traust efnahagsstjórn stærsta velferðarmálið. Sannleikurinn er auðvitað sá að kjósendur vita hvað þeir hafa, en vita ekki hvað þeir fá. Þótt félagshyggjuflokkarnir núi Sjálfstæðisflokknum gjarna um nasir, að bera ekki hag þeirra sem minnst mega sín fyrir brjósti, er það beinlínis hrein sögufölsun. Sósíalismi Sjálfstæðisflokksins er fremur af toga kristilegs hugarfars, en skömmtunarsósíalisma þeirra, sem kenna sig við félagshyggju. Einhver snjallasti leikur síðari ára í stjórnmálum var leikinn af formanni Sjálfstæðisflokksins, er hann greindi frá því í síðustu landsfundarræðu sinni, að framvegis yrðu öryrkjar metnir út frá því hvað þeir gætu unnið, en ekki því, hversu veikburða þeir væru. Ég spái því að þessi nálgun muni gjörbreyta aðstæðum fjölmargra öryrkja, öllum í hag, á komandi árum. Merkilegt hvað fjölmiðlar hafa lítið fjallað um þessa merku réttarbót.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.5.2007 kl. 01:19 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
-
jonvalurjensson
-
axelaxelsson
-
baldher
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
gattin
-
baenamaer
-
carlgranz
-
egill
-
frjalshyggjufelagid
-
gesturgudjonsson
-
gudni-is
-
duna54
-
zeriaph
-
halldorjonsson
-
hannesgi
-
blekpenni
-
hildurhelgas
-
astromix
-
enoch
-
johannst
-
jonmagnusson
-
kolbrunerin
-
credo
-
krist
-
magnusthor
-
martagudjonsdottir
-
ragnhildurkolka
-
fullvalda
-
fullveldi
-
siggileelewis
-
valdimarjohannesson
-
vey
-
thjodarheidur
Athugasemdir
Sammála þér. Nú er ríkistjórnin í góðum málum og á að halda áfram til góðra verka með hærri tekjum fyrir öryrkja og aldraða.
Kveðja
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 13.5.2007 kl. 17:44
Sannleikurinn er sá að hugsa þarf framrás Íslands án þess að vera með sósíalistana í farteskinu, Sigríður Laufey. Tækifærin eru þess eðlis að vinstriflokkarnir eiga að daga uppi, líkt og tröllin.
Gústaf Níelsson, 13.5.2007 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.