Leita í fréttum mbl.is

Er eitthvað að marka kosningaspár?

Hinn 5. maí s.l. (það var áður en Björn Bjarnason klúðraði ríkissaksóknaraembættisveitingunni, sem kostaði Sjálfstæðisflokkinn umtalsvert fylgi, og trúlega enn meira ef Jóhannes kaupmaður í Bónus hefði ekki hvatt almenning til fylgilags við flokkinn) setti ég fram á bloggi mínu kosningaspá, sem stóðst sæmilega. Það vakti athygli mína strax hve fjölmiðlafyrirtæki og fjölmiðlafólk var upptekið við það að “spá í spilin” eins og sagt er, en á forsendum sem stóðust illa. Málefnin viku fyrir bullinu í álitsgjöfunum og háttvirtur kjósandi var litlu nær um hin raunverulegu mál. Sannleikurinn er sá að Ísland stendur í dag frammi fyrir gjörbreyttum aðstæðum, þar sem pólitísk hugmyndafræði 19. og 20. aldarinnar verður skilin eftir, eins og hver annar draugur, sem ekkert erindi á við samtíðina. Íslenska fleyið skipar góð áhöfn og mannskapurinn í brúnni má ekki klikka. Á svipaðan hátt og íbúar sósíalisku ríkja Austur-Evrópu losuðu sig við óværuna í lok síðustu aldar, eigum við að losa okkur við leifar hennar hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband