10.6.2007 | 23:51
Reykingar bannaðar!!
Áratugum saman hafa reykingar fólks verið ríkissjóði drjúg tekjulind; svo drjúg að allir með tölu, sem hafa þurft að leita sér lækninga vegna óhollustu þeirra, hafa verið búnir að borga fyrir læknishjálpina með tóbakssköttunum, þá, þegar og ef þeir hafa þurft á henni að halda. Langflestir reykingamenn deyja þó á endanum, í ágætri elli, án þess að hafa nokkkurn tíman þurft að leita læknis vegna nautnarinnar, kannski fimm árum yngri en ella. En hvað með það? Fyrir því má færa rök að tóbaksnautnin, sé um margt óheppileg. Hún er að sönnu dýr, vegna ofurskattheimtu, og vegna óhollustu fyrir suma (ekki alla) og svo er hún svolítið sóðaleg, sé hreinlætis ekki gætt. En þessa ágalla er að mestu hægt að laga. Að erlendri fyrirmynd, fann Siv Friðleifsdóttir það út fyrir Íslendinga, að áfengi og tóbak ættu ekki samleið. Því var brugðið á það ráð að banna viðskiptamönnum veitingahúsa að reykja í því skyni að vernda starfsfólk veitingamannsins fyrir óhollustu reykinganna, jafnvel þótt þetta sama starfsfólk reykti sjálft. Þetta var mikið snilldarráð. Ég bíð eftir því að starfsfólki veitingahúsa verði bannað að afgreiða feitt fólk um mat, vegna þess að rök hníga að því að það hafi ekki gott af greiðanum. Þeim, sem þessar línur skrifar er það óskiljanlegt hvers vegna löggjafinn gat ekki fetað reglur meðalhófs og jafnræðis í þessu bannmáli og haft undanþáguheimild í lögunum, þannig að veitingamenn gætu sótt um undanþágu frá banninu. Með slíkri heimild hefði það unnist að veitingamenn hefðu sjálfir haft það í hendi sér, hvort þeir heimiluðu reykingar eður ei, og kúnninn haft val. Þannig yrði engum úthýst í krafti laganna. En það, sem velferðar- og kærleiksfasistunum hefur rækilega yfirsést, er sú nöturlega staðreynd að áfengi og tóbak eiga ágæta samleið. Af þessu leiðir að lögin, sem nú gilda, skekkja samkeppnisstöðu veitingamanna herfilega. Allir þeir veitingamenn sem með góðu móti geta komið sér upp útiaðstöðu til reykinga fyrri kúnna sína munu verða ofaná í samkeppni við þá sem ekki geta komið slíku við. Eigum við að kalla þetta jákvæða mismunum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Af mbl.is
Erlent
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
Athugasemdir
þú ert snilli, ekki spurning. Ég hef verið reyklaus í ár og er rosalega glöð með það, er ein af þeim óþolandi x-smokers sem þolir ekki reykingar veit algjör hræsni viðurkenni það Sér lokuð herb með sófum og kózy stemmingu fyrir smókers og lofræstingu dauðans hefði verið góð málamiðlum fyrir veitingamenn að mínu mati. Enn hvað veit ég er x-smóker með gíkantískit fasisma tude vegna lyktarinnar.
Linda, 11.6.2007 kl. 00:21
Ágæta Linda. Margt mislíkar okkur um lesti og háttsemi samferðarmanna okkar í lífinu. En hið umburðarlynda lýðræðissamfélags, sem við trúlega viljum öll eiga, má ekki yfirgefa grundvallargildi sín. Þá breytist það í óskapnað. Ég er ekki viss um að þú hafir lesið af athygli það sem ég var að segja, því það sem þér kann að þykja óþefur, kann öðrum að þykja ilmur.
Gústaf Níelsson, 11.6.2007 kl. 01:13
Sæll Félagi, það var mikið að þú náðir að skrifa um þetta bann sem fer svo illa í marga. Ég var á ferð um Heathrow flugvöll um daginn og sá svona herbergi, varð að kíkja inn og ath hvort fýla væri þarna inni en viti menn það var svo rosaleg loftræsting þarna að menn með hárkollur væri ekki óhætt þarna inni og ekki vottur af sigarettureyk. Bara svona þér til upplýsinga.
Jón Ellert Tryggvason (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 15:00
Það hefur verið lengi vitað Jón Ellert að góð loftræstikerfi geta léttilega eytt áhrifum tóbaksreyks, sem mörgum þykir hvimleiður. Fyrir ekki margt löngu var ég á hóteli í S-Evrópu, þar sem eitt slíkt kerfi var í veitingasal hótelsins, en hann var tvískiptur fyrir reyk og reyklausa. Fyrir hina reyklausu var þetta fyrirkomulag án ama.
Gústaf Níelsson, 11.6.2007 kl. 17:05
Amen Gústaf, þú tekur vel á viðkæmu málefni, það er farið með okkur reykingamennina eins og hinar verstu skepnur, þú minnir okkur réttilega á að við sem reykjum eigum okkar rétt líka. Við erum ekki annars flokks þegnar vegna fíknar okkar og vil ég þakka þér fyrir góðan pistil ! Guð blessi þig bróðir.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.6.2007 kl. 06:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.