27.6.2007 | 22:44
Á fundi með hinum spilltu.
Hinn nýji utanríkisráðherra Íslands ætlar að verða skattgreiðendum hér dýr á fóðrum. Nú er ferðinni heitið til Ghana til að sitja á hjóðskrafi við spilltustu stjórnmálamenn heimsins, þeirra sem hvorki skeyta um skömm né heiður, en nærast á peningagjöfum ríku landanna, sjálfum sér til hagsældar. Þjóðir þeirra mega lifa í sárri fátækt og neyð, sjúkdómum og fáfræði. "Hvað varðar þá um jörðina sem himnana eiga". Friðþæging ríku landanna er víst kölluð þróunaraðstoð. Það skyldi þó ekki vera að megintilgangur fararinnar sé sá að afla okkur fylgis til setu í Öryggisráði Sþ, sem er að vísu dýrt ævintýri smáþjóðar er þarf að gæta sín í hafróti heimsmálanna. En utanríkisráðherrann mun væntanlega gæta þess vandlega að vera jafnan í andstöðu við helstu bandamenn Íslands í því ágæta Öryggisráði.
Ingibjörg Sólrún á leiðtogafund Afríkusambandsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Athugasemdir
Það góða við utanríkisráðherrann okkar er það að hún er ekki lýðskrumari Hún segir örugglega nokkur vel valin orð við þá.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 27.6.2007 kl. 23:02
Heill og sæll, Gústaf !
Jæja,, ............ eruð þið Sjálfstæðismenn (af gamla skólanum) farnir að sjá; hvörs lags bjálfaforystu þið hafið, upp á ykkar eykt ?
Ingibörg Sólrún Gísladóttir, stórfrænka mín; frá Haugi í Gaulverja bæjarhreppi, er nú af þeim meiði ættarinnar, hvar sviðljósin eru nú aldeilis ekki í hvarfi geymd; ég tala nú ekki um, þegar hægt er að heilsa upp á sérgæðinga; jafnt suður í Afríku, sem víðar um heimsbyggðina. Öryggisráðs
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 23:07
umsóknin er einhver mesta lágkúra, sem upp á íslenzka utanríkisþjónustu má herma;; og gættu að Gústaf, meðan hérar, eins og Geir H. Haarde og aðrir viðlíka halda um tauma, er ekki nokkurrar betrunar að vænta, með fjármuni íslenzkrar alþýðu.
Afsakaðu helvítis flumbruganginn, átti auðvitað að vera í einu lagi, athugasemd mín.
Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.