Leita í fréttum mbl.is

Fyrir hverja er Skálholt?

Umhverfisstofnun varð sem felmtri slegin um daginn, að geta ekki með lögin að vopni hindrað að forráðamenn þjóðkirkjunnar, beinlínis fyrirgerðu menningarsögulegu gildi Skálholtsstaðar, með þeim ráðagerðum að skipuleggja hóflega frístundabyggð í grenndinni. Sérkennilegt verður að teljast hve “blúndubolsum” samtíðar okkar hrýs hugur við því að hinn sögufrægi staður skuli gæddur mannlífi að nýju. Á meðan Umhverfisstofnun bíður eftir lögunum, sem hún þarf svo sárlega að fá, til þess að geta forðað “menningarsögulegum slysum” (eins og það sé beinlínis á hennar könnu), kalla fjölmiðlar fram gamlar afturgöngur hinna sósíalísku gáfnaljósa úr klerkastétt til þess að vara við og lýsa áhyggjum, svo ekki sé nú minnst á orðaleppinn að ekki sé rétt að málum staðið. Skálholt var öldum saman allt í senn geistleg og veraldleg valdastofnun, menntasetur og vettvangur pólitískra ályktana, eins og Skálholtssamþykkt frá 1375 ber ljósan vott um. Skyldi mikið tjón hljótast af því að glæða mannlíf á staðnum til mikilla muna með frístundabyggð, jafnvel þótt kirkjan myndi bera fjárhagslega svolítið úr bítum? Svari hver fyrir sig.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætlaði bara að óska þér til hamingju með að vera byrjaður að blogga aftur

Jón Ellert (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 16:07

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ekki veit ég Jón Ellert hve lengi ég tolli við hina tímafreku iðju, sem bloggið óneitanlega er. Ég skil ekki alveg hvað ERlingur Þorsteinsson á við. Skilur það einhver? Ég er aðeins að vekja athygli á því að Umhverfisstofnun á tæpast að hafa skoðun á menningarsögulegum efnum, fremur en  innra skipulagi íþróttafélaga eða stjórnmálaflokka. 

Gústaf Níelsson, 7.11.2007 kl. 21:21

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Velkominn aftur kæri Gústaf, og get ég tekið undir þetta með þér.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.11.2007 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband