Leita í fréttum mbl.is

Seðlabanki Evrópu hvað?

Nú hamast þjóðir Evrópusambandsins hver um aðra þvera í björgunaraðgerðum, fyrir eigið skinn. Hver er sjálfum sér næstur, eins og jafnan er. Evrópski Seðlabankinn er bara í þeirri stöðu að hann getur engum hjálpað og hvað þá allri ómegðinni sinni. Hann deplaði ekki auga þegar hann gjaldfelldi 500 milljarða evrulán á Landsbankann og 800 milljarða á Kaupþingbanka, vitandi allan tímann að slík aðgerð setti íslenska Seðlabankann og ríkissjóðinn á slig. Þetta er Seðlabankinn í ríkjasambandinu, sem nú skal reynt að troða Íslendingum í. "Grunngerðin er í fínu lagi hjá okkur", eins og stjórnmálamennirnir segja, en hún er nú bara ekki betri en svo að heimilin í landinu er skuldsett upp í rjáfur, eins og skrattinn skömmunum. Krónan er að sönnu handónýt, en innganga í Evrópusambandið er vondur kostur. Nær væri að kanna upptöku noskrar krónu. Skyldu samningar um slíkt verða mjög flóknir? Er ekki viss, og má ekki vera bragð að fastsetja hana, eins og nú hefur verið gert.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú mikið rétt, en þessi frétt hefur ekki mikið verið í fréttum að þetta sé Evrópska Seðlabankanum að kenna, en þessi gjaldfelling hlýtur að hafa mikið um afkomu þessara banka að segja og stöðu þeirra í dag. Lýst vel á þessa hugmynd um að tengjast Norsku krónunni eða þeirri Dönsku.

Jón Ellert (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 18:24

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Í mínum huga er enginn vafi á því að Seðlabanki Evrópu ber mikla ábyrgð á ástandi íslensku bankanna nú.

Gústaf Níelsson, 8.10.2008 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband