13.10.2008 | 23:45
Að segja sig til sveitar
Raddir um aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að endurreisn gjaldeyrisforða Íslands gerast háværari. Þetta er vond hugmynd, vegna þess að þessi ágæti sjóður kann ekkert betur að fást við vanda landsins, en innfæddir hagfræðingar og stjórnmálamenn. Hann hefur að vísu yfir að ráða valútu, sem er okkur svo mikilvæg núna, þegar allt atvinnulíf er komið að fótum fram vegna gjaldeyrisskorts. Þjóðin er ekki bjargþrota og þarf ekki að segja sig til sveitar. Augljóst er að allt þetta ár hafa menn verið að leita hófanna um lán, en fengið dræmar undirtektir. Þess vegna leitar forsætisráðherra til Rússa um mitt þetta ár, eins og hann hefur sjálfur upplýst.
Niðurstaða um kjör og skilmála á láni Rússa til Íslendinga mun fást öðru hvoru megin við næstu helgi, að loknu kjöri til Öryggisráðs Sþ. Svo mega menn ekki gleyma því að fjármálaráðherrann er núna staddur vestanhafs og ræðir vafalaust mögulega lánafyrirgreiðslu Bandaríkjanna til Íslands. Enginn vafi er á því að þrýstingur er innan bandaríska stjórnkerfisins að ríkulega verði stutt við bakið á Íslendingum, því að öðrum kosti muni Ísland endanlega ganga þeim úr pólitískri greip. Ég giska á að nú um stundir séu svo mörg tilboð innan seilingar, að við vitum ekki okkar rjúkandi ráð - Japan, Bandaríkin, Rússland, Noregur og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Menn þurfa góðan frest til að meta öll tilboðin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.