19.10.2008 | 20:27
Kylfan og piparúðinn
Alveg er það magnað hvernig formið er ævinlega að bera efnið ofurliði. Í sjónvarpsfréttum í kvöld mátti heyra að lögregla hefði verið kvödd að fjölbýlishúsi í úthverfi í Reykjavík vegna hávaða. Á vettvang mæta ung lögreglukona, komin undir þrítugt, með full skólaréttindi lögreglumanns og ungur fullburða karlmaður, sem ekki hafði lokið fullu réttindanámi lögregluþjóna. Samt var hann nú að störfum.
Skiptir engum togum að hávaðaseggirnir, pólskir innflytjendur, ganga í skrokk á lögregluþjónunum sem kallaðir voru á vettvang, og þeir liggja óvígir eftir á vettvangi. Sú skólagengna var eðlilega strax ofurliði borin, en ungi nýliðinn sem var auðvitað laminn í klessu hafði ekki réttindi til að bera varnaráhöld, eins og kylfu og piparúða. Hver er sinnar gæfu smiður, segir máltækið. En er það svo þegar búið er að fjarlægja hamarinn og sögina? Hvers konar lögga er það sem ekki hefur kylfu og varnarúða?
Þessar nöturlegu aðstæður minna mig á frétt frá Bretlandi fyrir ekki svo mjög löngu síðan, er tvö börn féllu undan flotholti á allstórri tjörn og lá við drukknum. Á vettvang kom lögreglupar og stakk ungi maðurinn sér til sunds og bjargaði börnunum, og þótti afrekið nokkurt þrekvirki. En bæði hann og yfirmenn hans fengu eftir á skömm í hattinn vegna þess að hann hafði ekki lokið tilskyldum prófum til að þreyta afrek af þessu tagi. Þetta auðvitað staðfestir grun hins almenna borgara um það að löggan er smátt og smátt, en örugglega, að breytast í skrifstofulöggu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
Athugasemdir
Sæll Gústaf,
voru þetta ekki Filipseyingar sem stunda kerfisbundið ofbeldi hér á landi,-gengi eins og þekkjast í fátækrahverfum erlendis.
Já ég deili með þér áhyggjum af löggæslumönnum okkar. Það mun ekki fást fólk í þessi störf ef ríkið ætlar að þola árásir glæpamanna í fulltrúa sína. Þarna hefði átt að beita því afli sem til þarf. árás á lögreglumann í starfi á að kosta langa fangelsisvist. Umsvifalaust. Og til þess þarf fleiri fangelsi. Bjóðum út byggingu og rekstur fangelsa umsvifalaust. Það eru til allir staðlar og teikningar í Bandaríkjunum, þar sem þetta er alsiða.
Það eru 6 milljónir fanga í USA. Hér ættu að vera 6000 manns á bak við lás og slá í hlutfalli. Kannske minna með tilliti til menningarstigs þjóðarinnar. En allavega meira en núna.
Halldór Jónsson, 22.10.2008 kl. 21:30
Jú þetta er rétt hjá þér Halldór með Filipseyingana. Ég hef Pólverja hér fyrir rangri sök og þykir miður. Auðvitað er þetta eilífa væl um að einhver hafi ekki lokið þessu og hinum námsskeiðinu til óþurftar. Hafi lögregluyfirvöldin mann í vinnu, láta þeira hann hafa varnarviðbúnað eða hafa hann ekki í vinnu ella. Heldur þú að það séu mikil og flókin fræði að verja sig með kylfu og piparúða. Um þetta mætti leiðbeina mönnum á einum eftirmiðdegi.
Ég er nú ekki refsiglaður maður og tel að Bandaríkjamenn séu með allt of marga á bak við lás og slá.
Gústaf Níelsson, 22.10.2008 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.