Leita í fréttum mbl.is

Voru bankar Íslands í tröllahöndum eða hvað?

Ég vona að það sé ekki einkum og sér í lagi vegna viðskipta við íslenska banka, sem Bayern LB þarf að leita ásjár þýskra stjórnvalda. Eru vandræði okkar í Bretlandi og Hollandi og Skandinavíu að breiða sig víðar um lönd? Er vandinn ljótari er stjórnvöld hafa þorað að upplýsa um? Ef svo er þurfa stjórnvöldin kannski að fara að huga að alþjóðlegum handtökutilskipunum gagnvart útrásarvíkingunum, sem hafa gufað upp á undanförnum vikum. Við kannski gerum verktakasamning við CIA um fangaflutningana?
mbl.is BayernLB leitar aðstoðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Belgía og Þýskaland voru komin á kröfulistann gegn íslenskum almenningi. Sparifjáreigendur fjölda þjóða bætast við, núna þegar ríkið er opið fyrir ábyrgðum sem enda í þúsendum milljarða króna. Bretar virðast ætla að lauma sveitarfélögum og líknarstofnunum Bretlands inn á listann, af því að þeir lána okkur fyrir þessu!

Ívar Pálsson, 22.10.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband