22.10.2008 | 21:49
Að semja með byssuhlaupið í kokinu
Forsætisráðherra stóð sig prýðilega í Kastljósi kvöldsins, en þáttarstjórnandanum Sigmari tókst illa að tjá reiði almennings. Það er engu líkara en að þessir sjálfskipuðu fulltrúar fólksins séu algerlega farnir á taugum.
Í einhverja daga höfum við sitið við samningaborð með breskri sendinefnd til þess að leita lausna á ágreiningsefni þjóðanna. Mikið er í húfi fyrir "litlasta" landið. Samt látum við það yfir okkur ganga, á sama tíma, að bresk stjórnvöld hafi okkur á lista yfir hryðjuverkamenn. Við ættum auðvitað ekki að ræða við þá af alvöru fyrr en þeir væru búnir að fjarlægja okkur af þeim lista og biðjast afsökunar á þeim leiðu mistökum að við skulum vera þar. Við eigum ekki að semja við menn sem stinga ísköldu bygguhlaupinu ofan í kokið á okkur. Samningsstaðan er ekki góð við slíkar kringumstæður.
Aukinheldur kemur ekki til greina að pína þjóðina til að greiða svimandi háar stríðskaðabætur vegna útrásarvíkinganna og stjórnvöld eiga ekki að ljá máls á greiðslum umfram það sem lög og reglur standa til. Allt svínaríið verður að komast upp á yfirborðið í öllum löndum áður en samningar, sem binda þjóðina í langtíma fátæktarfjötra, verða gerðir. Allt annað er tilræði við lífsafkomu þjóðarinnar í bráð og lengd.
Samningamenn okkar hljóta að gera þá kröfu að Singer&Friedlander bankinn, sem var breskur banki, í eigu Íslendinga, liggi ekki óbættur hjá garði.
![]() |
Við munum ekki láta kúga okkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:51 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
-
jonvalurjensson
-
axelaxelsson
-
baldher
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
gattin
-
baenamaer
-
carlgranz
-
egill
-
frjalshyggjufelagid
-
gesturgudjonsson
-
gudni-is
-
duna54
-
zeriaph
-
halldorjonsson
-
hannesgi
-
blekpenni
-
hildurhelgas
-
astromix
-
enoch
-
johannst
-
jonmagnusson
-
kolbrunerin
-
credo
-
krist
-
magnusthor
-
martagudjonsdottir
-
ragnhildurkolka
-
fullvalda
-
fullveldi
-
siggileelewis
-
valdimarjohannesson
-
vey
-
thjodarheidur
Af mbl.is
Viðskipti
- Hækkun verðskrár og fjárfestingar
- Barn að lögum
- Flotinn stækkar í 70-100 vélar árið 2037
- Svipmynd: Síaukin þörf fyrir meiri sérhæfingu
- Fengu á sig þúsundir lögsókna
- Lyfti félaginu á nýtt stig
- Ítarleg viðskiptaáætlun liggur fyrir
- Framleiðslan þáttaskil
- Óvissan vegna Trump verði ekki mikið lengur
- Mars opnar nýja skrifstofu
Athugasemdir
Ég hélt að fávitar gengju ekki lengur lausir á landinu!
corvus corax, 22.10.2008 kl. 22:08
Hvað á ofvitinn við?
Gústaf Níelsson, 22.10.2008 kl. 22:32
Ísland hefur verið tekið af listanum samkvæmt fréttum stöðvar 2 í kvöld. Ég veit ekki hvað ofvitinn er meina.
Siggi Lee Lewis, 22.10.2008 kl. 23:12
Sigmar stóð sig frábærlega og Geir var ágætur líka. Fortíðin er að baki, nú verða Íslendingar að gæta sín og Geir áttar sig á því. Við verðum að styðja stjórnvöld til allra góðra verka hvað sem okkur kann að þykja um fyrri verk þeirra. Nú blasir alvaran við, jafnvel Samfylkingunni, sem getur ekki leikið sér eins mikið í utanríkismálunum.
Sigurður Þórðarson, 23.10.2008 kl. 00:04
Eitt er alveg víst. Utanríkisráðuneytið hefur ekki verið að gera neitt annað en að reyna að koma okkur í öryggisráðið, sem tókst ekki, allt síðasta ár. Önnur brýn verkefni, eins og þau að halda pólitískum lánalínum landsins opnum hafa verið vanrækt og maður hreinlega spyr sig hvort að sendimenn okkar hafi verið meðvitundarlausir lengi. Án þess að ég viti það, býst ég við því að heimsóknir utanríkisráðherra til Palestínu og daður hennar við hryðjuverkasamtök þeirra, hafi endanlega orðið til þess að dyr vestur um haf lokuðust.
Gústaf Níelsson, 23.10.2008 kl. 00:31
Þar er kannski komin skýringin á því að Landsbankinn hafi lent á þessum "hryðjuverkalista", að Ingibjörg hafi ekki verið nógu harðsnúin gegn Palestínumönnum.
Vésteinn Valgarðsson, 23.10.2008 kl. 04:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.