23.10.2008 | 23:10
Þegar efnahagslega valdið verður pólitískt
Nú verða bankastjórar og stærstu eigendur gömlu bankanna að hafa snarar hendur. Létu þeir varnaðarorð Seðlabankastjórans sem vind um eyru þjóta, eða er maðurinn að segja ósatt? Svar óskast.
Fyrir hrunið var gjarnan sagt að völdin hefðu færst frá stjórnmálamönnunum til viðskiptajöfranna og þróun viðskiptalífsins væri á slíkum hraða, að þessi pólitík væri eins og fótakefli fyrir dugmikla bissnessmenn. Menn hristu hausinn yfir kokhreysti saksóknara smáríkis, sem steytti görn framan í viðskiptaveldi, sem velti þreföldum fjárlögum þess. Nú er viðskiptaveldið á brunaútsölu, en smáríkið reynir að vernda þegna sína og innviði, eftir alþjóðlegan áhættuakstur viðskiptamógúlanna.
Héldu viðskiptajöfrarnir, sem nú hafa skriðið í felur, að þeir ættu allskostar við pólitíska valdið í smáríkinu? Það er kannski ekki svo skrítið. Bretar halda það líka, þótt reynslan ætti að kenna þeim annað.
Davíð: Varaði ítrekað við að bankar væru í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:50 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Athugasemdir
Ceaucescu Oddsson er djöfuls lygamörður! Burt með kvikindið!
corvus corax, 23.10.2008 kl. 23:18
Er þetta kvikindi "Corvus Corax" íslenskt fyrirbæri?
Sigríður Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 23:28
Ekki dettur mér í hug að rengja Davíð. En rétt í þessu sé ég bregða fyrir hugskotsjónum sökkvandi farþegaskipi, fáeinar fjalir fljóta í hafinu, mun færri en þeir sem svamla og telja sig einmitt eiga þessa fjöl. Flestir farþegarnir eru þó enn um borð og horfa á án þess að skilja hvað raunverulega er á seyði. Allt í einu átta ég mig á að ég er þar á meðal.
Sigurður Þórðarson, 23.10.2008 kl. 23:48
Það hjálpar á erfiðum tímum Sigurður að vera skáldlegur, ekki satt? Spurningin sem eftir stendur er þó sú eftir sem áður: Var viðskiptavaldið orðið svo hortugt að það taldi sig ekki þurfa að hlusta á rétt stjórnvöld eða pólitíska valdið?
Gústaf Níelsson, 24.10.2008 kl. 00:04
Manni klökknar við að frétta af elskusemi litlu bræðra okkar í Færeyjum. Þeir eru viljugir til að lána okkur VAXTALAUST rúma 6 milljarða ISK. Mér hefur alltaf þótt eitthvað vænt um færeyjinga en þessar fréttir auka þá væntumþykju til muna. Og það er eins gott að ríkisstjórnin geri eitthvað gott fyrir Færeyjinga í framtíðinni, sem vekja muni athygli um gervallan heim.
Siggi Lee Lewis, 30.10.2008 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.