14.11.2008 | 21:37
Sjálfstæðisflokkurinn hrakinn út í horn
Sérkennilegt er að sjá geðlausan Sjálfstæðisflokkinn láta Samfylkinguna hrekja sig út í horn í plottinu um að þvinga Íslendinga í Evrópusambandið. Samantekin ráð Samfylkingarliðs í flokki, fjölmiðlum og háskólum um það að telja þjóðinni trú um að efnahagsvandi hennar hverfi eins og dögg fyrir sólu verði sótt um Evrópusambandsaðild og upptöku evru, eru farin að virka.
Hvílíkt lýðskrum. Þetta er ríkjasambandið sem nú leggst með öllum sínum ofurþunga á veikburða efnahag Íslands, herðir þumalskrúfuna og snöruna að hálsi okkar, þegar við leitum ásjár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ekki vil ég búa í húsi kvalara míns, þótt Samfylkingunni þyki það eftirsóknarverð híbýli.
Sagt er að atvinnulífið krefjist inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Hvaða atvinnulíf? Er það sjávarútvegurinn? Nei. Er það landbúnaðurinn? Nei. Er það stóriðjan? Nei. Og hvað er þá eftir sem skiptir einhverju máli? Kannski fjármálastarfsemin? Varla, hún er öll hrunin. Hafi einhvern tíman verið forsendur til þess að óska eftir inngöngu í ES og myntsamstarfi, eru þær rækilega brostnar og svo langsóttar að þjóðin getur ekki beðið.
Nærtækara væri að taka upp dalinn, mynt öflugasta ríkis á jörðinni, sem setur því engin skilyrði, og framkvæmdin er tiltölulega einföld, eftir því sem fróðir menn segja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Athugasemdir
Heill og sæll Gústaf.
Ég sé að þú ert ösku reiður enda undrar mig það ekki. Geir er á sama máli og þú. Ég tek undir með þér ég er ekki sáttur við þetta.
Það er rétt hjá þér við eigum að taka upp dollara og gera tvíhliða samning við USA og hætta þessu rugli. Ég er margbúin að benda á þessi rök í Valhöll.
Ég mun ekki trúa því að við ætlum að láta Breta knésetja okkur. Við rákum þá út í 200 mílur. Þar geta þeir verið, enn þeir koma ekki inn á landsvæði okkar.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 14.11.2008 kl. 21:59
það er nú bara einu sinni svo Jóhann Páll, að það er sitthvað að ganga í Evrópusambandið og að taka upp evru. Mörg ríki sambandsins uppfylla ekki þau skilyrði að geta tekið upp evru. Og hver er kominn til með að segja að við gerum það? Eins og aðstæður eru núna eru Íslendingar fjarri því að uppfylla skilyrðin. Hér er á ferðinni einn risastór blekkingarleikur með íslenska hagsmuni.
Mér hefur skilist það á hagfræðingunum að ekki þurfi að semja um upptöku dollars, það er bara gert.
Gústaf Níelsson, 15.11.2008 kl. 12:51
Ég er sammála þér Erlingur um það að ekkert vit er í því að ganga í ESB. Er þá kannski nauðsynleg breyting á Sjálfstæðisflokknum að velja nýjan varaformann? Eða hafðir þú aðrar nauðsynlegar breytingar í huga?
Gústaf Níelsson, 17.11.2008 kl. 12:50
Samál þér þarna. Ekki ESB enda fara þeir ekki vel með eigið fólk eins og dæmin sanna. Taka upp dollar og vinna sig svo út úr vandanum.
Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.