26.11.2008 | 21:41
Íslenskt Guantanamo?
Réttarríkið er viðkvæmt fyrirbæri og alls ekki sjálfgefið að það haldi velli þegar lýðskrumarar stjórnmálanna taka sig til og vilja breyta reglum þess í nafni réttlætisins. Slíkt réttlæti hefur tilhneigingu til að breytast í ranglæti, eins og sagan kennir okkur. Réttarríkið hefur margoft þurft að láta í minnipokann. Kunn eru afdrif þess í Þýskalandi nazismans og kommúnisma Austur-Evrópu og ætluðu menn þó að byggja réttlátt þjóðfélag. Allt snerist það í andhverfu sína.
Hinn ástsæli fjölmiðlamaður Egill Helgason bísnast yfir því á bloggi sínu, að kunnur lögmaður haldi uppi vörnum fyrir réttarríkið, í stórviðrum samtíðar okkar, og vari við vanhugsuðum lagasetningum, þar sem hefðbundnar leikreglur réttarríkisins eru teknar úr sambandi. Er engu líkara en að Egill hvetji til þess að íslensk stjórnvöld komi sér upp sínu eigin Guantanamo, þar sem stöndugu fólki er safnað saman, það lokað inni og tilkynnt að síðar verði rannsakað hvort iðjusemi þess varði við lög.
Það hefur verið blettur á bandarísku réttarfari að halda árum saman, án ákæru, hundruðum meintra hryðjuverkamanna í fangabúðum í Guantanamo á Kúbu. Réttilega hefur framkvæmdin verið harðlega gagnrýnd. Nýr forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hefur lýst yfir því, að búðunum verði lokað. Hann kann að eiga í vanda með að skila föngunum til síns heima, því einhverjir voru bara teknir á götuhornum á leið út í búð. Kannski þarf hann að setja á laggirnar skilanefnd.
Maður þakkar sínu sæla að menn á borð við Egil Helgason fara ekki með pólitísk völd núna þegar það gefur á bátinn; nóg er nú af flónunum samt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.